Aðalfundur Halaleikhópsins 2021 verður 3. maí

Aðalfundur Halaleikhópsins 2021 Verður haldinn mánudaginn 3. maí. kl. 19.30 í Halanum Hátúni 12.

Dagskrá aðalfundar:

  • 1. Kosning fundarstjóra og fundarrit
  • 2. Inntaka nýrra féla
  • 3. Skýrsla stjórnar.
  • 4. Afgreiddir endurskoðaðir reikningar félagsins.
  • 5. Afgreiðsla tillagna sem borist hafa fundinum, svo sem lagabreytin
  • 6. Starfsemi næsta leikárs.
  • 7. Kosning í stjórn og varastjórn.
  • 8. Önnur mál

Fyrir liggja lagabreytingatillögur frá stjórn. Þær fylgja hér fyrir neðan. Núgildandi lög má lesa hér: https://halaleikhopurinn.is/halaleikhopurinn/log

Kjósa þarf varaformann, gjaldkera, meðstjórnenda og einn mann í varastjórn.

Allir stjórnarmeðlimir gefa kost á sér áfram, en skuldlausir félagar geta gefið kost á sér í þessi embætti líka.

Núverandi stjórn skipa:

Formaður:
Hanna Margrét Kristleifsdóttir kosin til 2022

Varaformaður:
Stefanía Björk Björnsdóttir kosin til 2021

Gjaldkeri:
Herdís Ragna Þorgeirsdóttir kosin til 2021

Ritari:
Ása Hildur Guðjónsdóttir kosin til 2022

Meðstjórnandi:
Kristinn Sveinn Axelsson kosinn til 2021

Varamenn kosnir til 2022 eru:
Þröstur Jónsson og Þröstur Steinþórsson

Varamaður kosin til 2021 er:
Guðríður Ólafs Ólafíudóttir

Að loknum aðalfundarstörfum hyggjumst við leiklesa eitt eða fleiri verk sem koma til greina sem verkefni næsta leikárs.

Við vekjum athygli á því að einungis skuldlausir félagar geta kosið.
Nýjir félagar velkomnir.

Kveðja Stjórnin

-------------------------------------------------------------------------------------

Lagabreytingatillögur stjórnar Halaleikhópsins á aðalfundi félagsins 2021


4. gr. 7. málsgrein
Er nú : „Heiðursfélagar þurfa ekki að greiða félagsgjöld.“     

Stjórn leggur til að aftan við bætist :
 „Heiðursfélagi fær tvo boðsmiða á frumsýningu eða aðra sýningu sem hentar honum betur.“

5. gr. 1. málsgrein
Hljóðar svo nú: „Aðalfundur fer með æðsta vald í félaginu. Hann skal haldinn í maí ár hvert.”

Stjórn leggur til að breyta þessu í : „Aðalfundur fer með æðsta vald í félaginu. Hann skal haldinn fyrir 20 apríl ár hvert.“

Niðurlag 5. greinar
Hljóðar svo nú:
“Aðalfund skal boða bréflega með minnst viku fyrirvara. Þó skal vera heimilt að boða fundinn með tölvupósti, en æskja um leið staðfestingar að hann hafi verð móttekinn og skal þá sami fyrirvari gilda. Aðalfundur er lögmætur, ef löglega er til hans boðað.”

Stjórn leggur til að hún breytist í :
“Aðalfund skal boða með tölvupósti og á vef félagsins með minnst viku fyrirvara.. Aðalfundur er lögmætur, ef löglega er til hans boðað.”

11. gr.
„Hætti félagið starfsemi sinni skulu eignir þess afhentar Sjálfsbjörg, landssambandi fatlaðra til varðveislu, uns annað leikfélag með sambærileg markmið verður myndað og skal það þá erfa eignirnar.“    

Stjórn leggur til að lagfæringu á nafni Sjálfsbjargar þannig að landsambandi fatlaðra er skipt út fyrir landsambandi hreyfihamlaðra.

Stjórn Halaleikhópsins 6. apríl 2021