Ástandið 11. okt og 13. okt. 2019 - fjáröflunarsýningar

Nú í haust voru áhorfendapallar leikhúss Halaleikhópsins að Hátuni 12 endurnýjaðir. Því verða tvær fjáröflunarsýningar á Ástandinu sögur kvenna frá hernámsárunum nú í október. Þ.e. föstudaginn 11. okt kl. 20 og sunnudaginn 13. okt kl. 17.

Í upphafi árs 2019 sýndi Halaleikhópurinn verkið sem er eftir eftir Brynhildi Olgeirsdóttur og Sigrúnu Valbergsdóttur. Verkið er skemmtilegt en líka átakanlegt. Það er unnið upp úr sönnum frásögnum kvenna sem voru í samskiptum við setuliðið en Brynhildur safnaði sögum fjölda kvenna frá þessum árum. Leikhópurinn hefur fengið mikla hvatningu til að hafa fleiri sýningar á verkinu og því þótti tilvalið að hafa þessa sýningu til fjáröflunar.

Miðaverð verður sem áður kr. 2500. Ennfremur verður baukur frammi ef einhverjir vildarvinir félagsins vilja styrkja bekkjakaupin.