Aðalfundur Halaleikhópsins 2018

Aðalfundur Halaleikhópsins 2018

Verður haldinn í Halanum mánudaginn 7. maí kl. 20.00

 

Dagskrá aðalfundar:

  1. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
  2. Inntaka nýrra félaga.
  3. Skýrsla stjórnar.
  4. Afgreiddir endurskoðaðir reikningar félagsins.
  5. Afgreiðsla tillagna sem borist hafa fundinum, svo sem lagabreytingar.
    • Tillaga stjórnar um árgjald félagsins
  6. Starfsemi næsta leikárs.
  7. Kosning í stjórn og varastjórn.
  8. Önnur mál

Kaffi og kruðerí verður á fundinum og nýjir félagar velkomnir.

Við vekjum athygli á því að einungis skuldlausir félagar geta kosið.

Kveðja stjórnin.

 

Stjórn Halaleikhópsins

Stjórn Halaleikhópsins er núna þannig skipuð:

Formaður: Unnar Helgi Halldórsson (kosinn til 2018)
Varaformaður: Hanna Margrét Kristleifsdóttir (til 2019)
Gjaldkeri: Grétar Pétur Geirsson (til 2019)
Ritari: Ása Hildur Guðjónsdóttir (til 2018)
Meðstjórnandi: Sigurður Örn Pétursson (til 2019)
Varastjórn: Leifur Leifsson (til 2018), Kristinn Sveinn Axelsson (til 2018) og Herdís Ragna Þorgeirsdóttir (til 2019).

Skoðunarmenn reikninga eru Vilhjálmur Jón Guðjónsson og Guðríður Ólafs Ólafíudóttir (til 2018).

Kjósa þarf því um formann til tveggja ára.
Gjaldkera til eins árs, þar sem gjaldkeri segir af sér.
Ritara til tveggja ára.
Meðstjórnanda til eins árs.
Í varastjórn þarf að kjósa 2 í sæti sem Kristinn og Leifur sitja. Bæði til tveggja ára.
Kjósa þarf jafnframt tvo skoðunarmenn reikninga til tveggja ára.

Athugið að allir félagar geta gefið kost á sér í þessi embætti svo endilega ef þið hafið áhuga á að starfa með stjórn látið stjórn vita .

 

Við vitum nú að:

Hanna Margrét Kristleifsdóttir gefur kost á sér til formanns.
Stefanía B. Björnsdóttir gefur kost á sér sem varaformaður.

Ása Hildur Guðjónsdóttir gefur áfram kost á sér til ritara.
Kristinn S. Axelsson gefur kost á sér sem meðstjórnandi.

Leifur Leifsson gefur kost á sér áfram í varastjórn.
Elísabet Bjarnason gefur kost á sér í varastjórn.

Vilhjálmur Jón Guðjónsson og Guðríður Ólafs Ólafíudóttir gefa kost á sér áfram sem skoðunarmenn reikninga.