Fréttir 2011

Fréttir af vef Halaleikhópsins 2011

22. des 2011

 Hátíðarkveðjur

 
 
 
29. okt. 2011

Fyrsti samlestur á Hassið hennar mömmu eftir Dario Fo

 

Undirskrift samninga við leikstjórana

  Þriðjudaginn 1. nóv. nk. kl. 20.00 verður hafist handa við að leiklesa Hassið hennar mömmu eftir Dario Fo. Leikstjórar eru Margrét Sverrisdóttir og Oddur Bjarni Þorkelsson.

Hassið hennar mömmu var frumsýnt hjá Leikfélagi Reykjavíkur 1982 í Iðnó og síðan flutt í Austurbæjarbíó og sýnt þar á miðnætursýningum og gekk þar að ýmsum hugstola eins og greint var fá í Vísi 3. jan. 1983. Þetta er farsi, afi og mamma Luigi eru farin að rækta og reykja hass og hann sér að það er eitthvað undarlegt á seiði hjá þeim gömlu. Mikill eltingarleikur hefst þar sem inní blandast prestur, eiturlyfjaeftirlitið, mafían, ung stúlka ofl. ofl.

Margrét Sverrisdóttir, Hanna Margrét Kristleifsdóttir og Oddur Bjarni Þorkelsson skrifa undir leikstjórasamninginn.
 

Allir Halar eru hvattir til að koma þetta kvöld og fræðast um verkefnið og endilega takið með ykkur gesti, nýjir félagar eru alltaf velkomnir.

Þegar setja á upp leikrit í fullri lengd þarf mikinn mannskap á hinu ýmsu pósta leikfélagsins. Við erum komin með tvo frábæra leikstjóra sem ætla að sameinast um leikstýra okkur. Nú vantar leikara, framkvæmdastjóra, fjölmiðlafulltrúa, ljósamenn, hljóðmenn og fólk til að sinna hinum ýmsu verkum eins og förðun, búningar, hárgreiðslu, kaffiumsjón, sviðsmenn, leikmunaverði, ljósmyndara, upptökufólk, leikmyndahönnuði, smiði, málara, tónlistarmenn, hvíslara, miðasölustjóra, miðasölufólk, leikskrárstjóra, einhvern til að brjóta um leikskrána, hanna plakat og kynningarefni, einhverja til að taka að sér þrif, aðstoðarfólk við hin ýmsu verk.

Upptalningin gæti verið endalaus enda eru handtökin við að þetta ansi mörg og því mikilvægt að allir sem vettlingi geti valdið komi að verkefninu. Launin eru svo tóm gleði og ánægja við að vinna saman að skemmtilegu verkefni ekki veitir af á þessum tímum. Við ætlum sem sagt að segja skammdeginu og kreppunni stríð á hendur og hefja vinnusaman vetur í Halanum, fullan af gleði.

Ef þú vilt taka þátt en kemst ekki þá hafðu samband við stjórn og láttu vita af þér. Allir eru velkomnir.

 

21. okt. 2011
Haustflensa_augl
 

Halaleikhópurinn verður með stuttverkadagskrá
21. og 23. okt. nk.


Sýnd verða 7 stuttverk:
5 þættir úr Heilsugæslunni eftir Lýð Árnason, í leikstjórn Margrétar Sverrisdóttur og Odds Bjarna Þorkelssonar. Snyrting eftir Nínu Björk Jónsdóttur í leikstjórn Gunnars Gunnarssonar, Gunsó og Þanþol eftir Huldu Hákonardóttur líka í leikstjórn Gunsó.

Halabandið flytur tónlist milli atriða.

Sýnt verður föstudaginn 21. okt. kl. 20.00 og sunnudaginn 23. okt. kl. 17.00.
í Halanum, Hátúni 12.

UPPSELT

Nánari upplýsingar um dagskrána, leikara ofl. er að finna HÉR

   
Styrktaraðilar:  
     
Sjálfsbjörg Öryrkjabandalag Íslands Reykjavíkurborg
 
ALCOA Selecta Akkur
 
     

 

22. sept. 2011

Leikstjórar ráðnir -
Hassið hennar mömmu

Margrét Sverrisdóttir leikstjóri, Hanna Margrét Kristleifsdóttir formaður og Oddur Bjarni Þorkelsson leikstjóri takast í hendur eftir að undirskriftum var lokið.
 

Á félagsfundi 17. sept. sl. var skrifað undir leikstjórasamninga við Margréti Sverrisdóttur og Odd Bjarna Þorkelsson. Við réðum þau til að leikstýra, uppfæra og staðfæra leikritinu Hassið hennar mömmu eftir Dario Fo. Æfingar munu hefjast í nóvember og stefnt að frumsýningu kringum mánaðarmótin jan. / feb. 2012.

Hassið hennar mömmu var frumsýnt hjá Leikfélagi Reykjavíkur 1982 í Iðnó og síðan flutt í Austurbæjarbíó og sýnt þar á miðnætursýningum og gekk þar að ýmsum hugstola eins og greint var fá í Vísi 3. jan. 1983. Þetta er farsi, afi og mamma Luigi eru farin að rækta og reykja hass og hann sér að það er eitthvað undarlegt á seiði hjá þeim gömlu. Mikill eltingarleikur hefst þar sem inní blandast prestur, eiturlyfjaeftirlitið, mafían, ung stúlka ofl. ofl.

 
11. sept. 2011

Félagsfundur og partý

 

Laugardaginn 17. sept. nk. verður félagsfundur í Halanum, Hátúni 12. Kl. 20.00

Dagskrá:

  • Kosning fundarstjóra og fundarritara
  • Skrifað undir samning við leikstýrin okkar þau Margréti Sverrisdóttir og Odd Bjarna Þorkelsson
  • Hugmyndir að Kaffileikhúsi ræddar og fastsettar
  • Leikrit vetrarins kynnt
  • Önnur mál

Að loknum félagsfundinum verður svo Halapartý með hefðbundnu sniði þe. Halar koma með snarl til að leggja í púkk. Hver kemur með drykki fyrir sig. Kaffi og te er á staðnum.

Nýjir félagar eru velkomnir

Vetrarstarfið framundan

Nú er búið að endurráða hin frábæru leikstýri Margréti og Odd Bjarna sem stýrðu okkur eftirminnilega síðasta leikár. Þau ætla að vera okkur til halds og trausts fram að 20 ára afmæli okkar þann 27. sept. 2012. Og mikil tilhlökkun til frekara samstarfs sem gekk svo vel sl. leikár.

Við erum enn að velta fyrir okkur tveim leikritum en það skýrist næstu daga. Fyrirkomulag æfingatímabilsins verður svipað og síðustu ár. Einnig er stefnt á stuttverkadagskrá / kaffileikhús síðustu helgina í október. Og svo áframhaldandi fjör í vor. Þannig að nú auglýsum við eftir hugmyndum og mannskap til að takast á við fjölbreytileg verkefni á öllum sviðum leikhússins, leikara, leikmyndasmiði, höfunda, tæknimenn, ljósamenn, búningahönnuði, framkvæmdastjóra, hreingerningafólk, málara, smiði, miðasölufólk, bakara, saumakonur og menn, hönnuði, fólki til að gera leikskrár og plaköt, halda úti vefsíðunni, facebook, fjölmiðlafólk, kynningarátök, ljósmyndara og fleira og fleira.

Fyrirhugað er að halda félagsfund laugardaginn 17. sept. kl. 20.00 í Halanum og partý á eftir J Frábært væri ef þið gætuð sent okkur línu áður og látið vita hverjir eru til í að taka þátt í kaffileikhúsinu og á hvaða sviði þá. Einnig ef þið erum með hugmyndir af stuttverkum. Sendið línu á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. Þá er einnig mikilvægt að leiða nýtt fólk inn og bjóða því með ykkur á fundinn allir eru velkomnir.

 

DVD af eldri verkum:

Hægt er að panta upptökur af verkum síðastu ára hjá gjaldkera This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og greiða inná reikning no. 0546 – 14 – 600440 og kennitalan er 421192-2279, munið að setja kennitölu ykkar og hvaða disk verið er að borga fyrir í skýringarreitinn. Diskarnir kosta: Góðverkin kalla 2000 kr. Haustleikarnir 1200 kr. Sjöundá 2000 kr. og Vorhristingur 1200 kr. Pókók, DVD og VHS verð 1500 kr. Kirsuberjagarðurinn, DVD og VHS verð 1800 kr. Batnandi maður, DVD verð 1800 kr. Kaffileikhús 2007, DVD verð 1800 kr. Gaukshreiðrið, DVD verð 1800 kr. Á fjölum félagsins, VHS verð 1200 kr. Ath. að örfá stykki eru til af sumum verkunum svo vissara er að panta eintök. Geta skal þess að diskurinn af Pókók er með galla í hljóði þe. hljóð og mynd passar ekki alveg saman.

Þeir verða svo afhendir á félagsfundinum. Vakin er athygli á því að nú eins og undanfarin ár mun allur ágóði af sölu diskanna renna í Steindórssjóð sem er sjóður sem er notaður til að byggja upp ljósa og tæknideildina okkar. Ath. erum ekki með posa á fundinum, svo best er ef hægt er að millifæra áður.

Útsending Halafrétta

Undanfarin ár hafa verið send út fréttabréf þegar þurfa þykir ýmist í tölvupósti eða bréfpósti, stundum bæði. Það hefur verið gert til þess að við séum örugg um að allir félagar fái nýjustu upplýsingar um hvað er á döfinni hjá leikhópnum. Sem ein að fjölmörgum sparnaðarleiðum okkar viljum við bjóða ykkur að afpanta bréfpóstinn með því að senda okkur tölvupóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. Þeir sem það gera fá framvegis einungis send fréttabréf í tölvupósti.

Félagatalið:

Já til að pósturinn berist örugglega til ykkar þurfum við að fá allar upplýsingar um breytingar jafnóðum. Því viljum við biðja ykkur um að láta okkur vita ef netfang, heimilisfang eða símanúmer ykkar breytist. Sendið þær upplýsingar á ritarann okkar This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

INNHEIMTA FÉLAGSGJALDA:

Ha eru ekki allir búnir að borga? Smá skilaboð frá Jóakim Önd: Æi greyin mín borgið nú félagsgjöldin fyrir áramót

 

 

28. maí. 2011

Aðalfundur 2011 ný stjórn

 

Aðalfundur Halaleikhópsins var haldinn 28. maí í Rauða salnum Hátúni 12.

Fundirinn var ágætlega sóttur, á dagskrá voru hefðbundin aðalfundarstörf sem öll gengu vel fyrir sig. Örn Sigurðson stýrði fundinum og Úlfhildur Þórarinsdóttir var ritari. Félagsmenn eru nú 85 þar af gengu 12 nýjir félagar í leikhópinn á starfsárinu. Kosið var í nokkur embætti í stjórn og skoðunarmenn reikninga.

Stjórn skipa nú:
Hanna Margrét Kristleifsdóttir formaður
Þröstur Jónsson varaformaður
Kristín Margrét Bjarnadóttir gjaldkeri
Ása Hildur Guðjónsdóttir ritari
Guðríður Ólafsdóttir meðstjórnandi

í varastjórn eru:
1. Gunnar Freyr Árnason
2. Einar Andrésson
3. Höskuldur Höskuldsson
Skoðunarmenn reikninga eru: Grétar Pétur Geirsson og Ásta Dís Guðjónsdóttir.

Fjárhagsstaða félagsins er nokkuð góð þrátt fyrir samdrátt í þjóðfélaginu. Ákveðið var að hafa árgjaldið óbreytt 2000 kr. Þá var rætt um verkefnin framundan en leikhópurinn á 20 ára afmæli á næsta ári. Búið er að ráða þau Margréti Sverrisdóttur og Odd Bjarna Þorkelsson til að leikstýra okkur næsta ár og hjálpa okkur við afmælisárið. Verið er að leita að leikritum. Ákveðið var að hafa Haladag í Krika í sumar. Flutt var skýrsla vegna aðalfundar BÍL að því loknu var fundi slitið og strákarnir í stjórn buðu fundargestum uppá rjúkandi heitar vöfflur með kaffinu.

 

 

23. maí. 2011

Aðalfundur 2011

 

Verður haldinn laugardaginn 28. maí kl. 14.00 í Rauða salnum, Sjálfsbjargarhúsinu Hátúni 12 gengið inn að vestanverðu á gaflinum.


Dagskrá aðalfundar skv. lögum félagsins:

1. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
2. Inntaka nýrra félaga.
3. Skýrsla stjórnar.
4. Afgreiddir endurskoðaðir reikningar félagsins.
5. Afgreiðsla tillagna sem borist hafa fundinum, svo sem lagabreytingar.
6. Starfsemi næsta leikárs.
7. Kosning stjórnar, varastjórnar, tveir skoðunarmenn reikninga.
8. Önnur mál

Ath. aðeins skuldlausir félagar hafa atkvæðisrétt á aðalfundi.

Strákarnir í stjórn hafa lofað að baka fyrir okkur vöfflur :-)

Núverandi stjórn :

Formaður: Hanna Margrét Kristleifsdóttir kosin til tveggja ára 2010.
Varaformaður: Höskuldur Höskuldsson kosinn til tveggja ára 2009. Gefur ekki kost á sér áfram.
Gjaldkeri: Kristín M. Bjarnadóttir kosin til tveggja ára 2009. Gefur kost á sér áfram.
Ritari: Ása Hildur Guðjónsdóttir. kosin til tveggja ára 2010.
Meðstjórnandi: Guðríður Ólafsdóttir kosin til tveggja ára 2010.

Varamaður 1: Einar Andrésson kosinn til tveggja ára 2009. Gefur kost á sér áfram
Varamaður 2: Elísa Ósk Halldórsdóttir kosin til tveggja ára 2009.
Varamaður 3: Þröstur Jónsson kosinn til tveggja ára 2010.

Skoðunarmenn reikninga:
Grétar Pétur Geirsson kosinn til tveggja ára 2009. Gefur kost á sér áfram
Kristín R. Magnúsdóttir kosin til tveggja ára 2009 Gefur ekki kost á sér áfram

Því er auglýst eftir framboðum í eftirfarandi embætti:
Varaformann til tveggja ára.
gjaldkera til tveggja ára.
tvo varamenn í stjórn til tveggja ára.
tvo skoðunarmenn reikninga.

Skv. lögum félagsins geta allir fullgildir félagsmenn gefið kost á sér í þessi embætti á fundinum. Nú er kjörið tækifæri fyrir nýtt fólk að gefa kost á sér í stjórn. Lög félagsins má finna á vefnum okkar www.halaleikhopurinn.is/log.htm

 
 

 

4. maí. 2011
 

Allir saman nú Kaffileikhús í maí.

 

Upp er komin sú hugmynd að vera með Kaffileikhús eða skemmtikvöld seinni hlutann í maí ef nægur mannskapur fæst. Þar sem hægt væri að sýna í Halanum nokkur tónlistaratriði og Gunsó er með nokkur handrit en vantar fólk, bæði leikara, ljósamann, propsara, hvíslar, búningaumsjón, kaffiumsjón, miðasala, framkvæmdastjóra og fl. o.fl. Allt veltur þetta á þátttöku félagsmanna. Kjörið tækifæri til að spreyta sig á nýjum póstum leikhússins. Það væri gott fyrir buddu Halaleikhópsins ef vel tækist til ;-)

Því verður vorhittingur í Halanum laugardaginn 7. maí kl. 14:00.Vonust til að hitta sem flesta.

Sumarkveðja

Stjórnin
 
27. mars 2011
 

Við þökkum áhorfendur fyrir góðar viðtökur á

Góðverkin kalla! Sýningum er lokið

 
Ávarp á Alþjóðlega leikhúsdeginum 27. mars 2011
eftir Stefán Baldursson, leikstjóra og óperustjóra
 

Það er merkilegt að í hinni efnahagslegu kreppu sem ríkt hefur á Íslandi síðustu misseri, hefur listin blómstrað sem aldrei fyrr. Aðsóknarmet eru sett í leikhúsunum, gestafjöldi á tónleika og myndlistarsýningar eykst og fleiri bækur seljast en nokkru sinni fyrr. Það hefur sýnt sig að fólk forgangsraðar öðruvísi en áður og leitar í vaxandi mæli á vit lista og menningar.

Í kreppu er mesta ríkidæmi þjóðarinnar fólgið í mannauðnum. Fólk hristir upp í eigin vanahugsun og veitir athygli verðmætum, sem stundum vildu gleymast í þeirri veraldlegu

  Stefán Baldursson

græðgisvæðingu, sem hér herjaði um árabil. Sterkt listalíf á atvinnugrunni hjálpar okkur meira en nokkuð annað að endurreisa ímynd okkar því það veitir fullnægju og raunverulega tilfinningu fyrir ríkidæmi sem mölur og ryð fá ekki grandað. Við erum nefnilega auðug þjóð í menningarlegu tilliti. Hér er atvinnumennska í listum á háu stigi enda grundvallaratriði. Hlúð hefur verið að listmenntun um áratuga skeið og með tímanum hefur uppskeran orðið ríkuleg.

Í flestum listgreinum erum við engir eftirbátar annarra þjóða. Íslensk leiklist er orðin gjaldgeng erlendis. Verk íslenskra leikskálda eru þýdd og leikin á erlendum tungum. Íslenskir leikstjórar og leikhúsfólk er eftirsótt í nágrannalöndunum. Þannig hefur hróður íslenskrar leiklistar borist víða síðustu ár enda íslenskt leikhús ótrúlega fjölbreytilegt og metnaðarfullt. Erlent leikhúsfólk, sem af og til ratar hingað á fundi og ráðstefnur undrast mjög gæði íslenskra leiksýninga og þær sýningar, sem sýndar eru á erlendri grund vekja oftar en ekki óskipta athygli og vinna iðulega til verðlauna. Á leiklistarhátíðum, þar sem kostur gefst á að bera leiklist okkar saman við list annarra þjóða, má ljóst vera að íslensk leiklist stendur leiklist stórþjóðanna síst að baki.

Það er aldrei mikilvægara en í kreppuástandi að listirnar bjóði upp á þá andlegu uppörvun, sem góðir listviðburðir fela í sér. Yfirvöld og almenningur hafa borið gæfu til að styðja og efla þróun hinna ýmsu listgreina. Í leikhúsinu hafa orðið stórstígar framfarir síðustu áratugi. Kannski er stærsti ávinningurinn af áratuga atvinnumennsku í leiklist sá, að augu bókmenntaþjóðarinnar hafa smámsaman opnast fyrir því að skáldverk sviðsins lýtur öðrum lögmálum en skáldverk orðsins. Leiklistin er nefnilega sjálfstæð listgrein.

Gott handrit er að vísu ómetanlegt og oft nauðsynlegur grunnur að góðri sýningu en er engu að síður aðeins einn þáttur af mörgum. Handrit höfundar er efniviður til úrvinnslu fyrir leikstjóra og listafólkið sem með honum starfar, hvati til frekari sköpunar sem ekki síður höfðar til sjónrænna og leikrænna þátta. Það er því ekki til nein endanleg sviðstúlkun á góðu leikverki – það tekur á sig nýjar myndir á mismunandi tímum.

Leikhúsið er bæði háskóli og fjölleikahús, sem opnar okkur innsýn í ótrúlegustu svið mannlífsins. Það sýnir okkur lífið eins og því var lifað, eins og því er lifaðog eins og hægt væri að lifa því. Leikhúsið er samviska okkar. Þegar best lætur getur það gert okkur að örlítið betri manneskjum. Leikhúsið er áttaviti sem hjálpar okkur að rata í lífinu. Þannig getur leikhúsið hjálpað ráðvilltum nútímamanninum að finna sjálfan sig. Við upplifum atburði leiksins á vitsmunalegum og tilfinningalegum forsendum og förum í gegnum þann sálarinnar hreinsunareld sem til forna var nefndur kaþarsis og grísku harmleikirnir stefndu að. Leikhúsið er því ekki síst mannræktarstöð.

Nýlegar rannsóknir sýna að hinar svokölluðu skapandi greinar, listir og menning, skila miklum fjárhagslegum hagnaði í þjóðarbúið og er það vissulega ánægjulegt. Það sem meira máli skiptir er þó að listafólk leggur til þjóðarbúsins annan og ómældan auð með frammistöðu sinni. Stærsti rekstrarhagnaður listastofnana og hinn eini sanni arður felst að sjálfsögðu í auknu manngildi okkar sjálfra, sem listarinnar fáum að njóta. Lista-og menningarstofnanir okkar eru traustasta vígið í baráttu gegn fáfræði, þröngsýni og vanafestu. Án listsköpunar færi lítið fyrir sjálfstæði okkar sem þjóðar. Notum listina í endurreisn íslensks samfélags, njótum hennar og eflum hana!

Stefán Baldursson

 

 

22. mars 2011
 

Allra síðustu sýningar á Góðverkin kalla!

eftir Ármann Guðmundsson, Sævar Sigurgeirsson og Þorgeir Tryggvason.
Leikstjórar Margrét Sverrisdóttir og Oddur Bjarni Þorkelsson

     
 

Nú er hver að verða síðastur að sjá Halaleikhópinn sýna Góðverkin kalla!

Fullt hefur verið á flestar sýningar og áhorfendur verið kátir eins og sjá má af ummælum þeirra á facebook:

,,Takk fyrir frábæra sýningu, langt síðan ég hef hlegið svona mikið!“

,,Vildi óska ég hefði verið með vatnsheldan maskara í kvöld!!!“

,,Nú mega engir móðgast, en svei mér þá ef uppfærsla Odds og Margrétar á Góðverkin kalla! hjá Halaleikhópnum er ekki sú besta á því verki sem ég hef séð. Hún er í það minnsta sú fyndnasta. Allir í Halann!“

,,Snilldartaktar hjá þessum frábæra leikhóp“

 

Allra síðasta sýning:        
           
Aukasýning föstudaginn 25. mars kl. 20.30  

Miðapantanir eru í síma 897-5007 og á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Miðasalan opnar 1 1/2 tíma fyrir hverja sýningu.
Miðaverð er 1500 kr. og 1000 kr. fyrir börn 12 ára og yngri.
Hópafsláttur fyrir 10 manns eða fleiri 1200 kr. miðinn. Greitt fyrirfram.
Ef keypt er heil sýning sem er 50 sæti þá kostar sýningin 50.000 kr.

,,Hló mig undir stólinn“

,,Hefði getað kyrkt eina leikkonuna!“

,,Sýning Halaleikhópsins var frábær eins og þeirra var von og vísa. Takk fyrir góða skemmtun.“

Gagnrýni um verkið eftir Hörð Sigurðarson birtist á leiklistarvefnum sjá HÉR

Umfjöllun Kolbrúnar Stefánsdóttur sjá HÉR

Umfjöllun Bjarna Karlssonar er HÉR

 

Sýnt er í Halanum leikhúsi Halaleikhópsins sem er í Sjálfsbjargarhúsinu Hátúni 12, 105 Reykjavík. Sjá kort hér

5. mars 2011
 

Góðverkin kalla!

eftir Ármann Guðmundsson, Sævar Sigurgeirsson og Þorgeir Tryggvason.
Leikstjórar Oddur Bjarni Þorkelsson og Margrét Sverrisdóttir

Frumsýnt 4. feb. 2011

Hér eru leikarar í ham

Leikverkið:

Góðverkin kalla! er gamanleikrit sem gerist á Gjaldeyri við Ystunöf þar sem lífið snýst um góðverk. Allir sem ekki hafa tapað glórunni, lifa fyrir starfsemi góðgerðafélaga sem eru mörg á Gjaldeyri við Ystunöf. Segja má frá því að ný hjúkrunarkona kemur til bæjarins, og er tekið opnum örmum af ýmsum íbúum sveitarfélagsins. Sjúkrahúsið á afmæli og það þarf að finna veglega gjöf handa því, a.m.k. veglegri en það sem hin félögin gefa.

 

Sýnt er í Halanum leikhúsi Halaleikhópsins sem er í Sjálfsbjargarhúsinu Hátúni 12, 105 Reykjavík. Sjá kort hér

Gagnrýni um verkið eftir Hörð Sigurðarson birtist á leiklistarvefnum sjá HÉR

Og umfjöllun Kolbrúnar Stefánsdóttur sjá HÉR