Fréttir af vef Halaleikhópsins 2011
|
|||||
29. okt. 2011 | ||
Fyrsti samlestur á Hassið hennar mömmu eftir Dario Fo |
||
Þriðjudaginn 1. nóv. nk. kl. 20.00 verður hafist handa við að leiklesa Hassið hennar mömmu eftir Dario Fo. Leikstjórar eru Margrét Sverrisdóttir og Oddur Bjarni Þorkelsson.
Hassið hennar mömmu var frumsýnt hjá Leikfélagi Reykjavíkur 1982 í Iðnó og síðan flutt í Austurbæjarbíó og sýnt þar á miðnætursýningum og gekk þar að ýmsum hugstola eins og greint var fá í Vísi 3. jan. 1983. Þetta er farsi, afi og mamma Luigi eru farin að rækta og reykja hass og hann sér að það er eitthvað undarlegt á seiði hjá þeim gömlu. Mikill eltingarleikur hefst þar sem inní blandast prestur, eiturlyfjaeftirlitið, mafían, ung stúlka ofl. ofl. |
||
Margrét Sverrisdóttir, Hanna Margrét Kristleifsdóttir og Oddur Bjarni Þorkelsson skrifa undir leikstjórasamninginn. | ||
Allir Halar eru hvattir til að koma þetta kvöld og fræðast um verkefnið og endilega takið með ykkur gesti, nýjir félagar eru alltaf velkomnir. |
|
||||||||||||||||||
|
22. sept. 2011 |
Leikstjórar ráðnir -
|
Margrét Sverrisdóttir leikstjóri, Hanna Margrét Kristleifsdóttir formaður og Oddur Bjarni Þorkelsson leikstjóri takast í hendur eftir að undirskriftum var lokið. |
Á félagsfundi 17. sept. sl. var skrifað undir leikstjórasamninga við Margréti Sverrisdóttur og Odd Bjarna Þorkelsson. Við réðum þau til að leikstýra, uppfæra og staðfæra leikritinu Hassið hennar mömmu eftir Dario Fo. Æfingar munu hefjast í nóvember og stefnt að frumsýningu kringum mánaðarmótin jan. / feb. 2012. Hassið hennar mömmu var frumsýnt hjá Leikfélagi Reykjavíkur 1982 í Iðnó og síðan flutt í Austurbæjarbíó og sýnt þar á miðnætursýningum og gekk þar að ýmsum hugstola eins og greint var fá í Vísi 3. jan. 1983. Þetta er farsi, afi og mamma Luigi eru farin að rækta og reykja hass og hann sér að það er eitthvað undarlegt á seiði hjá þeim gömlu. Mikill eltingarleikur hefst þar sem inní blandast prestur, eiturlyfjaeftirlitið, mafían, ung stúlka ofl. ofl. |
11. sept. 2011 |
Félagsfundur og partý |
Laugardaginn 17. sept. nk. verður félagsfundur í Halanum, Hátúni 12. Kl. 20.00 Dagskrá:
Að loknum félagsfundinum verður svo Halapartý með hefðbundnu sniði þe. Halar koma með snarl til að leggja í púkk. Hver kemur með drykki fyrir sig. Kaffi og te er á staðnum. Nýjir félagar eru velkomnir Vetrarstarfið framundanNú er búið að endurráða hin frábæru leikstýri Margréti og Odd Bjarna sem stýrðu okkur eftirminnilega síðasta leikár. Þau ætla að vera okkur til halds og trausts fram að 20 ára afmæli okkar þann 27. sept. 2012. Og mikil tilhlökkun til frekara samstarfs sem gekk svo vel sl. leikár. Við erum enn að velta fyrir okkur tveim leikritum en það skýrist næstu daga. Fyrirkomulag æfingatímabilsins verður svipað og síðustu ár. Einnig er stefnt á stuttverkadagskrá / kaffileikhús síðustu helgina í október. Og svo áframhaldandi fjör í vor. Þannig að nú auglýsum við eftir hugmyndum og mannskap til að takast á við fjölbreytileg verkefni á öllum sviðum leikhússins, leikara, leikmyndasmiði, höfunda, tæknimenn, ljósamenn, búningahönnuði, framkvæmdastjóra, hreingerningafólk, málara, smiði, miðasölufólk, bakara, saumakonur og menn, hönnuði, fólki til að gera leikskrár og plaköt, halda úti vefsíðunni, facebook, fjölmiðlafólk, kynningarátök, ljósmyndara og fleira og fleira. Fyrirhugað er að halda félagsfund laugardaginn 17. sept. kl. 20.00 í Halanum og partý á eftir J Frábært væri ef þið gætuð sent okkur línu áður og látið vita hverjir eru til í að taka þátt í kaffileikhúsinu og á hvaða sviði þá. Einnig ef þið erum með hugmyndir af stuttverkum. Sendið línu á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. Þá er einnig mikilvægt að leiða nýtt fólk inn og bjóða því með ykkur á fundinn allir eru velkomnir. |
DVD af eldri verkum:Hægt er að panta upptökur af verkum síðastu ára hjá gjaldkera This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og greiða inná reikning no. 0546 – 14 – 600440 og kennitalan er 421192-2279, munið að setja kennitölu ykkar og hvaða disk verið er að borga fyrir í skýringarreitinn. Diskarnir kosta: Góðverkin kalla 2000 kr. Haustleikarnir 1200 kr. Sjöundá 2000 kr. og Vorhristingur 1200 kr. Pókók, DVD og VHS verð 1500 kr. Kirsuberjagarðurinn, DVD og VHS verð 1800 kr. Batnandi maður, DVD verð 1800 kr. Kaffileikhús 2007, DVD verð 1800 kr. Gaukshreiðrið, DVD verð 1800 kr. Á fjölum félagsins, VHS verð 1200 kr. Ath. að örfá stykki eru til af sumum verkunum svo vissara er að panta eintök. Geta skal þess að diskurinn af Pókók er með galla í hljóði þe. hljóð og mynd passar ekki alveg saman. Þeir verða svo afhendir á félagsfundinum. Vakin er athygli á því að nú eins og undanfarin ár mun allur ágóði af sölu diskanna renna í Steindórssjóð sem er sjóður sem er notaður til að byggja upp ljósa og tæknideildina okkar. Ath. erum ekki með posa á fundinum, svo best er ef hægt er að millifæra áður. Útsending HalafréttaUndanfarin ár hafa verið send út fréttabréf þegar þurfa þykir ýmist í tölvupósti eða bréfpósti, stundum bæði. Það hefur verið gert til þess að við séum örugg um að allir félagar fái nýjustu upplýsingar um hvað er á döfinni hjá leikhópnum. Sem ein að fjölmörgum sparnaðarleiðum okkar viljum við bjóða ykkur að afpanta bréfpóstinn með því að senda okkur tölvupóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. Þeir sem það gera fá framvegis einungis send fréttabréf í tölvupósti. Félagatalið:Já til að pósturinn berist örugglega til ykkar þurfum við að fá allar upplýsingar um breytingar jafnóðum. Því viljum við biðja ykkur um að láta okkur vita ef netfang, heimilisfang eða símanúmer ykkar breytist. Sendið þær upplýsingar á ritarann okkar This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. INNHEIMTA FÉLAGSGJALDA:Ha eru ekki allir búnir að borga? Smá skilaboð frá Jóakim Önd: Æi greyin mín borgið nú félagsgjöldin fyrir áramót
|
28. maí. 2011 |
Aðalfundur 2011 ný stjórn |
Aðalfundur Halaleikhópsins var haldinn 28. maí í Rauða salnum Hátúni 12. Fundirinn var ágætlega sóttur, á dagskrá voru hefðbundin aðalfundarstörf sem öll gengu vel fyrir sig. Örn Sigurðson stýrði fundinum og Úlfhildur Þórarinsdóttir var ritari. Félagsmenn eru nú 85 þar af gengu 12 nýjir félagar í leikhópinn á starfsárinu. Kosið var í nokkur embætti í stjórn og skoðunarmenn reikninga. Stjórn skipa nú: í varastjórn eru: Fjárhagsstaða félagsins er nokkuð góð þrátt fyrir samdrátt í þjóðfélaginu. Ákveðið var að hafa árgjaldið óbreytt 2000 kr. Þá var rætt um verkefnin framundan en leikhópurinn á 20 ára afmæli á næsta ári. Búið er að ráða þau Margréti Sverrisdóttur og Odd Bjarna Þorkelsson til að leikstýra okkur næsta ár og hjálpa okkur við afmælisárið. Verið er að leita að leikritum. Ákveðið var að hafa Haladag í Krika í sumar. Flutt var skýrsla vegna aðalfundar BÍL að því loknu var fundi slitið og strákarnir í stjórn buðu fundargestum uppá rjúkandi heitar vöfflur með kaffinu. |
|
|||||
4. maí. 2011 |
Allir saman nú Kaffileikhús í maí. |
Upp er komin sú hugmynd að vera með Kaffileikhús eða skemmtikvöld seinni hlutann í maí ef nægur mannskapur fæst. Þar sem hægt væri að sýna í Halanum nokkur tónlistaratriði og Gunsó er með nokkur handrit en vantar fólk, bæði leikara, ljósamann, propsara, hvíslar, búningaumsjón, kaffiumsjón, miðasala, framkvæmdastjóra og fl. o.fl. Allt veltur þetta á þátttöku félagsmanna. Kjörið tækifæri til að spreyta sig á nýjum póstum leikhússins. Það væri gott fyrir buddu Halaleikhópsins ef vel tækist til ;-) Því verður vorhittingur í Halanum laugardaginn 7. maí kl. 14:00.Vonust til að hitta sem flesta. Sumarkveðja Stjórnin |
|
||||||||||||||||||||||||
22. mars 2011 | ||||||||||||||||||||
Allra síðustu sýningar á Góðverkin kalla!eftir Ármann Guðmundsson, Sævar Sigurgeirsson og Þorgeir Tryggvason. |
||||||||||||||||||||
Nú er hver að verða síðastur að sjá Halaleikhópinn sýna Góðverkin kalla! Fullt hefur verið á flestar sýningar og áhorfendur verið kátir eins og sjá má af ummælum þeirra á facebook: ,,Takk fyrir frábæra sýningu, langt síðan ég hef hlegið svona mikið!“ ,,Vildi óska ég hefði verið með vatnsheldan maskara í kvöld!!!“ ,,Nú mega engir móðgast, en svei mér þá ef uppfærsla Odds og Margrétar á Góðverkin kalla! hjá Halaleikhópnum er ekki sú besta á því verki sem ég hef séð. Hún er í það minnsta sú fyndnasta. Allir í Halann!“ ,,Snilldartaktar hjá þessum frábæra leikhóp“ |
||||||||||||||||||||
|
||||||||||||||||||||
Miðapantanir eru í síma 897-5007 og á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. ,,Hló mig undir stólinn“ ,,Hefði getað kyrkt eina leikkonuna!“ ,,Sýning Halaleikhópsins var frábær eins og þeirra var von og vísa. Takk fyrir góða skemmtun.“ Gagnrýni um verkið eftir Hörð Sigurðarson birtist á leiklistarvefnum sjá HÉR Umfjöllun Kolbrúnar Stefánsdóttur sjá HÉR Umfjöllun Bjarna Karlssonar er HÉR |
||||||||||||||||||||
Sýnt er í Halanum leikhúsi Halaleikhópsins sem er í Sjálfsbjargarhúsinu Hátúni 12, 105 Reykjavík. Sjá kort hér |
5. mars 2011 |
Góðverkin kalla!eftir Ármann Guðmundsson, Sævar Sigurgeirsson og Þorgeir Tryggvason. Frumsýnt 4. feb. 2011 |
Leikverkið: Góðverkin kalla! er gamanleikrit sem gerist á Gjaldeyri við Ystunöf þar sem lífið snýst um góðverk. Allir sem ekki hafa tapað glórunni, lifa fyrir starfsemi góðgerðafélaga sem eru mörg á Gjaldeyri við Ystunöf. Segja má frá því að ný hjúkrunarkona kemur til bæjarins, og er tekið opnum örmum af ýmsum íbúum sveitarfélagsins. Sjúkrahúsið á afmæli og það þarf að finna veglega gjöf handa því, a.m.k. veglegri en það sem hin félögin gefa. |
Sýnt er í Halanum leikhúsi Halaleikhópsins sem er í Sjálfsbjargarhúsinu Hátúni 12, 105 Reykjavík. Sjá kort hér Gagnrýni um verkið eftir Hörð Sigurðarson birtist á leiklistarvefnum sjá HÉR Og umfjöllun Kolbrúnar Stefánsdóttur sjá HÉR |