Aðalfundur Halaleikhópsins var haldinn 15. maí sl. Á fundinum voru auk hefðbundinna aðalfundarstarfa kosið í stjórn. Nýjir stjórnarmeðlimir eru varaformaður Hanna Margrét Kristleifsdóttir, gjaldkeri Grétar Pétur Geirsson og meðstjórnandi Sigurður Örn Pétursson.
Í varastjórn voru kosin Kristinn Sveinn Axelsson og Herdís Ragna Þorgeirsdóttir.
Fyrir voru i stjórn Unnar Helgi Halldórsson formaður, Ása Hildur Guðjónsdóttir ritari og Leifur Leifsson í varastjórn.
Á fundinum var auk þess skrifað undir samning við Þröst Guðbjartsson leikstjóra um að leikstýra okkur og halda námskeið næsta vetur. Nánar verður sagt frá því síðar.