Fréttir 2013

Fréttir á vef Halaleikhópsins 2013

 

20. des. 2013

Hátíðarkveðjur

Gleðileg jól
17. okt. 2013

Fréttir í október 2013

Samlestur 21. okt. 2013 Samlestur 21. okt. 2013

Ágætu félagar.

Nú er vetrarstarfið að fara í gang og eru félagsmenn hvattir til að láta sjá sig ef þeir mögulega geta.

Af óviðráðanlegum ástæðum gat Oddur Bjarni Þorkelsson ekki lokið við handritið að leikriti sem hann er að skrifa fyrir Halaleikhópinn um þessar mundir.

Því tók stjórnin þá ákvörðun að til sýningar verði tekið erlent leikverk eftir Tom Griffin og heitir á frummálinu "The boys next door" en hefur fengið heitið Sambýlingar á Íslensku. Leikritið fjallar um 4 menn sem búa saman í íbúð, á sambýli og við fáum að fylgjast með þeirra daglega lífi, sigrum og sorgum. Þeir eru misjafnlega staddir í andlegum þroska og um þá annast umsjónarmaðurinn Jack. Hann kemur annað slagið, leiðbeinir þeim og hjálpar. Annars reyna þeir að sjá um sig sjálfir. Ástamál, nágrannar, músaeltingaleikur og hið opinbera blandast allt saman inn í þetta.

Kynning á leikritinu og samlestur hefst mánudaginn 21. október kl. 20.00 og þriðjudaginn 22. október kl. 19.00.

Vonandi sjá sem flestir sér fært að mæta. Þetta frábæra verk mun gleðja alla sem sjá og heyra.

Að lokum vill stjórnin minna félaga á að greiða félagsgjaldið sem er kr. 2.200.- og best að greiða inn á reikning 0516-26-009976 kt. 421192-2279.

9. sept.í 2013

Halafréttir í september 2013

Félagsgjald

Gjaldkerinn hún Sóley vill minna félagsmenn á að greiða félagsgjöldin, sem er fyrir árið 2.000,- kr. Best er að greiða fyrir 20. september. kr. Eftir það verða gjöldin send í bankainnheimtu og hækka þá um 200,- . Greiða inn á reikning 0516-26-009976 kt. 421192-2279.

Leikritaskrif

Kæru félagar. Nú fer að líða að hausti og vonandi eru allir hressir og kátir eftir yndislegt en vætusamt sumar á suðvestur horninu. Allir fullir orku til að takast á við spennandi og skemmtilegt starf í Halaleikhópnum í haust og vetur.

Hafið þið sest niður og skrifað alskonar sögur og sent Oddi Bjarna? Ef ekki hvernig væri að gera það nú þegar. Eins og fram kom í síðustu fréttum var honum falið að skrifa leikrit fyrir Halaleikhópinn sem verður sýnt næsta vetur.

Til upprifjunar fyrir ykkur endurtökum við orðsendingu Odds Bjarna til ykkar allra.

„Mig langar til að biðja ykkur um að skrifa niður alls konar sögur. Helst sem þið hafið upplifað sjálf, eða hafið heyrt. Þær þurfa ekki að vera fyndnar, þær mega það alveg. Þær mega líka vera dramatískar, hversdagslegar. Hinsvegar snýst þetta um að ég fái alls konar reynslusögur ykkar. Við að versla, fara á skemmtistað, upplifun af skóla, upplifun af tilhugalífi osfrv. Og já. Þetta er til ykkar allra, hvort sem þið lifið við fötlun eða ekki.
Vandræðalegar, hjartnæmar, skondnar, erfiðar, sorglegar uppákomur.
Ef þið hafið séð myndina „Intouchables“ – þá megiði hafa hana í huga. Ekki setjast niður og reyna að fá bestu hugmynd í heimi. Eða skrifa bestu sögu í heimi. En setjist niður og skrifið mér. Meilið er This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Takk og við eigum svo eftir að hittast seinna – þið eruð soddan snillingar.“

Félagar látum til okkar taka.

Með kveðju.

Stjórn Halaleikhópsins.

31. júlí 2013

„Á góðum degi“ á Hlemmi á Menningarnótt

HALALEIKHÓPURINN sýnir í samvinnu við PEÐIÐ leikverkið "Á GÓÐUM DEGI" á Hlemmi á Menningarnótt 24. ágúst 2013. Verkið tekur u.þ.b. 30 mínutur í flutningi og verða sýndar þrjár sýningar kl. 13.00, 15.00 og 17.00. Höfundur er Jón Benjamín Einarsson. Leikstjóri er GUNSÓ. Leikarar eru Gísli Olason Kærnested og Hermann Jónsson.

Um verkið ;

Eru alltaf gleðifundir þegar tveir fyrrverandi skólafélagar hittast eftir 20 ár ?
Við sjáum hvað skeður þegar eigandi nærfataverslunar á Laugaveginum fær óvænta heimsókn í búðina, af illa þokkuðum skólabróður.

17. júlí 2013

Leikritaskrif

Þröstur Jónsson formaður og Oddur Bjarni Þorkelsson við undirritun samningsins

Þröstur Jónsson formaður og Oddur Bjarni Þorkelsson við undirritun samningsins

Kæru félagar. Á félagsfundi sl. vetur var tillaga borin upp um að Halaleikhópurinn léti skrifa fyrir sig leikverk sem frumflutt verði á næsta leikári. Hugmyndin er sú að verkið verði skrifað í anda frönsku kvikmyndarinnar Intouchables sem sló rækilega í gegn hér á landi. Það skal þó tekið fram að ekki á að vera um eftirlíkingu að ræða, heldur að draga fram ýmis sjónarmið og reynslu fatlaðra og ófatlaðra af lífi sínu og bjástri um dagana. Af þessu tilefni hefur Oddur Bjarni Þorkelsson verið ráðinn til að skrifa verkið.

Ekkert verður þó af þessu nema að allir leggist á eitt og sendi Oddi Bjarna sögur, stuttar, langar skemmtilegar, leiðinlegar eða bara hvað sem er.

Hér fyrir neðan er orðsending til ykkar allra:

Mig langar til að biðja ykkur um að skrifa niður alls konar sögur. Helst sem þið hafið upplifað sjálf, eða hafið heyrt. Þær þurfa ekki að vera fyndnar, þær mega það alveg. Þær mega líka vera dramatískar, hversdagslegar. Hinsvegar snýst þetta um að ég fái alls konar reynslusögur ykkar. Við að versla, fara á skemmtistað, upplifun af skóla, upplifun af tilhugalífi osfrv. Og já. Þetta er til ykkar allra, hvort sem þið lifið við fötlun eða ekki.
Vandræðalegar, hjartnæmar, skondnar, erfiðar, sorglegar uppákomur.
Ef þið hafið séð myndina „Intouchables“ – þá megiði hafa hana í huga. Ekki setjast niður og reyna að fá bestu hugmynd í heimi. Eða skrifa bestu sögu í heimi. En setjist niður og skrifið mér. Meilið er This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Takk og við eigum svo eftir að hittast seinna – þið eruð soddan snillingar.

Góðar kveðjur
Oddur Bjarni.

10. júlí 2013

Halafréttir júlí 2013

Haladagur í Krika

Laugardaginn 13. júlí nk. Verður haldinn Haladagur í Krika við Elliðavatn. Undanfarin ár höfum við hist reglulega í sumarhúsi Sjálfsbjargar og skemmt okkur við leiklestur, grill, söng og ýmislegt fleira og höldum þeim góða sið áfram.

Félagar látum til okkar taka og mætum!

Með kveðju Stjórn Halaleikhópsins.

Leikritaskrif

Kæru félagar. Á félagsfundi sl. vetur var tillaga borin upp um að Halaleikhópurinn léti skrifa fyrir sig leikverk sem frumflutt verði á næsta leikári. Hugmyndin er sú að verkið verði skrifað í anda frönsku kvikmyndarinnar Intouchables sem sló rækilega í gegn hér á landi. Það skal þó tekið fram að ekki á að vera um eftirlíkingu að ræða, heldur að draga fram ýmis sjónarmið og reynslu fatlaðra og ófatlaðra af lífi sínu og bjástri um dagana. Af þessu tilefni hefur Oddur Bjarni Þorkelsson verið ráðinn til að skrifa verkið. Ekkert verður þó af þessu nema að allir leggist á eitt og sendi Oddi Bjarna sögur, stuttar, langar skemmtilegar, leiðinlegar eða bara hvað sem er. Hér fyrir neðan er orðsending til ykkar allra:

Mig langar til að biðja ykkur um að skrifa niður alls konar sögur. Helst sem þið hafið upplifað sjálf, eða hafið heyrt. Þær þurfa ekki að vera fyndnar, þær mega það alveg. Þær mega líka vera dramatískar, hversdagslegar. Hinsvegar snýst þetta um að ég fái alls konar reynslusögur ykkar. Við að versla, fara á skemmtistað, upplifun af skóla, upplifun af tilhugalífi osfrv. Og já. Þetta er til ykkar allra, hvort sem þið lifið við fötlun eða ekki.
Vandræðalegar, hjartnæmar, skondnar, erfiðar, sorglegar uppákomur.
Ef þið hafið séð myndina „Intouchables“ – þá megiði hafa hana í huga. Ekki setjast niður og reyna að fá bestu hugmynd í heimi. Eða skrifa bestu sögu í heimi. En setjist niður og skrifið mér. Meilið er This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Takk og við eigum svo eftir að hittast seinna – þið eruð soddan snillingar.

Góðar kveðjur
Oddur Bjarni.

13. júní 2013

Tiltektardagur

laugardaginn 15. júní kl. 14.00

Eftir annasaman vetur er komið að því að hafa tiltektardag í Halanum, Hátáuni 12. Næstkomandi laugardagur sá 15. júní hefur verið ákveðinn til þess að nostra svolítið í húsnæðinu okkar og gera fínt.

Mæting kl. 14.00

Okkur sárvantar vinnufúsar hendur. Allir sem vettlingi geta valdið komi.

Hlökkum til að sjá ykkur.

Stjórnin

10. júní 2013

Ný stjórn Halaleikhópsins

Formaður Þröstur Jónsson
varaformaður Stefanía Björk Björnsdóttir
gjaldkeri Sóley Axelsdóttir
ritari Guðríður Ólafsdóttir
og meðstjórnandi Kolbrún Stefánsdóttir.

Varamenn:
1. Einar Andresson
2. Hanna Margrét Kristleifsdóttir
3. Fredrike Andrea Hesselmann
10. maí 2013

AÐALFUNDUR Halaleikhópsins 2013

Verður haldinn þriðjudaginn 28. maí kl. 20.00 í Halanum, Hátúni 12

Dagskrá aðalfundar skv. lögum félagsins:

1. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
2. Inntaka nýrra félaga.
3. Skýrsla stjórnar.
4. Afgreiddir endurskoðaðir reikningar félagsins.
5. Afgreiðsla tillagna sem borist hafa fundinum, svo sem lagabreytingar.
6. Starfsemi næsta leikárs.
7. Kosning stjórnar, varastjórnar, tveir skoðunarmenn reikninga.
8. Önnur mál

Ath. aðeins skuldlausir félagar hafa atkvæðisrétt á aðalfundi.

Stjórnarkjör 2013

Núverandi stjórn :
Formaður: Þröstur Jónsson kosinn til tveggja ára 2012.
Varaformaður: Arndís Hrund Guðmarsdóttir kosin til eins árs 2012 Þarf að kjósa
Gjaldkeri: Kristín M. Bjarnadóttir kosin til tveggja ára 2011 Þarf að kjósa
Ritari:
Guðríður Ólafsdóttir kosin til tveggja ára 2012

Meðstjórnandi: Stefanía Björk Björnsdóttir kosin til tveggja ára 2012

Varamaður 1: Gunnar Freyr Árnason kosinn til tveggja ára 2011 Þarf að kjósa
Varamaður 2: Einar Andrésson kosinn til tveggja ára 2011 Þarf að kjósa
Varamaður 3: Sóley Björk Axelsdóttir Kosin til tveggja ára 2012

Skoðunarmenn reikninga:
Grétar Pétur Geirsson kosinn til tveggja ára 2011 Þarf að kjósa
Ásta Dís Guðjónsdóttir kosin til tveggja ára 2012

Því er auglýst eftir framboðum í eftirfarandi embætti:
Varaformann
til tveggja ára Skoðunarmann til tveggja ára
Gjaldkera til tveggja ára
Tvo varamenn til tveggja ára

Skv. lögum félagsins geta allir fullgildir félagsmenn gefið kost á sér í þessi embætti á fundinum. Nú er kjörið tækifæri fyrir nýtt fólk að gefa kost á sér í stjórn. Ekki er verra að stjórn viti af fyrirhuguðum framboðum ef þú hefur áhuga að starfa með þessu frábæra fólki sendu okkur þá póst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.. Einnig er hægt að tala við einhvern stjórnarmann og lýsa yfir áhuga á að starfa með okkur. Lög félagsins má finna á vefnum okkar www.halaleikhopurinn.is/log.htm

Tillaga að lagabreytingu

Stjórn leggur fram eftirfarandi tillögu að breytingu á 4. grein laganna að á eftir 3. málslið 4. greinar bætist við eftirfarandi málsgrein: Félagsmaður getur sótt um niðurfellingu á ógreiddum félagsgjöldum venga óviðráðanlegra aðstæðna. Hefur stjórn heimild til að fella niður eða veita afslátt af félagsgjöldum og þarf einróma samþykki stjórnar til að af verði.

Gjaldkerinn (Aura –Skottið) vill minna félagsmenn sem ekki eru búnir að borga félagsgjöldin að drífa í því að borga fyrir aðalfund. Félagar – fjölmennið.

Með kveðju.

Stjórn Halaleikhópsins.

13. maí 2013

Halaleikhópurinn í Eurovision stuði

Halaleikhópurinn ætlar að fylgjast með Evróvísíón á stóru tjaldi og í hörku græjum í Halanum alveg frá byrjun til enda. ÖLL þrjúkvöldin.

Undankeppnin hefst á þriðjudaginn kl. 19.00 með fyrri forkeppninni. Seinni forkeppnin verður svo á sama tíma á fimmtudagskvöldið, þar sem Eyþór Ingi syngur framlag Íslands "Ég á líf".


Á meðan á útsendingu stendur þá erum við jafnvel að hugsa um að hafa ýmsa skipulagða og aðra óvænta Eurovision leiki. Fer eftir stemmningunni.

T.d. að hafa áheitabanka, sem er alls ekki veðbanki, því veðmál eru bönnuð á íslandi. Þá þarf bara að hafa einn til tvo hundraðkalla með sér ef fólk vill taka þátt.

Höfum þetta svo bara einfalt. Hver og einn kemur með sína eigin drykki. Gjafmildir mega svo koma með eitthvað snakk, sem við skellum á eitt hlaðborð fyrir alla.

16. mars 2013

Rympa of félagar þakka komuna

.

4. feb . 2013

Rympa á Ruslahaugnum

eftir Herdísi Egilsdóttur í leikstjórn Herdísar Rögnu Þorgeirsdóttur
frumsýnt 10. feb.

Leikritið segir frá Rympu, skrýtinni kerlingu sem býr á ruslahaugnum. Rympa hefur verið utangarðs frá barnæsku og þekkir hvorki venjulegt heimilislíf né umgengnisvenjur. Á haugana koma síðan tvö börn sem strjúka úr skólanum ásamt ömmu sem strýkur af elliheimili af því enginn má vera að því að tala við þau og sinna þeim.

Fjölskyldusýning með tónlist og þulum. Nánari upplýsingar hér

Miðaverð er 1500 kr. Miðasala er á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og í síma 897-5007

Gangrýni Lárusar Vilhjálmsonar á Leiklistarvefnum má finna hér

Hér er smá videó úr sýningunni á Youtube


Fréttatilkynning 2. feb. 2013

Halaleikhópurinn setur á svið fjölskylduleikritið Rympa á ruslahaugnum eftir Herdísi Egilsdóttur,í leikstjórn Herdísar Rögnu Þorgeirsdóttur. Frumsýnt verður sunnudaginn 10. febrúar, í Halanum, Hátúni 12.

Þetta er áhugaverð sýning með tónlist og söngvum, fyrir börn á öllum aldri. Leikritið fjallar um Rympu sem býr á ruslahaugnum. Hún er frekar ófyrirleitin og hagar lífi sínu ekki alltaf eftir lögum og reglu og er svolítið einmana með tuskukarlinum sínum honum Volta. Það er því mjög kærkomið þegar hún fær heimsókn tveggja afskiptra barna sem hún tekur í sína umsjá og kennir þeim ljóta siði.

Ýmis fyrirbæri koma einnig við sögu; möppudýr sem vill helst geyma börn og gamalmenni í hólfum og gömul amma sem er yfirgefin og gleymd á elliheimili, ásamt haug, álfi og rottu.

Höfundur verksins er Herdís Egilsdóttir kennari, sem kenndi lengst af við skóla Ísaks Jónssonar. Herdís hefur gefið út heilmikið af bókum, sjónvarpsefni og leikritum fyrir börn. Hún hefur hlotið ótal viðurkenningar og verðlaun fyrir starf sitt og rithöfundarferil.

Leikgerð og leikstjórn er í höndum Herdísar Rögnu Þorgeirsdóttur sem hefur verið viðloðandi leikhús í rúmlega 40 ár. Hún hefur leikið í fjölda leikrita og sótt fjölmörg námskeið t.d í leikstjórn, framsögn, ljóðalestri, trúðaleik og svo almenn leiklistarnámskeið.

Halaleikhópurinn var stofnaður árið 1992, Hann hefur frá upphafi haft það markmið að „iðka leiklist fyrir alla“. Hópurinn hefur sett upp eina stóra sýningu árlega, stundum fleiri, og er handbragð hópsins metnaðarfullt. Meðal sýninga sem hópurinn hefur staðið að eru: Kirsuberjagarðurinn eftir Anton P. Tsjekhov árið 2005 og Gaukshreiðrið eftir Dale Wassermann í leikstjórn Guðjóns Sigvaldarsonar. Þar hlaut hópurinn mikið lof enda var sýningin kosin athyglisverðasta áhugaleiksýningin leikárið 2007-2008 á vegum Þjóðleikhússins. Fékk hópurinn að stíga á stóra svið leikhússins að launum með verk sitt fyrir fullu húsi. Einnig hefur leikhópurinn látið semja fyrir sig ný íslensk verk nokkrum sinnum.

Allar nánari upplýsingar er að finna á vef félagsins www.halaleikhopurinn.is.

Sýnt verður í Halanum, Hátúni 12. Hægt verður að nálgast miða á Rympu á ruslahaugnum í síma 897-5007 og á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..