Alvörulaus ærslaleikur með undirliggjandi náttúruvá og tengingu við handanheima lítur dagsins ljós á fjölum Halaleikhópsins föstudaginn 10. febrúar. Leikurinn flytur okkur beint inn í mikilvægustu atvinnugrein landsins um þessar mundir. Við erum stödd á bóndabæ langt frá höfuðborginni þar sem boðið er uppá bændagistingu. Allt á bænum er lífrænt vottað. Þar hefur heimasætan fengið snjalla viðskiptahugmynd til að reyna að glæða ferðamannastrauminn með auglýsingu í Bændablaðinu. Gestirnir fá góðan afslátt af gistingu og mat, ef þeir í staðinn veita einhverja þjónustu á meðan þeir dvelja. Um sama leyti fer að gjósa í nágrenninu auk þess sem þrjár kýr bera á sama sólarhringnum og nú streyma gestir í bæinn sem aldrei fyrr. Heimasætan Fjóla á fullt í fangi með að höndla atburðarásina og einn misskilningur rekur annan í sambandi við dvöl gestanna á bænum. Almannavarnir og náttúruvársérfræðingar ráða ekki við eitt né neitt.

Nánar ...

Halaleikhópurinn er kominn á fullt á nýju ári við æfingar á Obbosí, eldgos! sem Sigrún Valbergsdóttir skrifaði og leikstýrir. Obbosí, eldgos! er bráðskemmtilegur farsi sem gerist á heimili ferðaþjónustubónda. Ýmsar skemmtilegar persónur koma við sögu og eins og í öllum góðum försum er alls kyns misskilningur í gangi sem leiðir leikritið í allar áttir.

Nánar ...

Halaleikhópurinn hefur ráðið Sigrúnu Valbergsdóttir til að endurskrifa leikrit sitt og leikstýra okkur í vetur. Verkið sem hefur fengið nafnið Obbosí, eldgos! Er bráðskemmtilegur farsi sem gerist á heimili ferðaþjónustubónda. Ýmsar skemmtilegar persónur koma við sögu og eins og í öllum góðum försum er alls kyns misskilningur í gangi sem leiðir leikritið í allar áttir.

Nánar ...

Fyrirhugað er að setja upp farsann Obbosí Eldgos eftir Sigrúnu Valbergsdóttur í vetur. Hún mun leikstýra okkur. Þetta er ærslafullur gamanleikur sem gerist í sveit hjá ferðaþjónustubónda, ýmsir skrítnir karakterar koma við sögu. Mikið glens og gaman.

Nánar ...

Kæru félagar og velunnarar.

19.maí var aðalfundur Halaleikhópsins haldinn og gekk svona ljómandi vel. Ársreikningarnir komu vel út félagið var með um 800 þús. í hagnað þetta árið.  Stjórn er óbreytt 4 árið í röð. Lagabreytingatillögur sem fyrir lágu voru allar samþykktar sem og að hafa árgjaldið óbreytt 3000 kr. Búið er að ráða Sigrúnu Valbergsdóttur til að leikstýra okkur þetta leikár. Við ætlum að taka fyrir leikrit eftir hana Ábrystir með kanel sem við leiklásum 3. maí við gífurleg hlátrasköll og gleði. Sigrún ætlar að endurskrifa það að hluta með það í huga að lengja það aðeins.

Nánar ...

Aðalfundur Halaleikhópsins sem átti að vera í kvöld 3 maí verður frestað vegna sóttvarnareglna. Þá mega aðeins 20 manns vera á fundinum. Við auglýsum nýjan tíma þegar reglur rýmkast.

Nánar ...

Fleiri fréttir ...