Aðalfundur Halaleikhópsins sem átti að vera í kvöld 3 maí verður frestað vegna sóttvarnareglna. Þá mega aðeins 20 manns vera á fundinum. Við auglýsum nýjan tíma þegar reglur rýmkast.

Nánar ...

Í ljós aðstæðna þá hefur stjórn Halaleikhópsins ákveðið á Zoom fundi, að fresta aðalfundi sem samkv. lögum á að fara fram í maí ár hvert.

Dagsetning verður auglýst síðar en líklega verður það fyrripart september.

Guðmundur Lúðvík Þorvaldsson leikstjóri og Hanna Margrét Kristleifsdóttir formaður skrifa undir starfssamning í Halanum. Guðmundur ætlar að leikstýra Halaleikhópnum í vetur.

Fyrir valinu varð leikritið Makalaus sambúð. Almenn gleði er hjá leikhópnum með leikstjóra og leikrit.

Nánar ...

Eins og komið hefur fram þá réðum við í vor Gunnar Björn Guðmundsson til að leikstýra okkur í vetur. Undanfarna daga höfum við í stjórn ásamt Gunnari Birni lesið yfir fjöldann allan af leikritum með það í huga að setja upp í vetur. Núna er Barið í brestina gamanleikrit með söngvum eftir Guðmund Ólafsson efst á listanum. Því ætlum við að efna til samlesturs á mánudaginn 11. nóv. kl. 18.30. Í Halanum.

Nánar ...