Fyrirhugað er að setja upp farsann Obbosí Eldgos eftir Sigrúnu Valbergsdóttur í vetur. Hún mun leikstýra okkur. Þetta er ærslafullur gamanleikur sem gerist í sveit hjá ferðaþjónustubónda, ýmsir skrítnir karakterar koma við sögu. Mikið glens og gaman.
Nú hvetjum við alla sem áhuga og getu hafa að vera með bæði til að leika og í störfin bak við tjöldin. Einnig ef þið vitið af einhverjum áhugasömum endilega leiðið þá inní hópinn.
Við erum þegar komin með dagana sem æfingar verða. Fyrsti samlestur verður fimmtudaginn 14 okt. kl. 17.00. Síðan verður æft á mánud, fimmtudögum og laugardögum út nóv. og nýtt plan í janúar.