Aðalfundur Halaleikhópsins 2020 verður haldinn 16. september

Aðalfundur Halaleikhópsins 2020 verður haldinn 16. september í Halanum kl. 19.30

Dagskrá aðalfundar:

1.              Kosning fundarstjóra og fundarritara.  
2.              Inntaka nýrra félaga.
3.              Skýrsla stjórnar.
4.              Afgreiddir endurskoðaðir reikningar félagsins.
5.              Afgreiðsla tillagna sem borist hafa fundinum, svo sem lagabreytingar.
6.              Starfsemi næsta leikárs.
7.              Kosning í stjórn og varastjórn.
8.              Önnur mál

Sigrún Valbergsdóttir leikstjóri mun koma og kynna verkefni leikársins.

Kjósa þarf formann, ritara, og tvo menn í  varastjórn.
Einnig tvo skoðunarmenn reikninga.

Við vekjum athygli á því að einungis skuldlausir félagar geta kosið.

Nýjir félagar velkomnir.


Núverandi stjórn skipa:

Formaður                 Hanna Margrét Kristleifsdóttir kosin til 2020
Varaformaður          Stefanía Björk Björnsdóttir kosin til 2021
Gjaldkeri                   Herdís Ragna Þorgeirsdóttir kosin til 2021
Ritari                          Ása Hildur Guðjónsdóttir kosin til 2020
Meðstjórnandi         Kristinn Sveinn Axelsson kosinn til 2021

Varamenn kosnir til 2020 eru Þröstur Jónsson og Þröstur Steinþórsson
Varamaður kosin til 2021 er Guðríður Ólafs Ólafíudóttir

Kveðja Stjórnin