Líf og fjör er núna hjá Halaleikhópnum sem æfir leikritið „Ástandið - sögur kvenna frá hernámsárunum“ eftir Sigrúnu Valbergsdóttur og Brynhildi Olgeirsdóttur. Leikstjóri er Sigrún Valbergsdóttir.
Fréttir

Halafréttir september 2018
Félagsfundur verður haldinn laugardaginn 29. sept. kl. 15.00 í Halanum Hátúni 12.
Nýráðinn leikstjóri Sigrún Valbergsdóttir kemur og kynnir sig og verkefni næsta vetrar. Og segir okkur hvernig hún mun haga starfinu í vetur. Því er mikilvægt að allir sem langa til að vera með komi og hlusti og ræði svo við leikstjórann.

Sigrún Valbergsdóttir ráðin sem leikstjóri
Halaleikhópurinn hefur ráðið Sigrúnu Valbergsdóttur til að leikstýra hópnum í vetur. Nánar verður kynnt hvað verður tekið fyrir og hvernig starfinu verður háttað þegar nær líður.

Framhaldsaðalfundur Halaleikhópsins 21. júní 2018
Framhaldsaðalfundur Halaleikhópsins 2018 verður haldinn fimmtudaginn 21. júní kl. 20.00 í húsnæði Halaleikhópsins.
Dagskrá framhaldsaðalfundar skv. lögum félagsins:

Ný stjórn Halaleikhópsins
Á aðalfundi Halaleikhópsins 7. maí 2018 var kosin ný stjórn:
Formaður Hanna Margrét Kristleifsdóttir
Varaformaður Stefanía Björk Björnsdóttir
Gjaldkeri Herdís Ragna Þorgeirsdóttir
Ritari Ása Hildur Guðjónsdóttir
Meðstjórnandi Kristinn Sveinn Axelsson

Aðalfundur Halaleikhópsins 2018
Aðalfundur Halaleikhópsins 2018
Verður haldinn í Halanum mánudaginn 7. maí kl. 20.00

Bíókvöld miðvikudaginn 9. maí
Bíókvöld verður miðvikudaginn 9. maí kl. 20.00.
Sýnd verður upptaka af Sjöundá - Svartfugl eftir Gunnar Gunnarsson í leikstjórn Ágústu Skúladóttur. Halaleikhópurinn frumsýndi Sjöundá 5. feb. 2010.
Maður í mislitum sokkum frumsýnt 2. febrúar nk.
Halaleikhópurinn réð í sumar Þröst Guðbjartsson til að leikstýra Maður í mislitum sokkum eftir Arnmund S. Backman. Æfingar hafa gengið ljómandi vel og áætlað er að frumsýna 2. febrúar nk.

Halaleikhópurinn sendir ykkur hugheilar óskir um gleðilega hátíð og farsæld á nýju ári.
Halaleikhópurinn sendir ykkur hugheilar óskir um gleðilega hátíð og farsæld á nýju ári.
Við þökkum samstarfið og hlýjuna á liðnu ári. Hlökkum til að sjá ykkur á nýju ári í Halanum.

Ný stjórn og nýr leikstjóri ráðinn
Aðalfundur Halaleikhópsins var haldinn 15. maí sl. Á fundinum voru auk hefðbundinna aðalfundarstarfa kosið í stjórn. Nýjir stjórnarmeðlimir eru varaformaður Hanna Margrét Kristleifsdóttir, gjaldkeri Grétar Pétur Geirsson og meðstjórnandi Sigurður Örn Pétursson.