Bíókvöld verður miðvikudaginn 9. maí kl. 20.00.

Sýnd verður upptaka af Sjöundá - Svartfugl eftir Gunnar Gunnarsson í leikstjórn Ágústu Skúladóttur. Halaleikhópurinn frumsýndi Sjöundá 5. feb. 2010.

Nánar ...

Aðalfundur Halaleikhópsins var haldinn 15. maí sl. Á fundinum voru auk hefðbundinna aðalfundarstarfa kosið í stjórn. Nýjir stjórnarmeðlimir eru varaformaður Hanna Margrét Kristleifsdóttir, gjaldkeri Grétar Pétur Geirsson og meðstjórnandi Sigurður Örn Pétursson.

Nánar ...

Hala-Fréttir maí 2017

Aðalfundur Halaleikhópsins verður haldinn mánudaginn 15. maí kl. 20.00 í Halanum Hátúni 12.

Einnig kemur tilvonandi leikstjóri og kynnir aðalverkefni leikársins og skrifar undir ráðningarsamning.

Nánar ...

Jæja, hérna erum við þá enn einu sinni saman komin að vori fimmtíu og fimm árum frá því við héldum fyrst upp á Alþjóðlega leiklistardaginn. Bara einn dagur, 24 klukkustundir tileinkaðar leikhúsinu um allan heim: Nō-leikhúsinu og Bunraku, Pekingóperunni og Kathakali. Við flögrum á milli Grikklands og Norðurlanda, í faðmi Æskílosar eða Ibsen, Sófóklesar eða Strindbergs. Á milli Bretlands og Ítalíu, Söruh Kane og Pirandello. Og meira að segja í Frakklandi, þar sem við erum þessa stundina í París, heimsborginni sem laðar til sín leikhópa ýmissa landa til að heiðra leiklistina. Innan þessara 24 klukkustunda förum við frá Frakklandi til Rússlands, frá Racine og Moliere til Tsjékhovs. Við getum jafnvel þverað Atlantshafið alla leið til Kaliforníu til að lokka unga nemendur til að skapa sér nafn í leikhúsinu.

Nánar ...