Fréttir af vef Halaleikhópsins 2007
Gleðileg jól og farsælt komandi ár. Þökkum samstarfið á árinu. |
||
27. nóv. 2007 | ||
Fréttatilkynning frá Halaleikhópnum |
||
Mynd frá æfingu 21. nóv. sl. Ljósmyndari Árni Salomonsson |
||
Í vetur mun Halaleikhópurinn taka til sýningar Gaukshreiðrið „One flew over the Cuckoo's nest“ eftir Dale Wasserman, byggt á skáldsögu Ken Kesey, í þýðingu Sonju B. Jónsdóttur. Leikstjóri er Guðjón Sigvaldason. Æfingar eru þegar hafnar. Leikritið endurspeglar þann uppreisnaranda sem ríkti í vestrænum heimi á seinni helmingi sjöunda áratugar síðustu aldar. Það gerist á ríkisreknu geðsjúkrahúsi þar sem einn vistmaður æsir sjúklinga á stofnuninni með sér í uppreisn gegn því sem hann telur vera miskunnarlaust harðstjórnarkerfi. Kerfið bregst ókvæða við og ekkert er látið ógert til að brjóta uppreisnina á bak aftur. Það fjallar um eðli geðveikrahæla, stöðu sjúklinganna innan þeirra eins og litið var á geðsjúkdóma um og upp úr miðri síðustu öld. Gaukshreiðrið er í senn ógnvekjandi, grátbroslegt og sprenghlægilegt og þetta samspil er fyrst og fremst ástæðan fyrir hinum miklu vinsældum þessa heimsfræga verks.
|
30. nóv. 2007 | ||
Jólabíó í Halanum! Föstudaginn 7. desember verða 2 jólamyndir sýndar á stóru tjaldi í Halanum, Hátúni 12. Bíónefndin upplýsir ekki hér hvaða myndir verða sýndar en örugglega verða þær skemmtilegar. Boðið verður uppá heitt súkkulaði og vöfflur með rjóma. |
Bíókvöld - Fílamaðurinn |
|||
Föstudaginn 23. nóvember verður eitt af eldri verkum Halaleikhópsins sýnt á stóru tjaldi í Halanum. ,,Fílamaðurinn” eftir Bernard Pomerance í leikstjórn Guðjóns Sigvaldasonar. Það var frumsýnt 27. febrúar 2004. Nú eru einmitt hafnar æfingar undir leikstjórn hans á Gaukshreiðrinu svo okkur fannst við hæfi að rifja upp hans fyrsta leikstjórnarverkefni hjá Halaleikhópnum. Húsið opnar klukkan 19:40 en sýningin byrjar klukkan 20:00. Ekki verða seldar veitingar en gaman væri að allir kæmu með eitthvað og yrði allt sett saman á borð og allir geta fengið sér. |
|
||
Aðgangseyrir: Gott skap og jákvætt hugarfar. Allir hjartanlega velkomnir, meðan húsrúm leyfir. Bíónefndin. |
|||
15. nóv. 2007 |
Gaukshreiðrið - samlestur Laugardag kl. 13.00 - 16 .00 |
Fyrsti samlestur á Gaukshreiðrinu „One Flew Over the Cockoo's Nest“ eftir Dale Wasserman byggt á skáldsögu Ken Kesey (1962) í þýðingu Sonju B. Jónsdóttur, var á sunnudaginn. Nokkuð góður hópur, gamlir sem nýjir félagar mættu og leiklásu verkið og skemmtu sér vel. Gaukshreiðrið er mannmargt leikrit og því vantar heilmikinn mannskap til að setja þetta verk á svið. Bæði til að leika og ekki síður í hin ýmsu hlutverk á æfinga og sýningaferlinu. Guðjón Sigvaldason mun leikstýra okkur, hann er okkur vel kunnur því þetta er í þriðja sinn sem við ráðum hann til að leikstýra verki í fullri lengd, auk þess sem hann hefur verið tvisvar með leiklistarnámskeið hjá okkur. |
Nýjir félagar eru sérlega velkomnir sem og allir áhugamenn um leiklist. |
Nánari upplýsingar um leikritið og leikstjórann má finna HÉR
|
9. nóv. 2007 | |||
Gaukshreiðrið - samlestur Sunnudaginn 11. nóv. nk. kl. 16.00 |
|||
|
|||
Nýjir félagar eru sérlega velkomnir sem og allir áhugamenn um leiklist. |
|||
Nánari upplýsingar um leikritið og leikstjórann má finna HÉR
|
4. nóv. 2007 | |||
Bíókvöld - Gullna Hliðið | |||
|
|||
Föstudaginn 9. nóvember verður eitt af eldri verkum Halaleikhópsins sýnt á stóru tjaldi í Halanum. Gullna Hliðið eftir Davíð Stefánsson í leikstjórn Eddu V. Guðmundsóttur. Það var frumsýnt 16. nóv. 1996 og nú verður haldið uppá 11 ára afmælið. Húsið opnar klukkan 19:40 en sýningin byrjar klukkan 20:00. Ekki verða seldar veitingar en gaman væri að allir kæmu með eitthvað og yrði allt sett saman á borð og allir geta fengið sér. Aðgangseyrir: Gott skap og jákvætt hugarfar. Allir hjartanlega velkomnir, meðan húsrúm leyfir. Bíónefndin.
|
|||
2. nóv. 2007 |
Félagsfundur Fimmtudaginn 8. nóv. 2007 kl. 20.00 |
Dagskrá fundar:
|
Guðjón Sigvaldason leikstjóri mun mæta á fundinn og kynna Gaukshreiðrið og hvernig vinnu kringum það verður háttað. Mikilvægt er að þeir sem hafi áhuga á að taka þátt mæti. Nýir félagar eru velkomnir. |
Allar nánari upplýsingar um Gaukshreiðrið er að finna HÉR |
7. okt. 2007 | ||||||
Kaffileikhús 12. og 14. okt. nk. kl. 20.30 | ||||||
Í tilefni af 15 ára afmæli Halaleikhópsins verður kaffihúsakvöld í Halanum, Hátúni 12. föstudaginn 12. okt. og sunnudaginn 14. þ.m. og hefjast þau kl. 20.30. | ||||||
|
||||||
|
||||||
7. okt. 2007 |
29. sept. sl. hélt Halaleikhópurinn uppá 15 ára afmæli sitt með veglegri veislu. Við það tækifæri voru upphafsmenn að stofnun Halaleikhópsins gerðir að heiðursfélögum. Og heiðruð minning látins félaga. Einnig var vígt nýtt tölvuljósaborð, ljósabúnaður og hljóðkerfi. Nánari upplýsingar um afmælið má finna HÉR. |
Laugardaginn 6. okt. sl. tókum við þátt í leikslistarhátíðinni Margt smátt í Borgarleikhúsinu þar sem fjórir félagar tróðu uppi með Hjólastólasveitina sem var frumsamið uppistandi, undir leikstjórn Ágústu Skúladóttur. Meira um það HÉR. Á vef BÍL mun svo koma gagnrýni á verkin sem tóku þátt næstu daga, svo fylgist vel með þar. |
3. okt. 2007 | |
Margt Smátt 2007 í Borgarleikhúsinu | |
Þann 6. október nk. verður Margt smátt, stuttverkahátíð Bandalags íslenskra leikfélaga, haldin í Borgarleikhúsinu. Í þetta skiptið sýna sex leikfélög alls 15 þætti og eru það allt ný íslensk verk, samin af fólki í leikfélögunum sjálfum. Það eru Freyvangsleikhúsið, Halaleikhópurinn, Hugleikur, Leikfélag Kópavogs, Leikfélag Mosfellssveitar og Leikfélagið Sýnir sem taka þátt í Mörgu smáu þetta árið. Hátíðin fer fram á Litla sviðinu og hefst klukkan 14:00. Miðaverð er aðeins 1.000 krónur. Sjá nánar HÉR |
|
26. sept. 2007 |
HALALEIKHÓPURINN 15 ÁRA |
Fimmtudaginn 27. september nk verður Halaleikhópurinn 15 ára. Halaleikhópurinn er áhugaleikhópur fatlaðra og ófatlaðra og hefur það að markmiði að „iðka leiklist fyrir alla“ Ýmislegt er á döfinni hjá Halaleikhópnum. Nú í september hefur Ágústa Skúladóttir verið með uppistandsnámskeið. Afrakstur þess verður að hluta til sýndur á afmælishátíð Halaleikhópsins og einnig á stuttverkahátíðinni „Margt Smátt“ þann 6. okt. nk. í Borgarleikhúsinu. Stefnt er að því að halda tvö kaffileikhúskvöld um miðjan okt. og nokkur bíókvöld þar sem upptökur af eldri uppfærslum hópsins verða sýndar. auglýst síðar. Í vetur mun Halaleikhópurinn setja upp Gaukshreiðrið eftir Dale Wasserman byggt á skáldsögu Ken Kesey og mun Guðjón Sigvaldason leikstýra verkinu. Æfingar hefjast í byrjun nóvember og stefnt er að frumsýningu í lok janúar. Sjá nánar HÉR |
8. sept. 2007 |
|
Tveir leikstjórar eru komnir til starfa hjá Halaleikhópnum. Ágústa Skúladóttir er með námskeið sem ber yfirskriftina Sólóstund leikarans og hófst 1. sept nk. Stefnt er að sýna afrakstur þess á afmælishátíð Halaleikhópsins sem nálgast óðfluga. Sjá nánar HÉR | |
|
|
Guðjón Sigvaldason hefur verið ráðinn til að leikstýra Gaukshreiðrinu eftir Dale Wasserman. Áætlað er að hefja æfingar í nóvember og frumsýna kringum mánaðarmótin jan./feb. 2008. Hér sést þegar Ásdís Úlfarsdóttir formaður handsalar samninginn við Guðjón. Verið er að vinna síðu um Gaukshreiðrið á vefinn og má finna þar ýmsan fróðleik um verkið. Síðan er þó enn í vinnslu. Auk þessarra tveggja leikstjóra eru ýmsir aðrir leikstjórar á sveimi hjá Halaleikhópnum þessa dagana enda margt framundan næsta mánuðinn. Komum með frétt um það næstu daga. |
|
3. sept. 2007
|
||
Þankaroksfundur Verður á miðvikudagskvöldið 5. sept. nk. kl. 20.30 í Halanum vegna fyrirhugaðrar uppsetningar Halaleikhópsins á Gaukshreiðrinu.
|
||
|
||
Gaukshreiðrið endurspeglar á óviðjafnanlegan hátt þann uppreisnaranda sem ríkti í vestrænum heimi á seinni helmingi sjöunda áratugar síðustu aldar. Það gerist á ríkisreknu geðsjúkrahúsi þar sem einn vistmaður æsir sjúklinga á stofnuninni með sér í uppreisn gegn því sem hann telur vera miskunnarlaust harðstjórnarkerfi. Kerfið bregst ókvæða við og ekkert er látið ógert til að brjóta uppreisnina á bak aftur, hún fær vægast sagt óvæntan og óhugnanlegan endi og verður upphafsmanni hennar dýrkeypt. Gaukshreiðrið er í senn ógnvekjandi, grátbroslegt og sprenghlægilegt og þetta samspil er fyrst og fremst ástæðan fyrir hinum feikimiklu vinsældum þessa heimsfræga verks.
|
30. ágúst 2007
|
||
Sólóstund leikarans er yfirskrift námskeiðs sem hefst laugardaginn 1. sept. nk. kl. 13.00 til 15.00.
|
||
|
||
Markmið námskeiðs er að hver þátttakandi semji eða hanni sitt eigið sólóatriði. Unnið verður með ýmsar aðferðir til að finna þann stíl sem hentar hverjum og einum. Sem dæmi má nefna;
|
23. ágúst 2007
|
Í kvöld var undirritaður samningur við Ágústu Skúladóttur leikkonu um að halda 20 tíma námskeið í september fyrir Halaleikhópinn. Námskeiðið mun byggja á sólóleik, uppistandi ofl. Námskeiðslýsing kemur hér á næstu dögum. Kostnaður er 2000 kr. fyrir skuldlausa félagsmenn, hjá öðrum bætist félagsgjaldið við. Um Ágústu: Myndir frá undirskriftinni og fundinum má sjá HÉR
|
23. ágúst 2007 |
Félagsfundur í kvöld kl.20.00 í Halanum, Hátúni 12 |
Dagskrá fundar:
|
Nýir félagar eru velkomnir á fundinn |
20. maí 2007 | |
Aðalfundur Halaleikhópsins var haldinn 19. maí sl. |
|
Þrír nýjir meðlimir voru kosnir inn í stjórn félagsins. Hanna Margrét Kristleifsdóttir var kosin meðstjórnandi, Stefanía Björk Björnsdóttir og Kristinn Guðjónsson voru kosin inn í varastjórn. Stjórnina í heild sinni má svo sjá hér undir flipanun Stjórn. Smávægilegar breytingar á lögum félagsins urðu. Þau má sjá í heild sinni undir flipanum Lög. Tilkynnt var á fundinum að búið væri að ráða Guðjón Sigvaldason til að setja upp Gaukshreiðrið næsta vetur. Undirbúningur undir afmælisviku í haust er í fullum gangi, m.a. er stefnt að því að sýna nokkur stuttverk, vera með uppistandsnámskeið, halda afmælishátíð ofl. ofl. Samþykkt var á aðalfundinum að birta framvegis á vefnum fundargerðir aðalfunda og félagsfunda svo brátt getið þið fylgst með þeim á vefnum. |
. maí 2007 |
Aðalfundur Halaleikhópsins |
Dagskrá fundar samkvæmt lögum félagsins:
|
Nýir félagar velkomnir. |
9. maí 2007 |
Ályktun frá aðalfundi BÍL |
Aðalfundur Bandalags íslenskra leikfélaga, haldinn á Hallormsstað 5.-6. maí 2007, skorar á frambjóðendur til Alþingis að hlúa að blómlegu starfi áhugaleikfélaganna í landinu með því að kynna sér starf þeirra og auka þann fjárstyrk sem áhugaleikhúshreyfingin nýtur frá ríkisvaldinu. Áhugaleikhúsið er vagga leiklistar í landinu og hornsteinn menningar í hverju byggðarlagi. Samþykkt á Hallormstað 6. maí 2007 |
8. maí | |
Aðalfundur BÍL og úrslit í keppninni um áhugaverðurstu áhugaleiksýningu ársins |
|
|
Halaleikhópurinn sendi þrjá fulltrúa á aðalfund Bandalags íslenskra leikfélaga að Hallormstað helgina 4. til 6. maí sl. Þau Ásu Hildi Guðjónsdóttur, Hönnu Margréti Kristleifsdóttur og Örn Sigurðsson. Dagskrá fundarins má sjá HÉR. Aðildarfélög innan BÍL eru rúmlega 60 en einungis 14 félög sendu fulltrúa sína. Sem þó voru um 40 með stjórn. Þetta var góður fundur þar sem fjölmörg mál voru rædd í þaula. Mikil umræða fór m.a. fram um gagnrýnisleysi Morgunblaðsins og þykir okkur miður að þeir skuli hættir allri gagnrýni og ekki standa við orð sín um að senda gagnrýnanda á sýningar ef það er frumflutningur íslensks leikrits eins og raunin var hjá Halaleikhópnum og fleirum í ár. Einnig fór fram mikil umræða um hvort ætti að halda Margt smátt áfram en það er stuttverkahátíð í samvinnu við Borgarleikhúsið. Ákveðið var að stefna á hana um mánaðarmótin sept. - okt. í haust og hafa hana með glæsibrag. Fyrirhuguð er einþáttungahátíð í tengslum við aðalfund 2008 svo nú er að bretta upp ermarnar og fara að finna verk á til að fara með. Úrslit í keppninni um athyglisverðustu áhugaleiksýningu ársins var tilkynnt á hátíðarkvöldverðinum. En þetta er samstarfsverkefni við Þjóðleikhúsið. Leikfélag Fljótsdalshéraðs vann að þessu sinni með leikritið Listin að lifa eftir Sigríðu Láru Sigurjónsdóttur í leikstjórn Odds Bjarna Þorkelssonar og mun þeim verða boðið að sýna verkið í Þjóðleikhúsinu nú í vor. Tinna Gunnlaugsdóttir þjóðleikhússtjóri sagði að eitt af sex verkum sem komu til greina var: "Batnandi maður eftir og í leikstjórn Ármann Guðmundsson í meðförum Halaleikhópsins fyrir hressilega ádeilu á samskipti fatlaðra og ófatlaðra, tryggingakerfið og sértrúarsöfnuðina". Nánari umsögn Tinnu er að finna HÉR Þorgeir Tryggvason var kosinn formaður BÍL til tveggja ára nánari fréttir af aðalfundinum má finna HÉR Ein stór ákvörðun til var tekin en það var að selja húsnæði Þjónustumiðstöðvarinnar og leita að nýju hentugra húsnæði þar sem m.a. aðgengi fyrir hreyfihamlaða væri í lagi. Húsnæðið á Laugavegi er orðið ansi viðhaldsfrekt og handritasafnið er í mjög svo ótryggu plássi þegar hugað er að hugsanlegum bruna og vatnsskemmdum. Nefnd var skipuð til að vinna áfram að varðveislu safnsins hvernig því væri best háttað sem og umsýslu kringum það. Það kom enn einu sinni í ljós að mikilvægi þess að senda ávallt fulltrúa frá okkur til að gæta að aðgengismálum var þörf. Fyrirfram var talið að húsnæðið í Hallormstað væri aðgengilegt hreyfihömluðum. Þar hafa verið haldnar sumarbúðir fyrir fötluð börn. Daginn fyrir fundinn kom annað í ljós, salernisaðstaða var óviðunandi. Þrátt fyrir það ákváðum við að mæta og gera það besta úr því sem komið var. Leikfélaga Fljótsdalshéraðs með Þráinn formann þeirra í fararbroddi allt sem það gat til bæta úr þeim vanköntum sem voru til staðar. Smíðuðu rampa hér og þar. Vel fór um okkur í dásamlegu umhverfi með góðu fólki. Og þökkum við gestgjöfunum höfðinglegar móttökur.
|
29. apríl 2007 | |
Leiklistarveisla í Borgarleikhúsinu | |
|
Halaleikhópurinn mun stíga á svið í Borgarleikhúsinu í leiklistarveislu í tengslum við List án Landamæra Við munum sýna tvo þætti úr Batnandi maður sem við vorum að ljúka sýningum á. Ásamt okkur sýna: Leikhópurinn PERLAN sýnir Kærleikur er sterkasta vopnið. Danshópur Hins Hússins sýnir dansa úr söngleiknum Grease Einleikhúsið sýnir atriði úr Þjóðarsálinni er þar er Halar meðal leikenda. Tjarnarleikhópurinn sýnir brot úr verkin Vont en það versnar Blikandi stjörnur flytja söngdagskrá ásamt KK. Leiklistarveislan hefst kl. 20.00 og það er frítt inn, fyrstir koma fyrstir fá.
Hér má finna nánari dagskrá List án Landamæra |
26. apríl 2007 | |
Sýningum á Batnandi manni er lokið. | |
|
En við munum sýna brot úr verkinu á List án Landamæra í Borgarleikhúsinu 30. apríl nk. kl. 20.00 frítt er inn en fyrstir koma fyrstir fá það er pláss fyrir 15 hjólastóla. Félagar úr Halaleikhópnum koma víða við á listahátíðinni. Kolbrún Dögg Kristjánsdóttir er upphafsmaður gjörnings sem fer fram umhverfist Tjörnina í Reykjavík á laugardaginn kl.13.00. Og nefnsist tökum höndum saman. Sjá nánar hér. Nokkrir Halar taka þátt í handverksmarkaði í Hinu húsinu milli 12 og 17 á laugardaginn. Eflaust stinga þeir sér líka niður víðar svo endilega kynnið ykkur dagskrána vel og fjölmennum á þessa viðburði. Sjá nánar dagskrá List án landamæra Hér |
22. mars 2007 |
||
Alþjóðlegi leiklistardagurinn 27. mars 2007 Alþjóðasamtök leiklistarfólks, ITI, sem er ein af undirstofnunum UNESCO hafa frá 1962 haft 27. mars hvert ár sem Alþjóðlegan leiklistardag. Leiklistarsamband Íslands, sem er Íslandsdeild ITI, hefur frá stofnun sinni haldið upp á þennan dag og fengið hverju sinni málsmetandi listamann úr sínum röðum til að semja ávarp í tilefni dagsins. Að þessu sinni er það brúðuleikhúslistamaðurinn Bernd Ogrodnik, sem hefur búið starfað á Íslandi síðustu ár og hefur eftirminnilega auðgað íslenskt leikhúslíf. |
||
Ávarp Bernd Ogrodnik í tilefni Alþjóða leiklistardagins, 27. Mars 2007 |
||
Mannsandinn er uppspretta endalausra vangaveltna, hláturs og gráturs, en það er sama hvernig við lítum á tilveru okkar, það er nær ómögulegt að skilja mikilfengleik hennar. Stærsta gjöf listamannsins til mannkyns er ef til vill að geta á einhvern hátt tjáð það sem rökhugsun getur aldrei að fullu höndlað og kynslóðir vísindamanna ná aldrei að skýra að fullu – lífið sjálft. Í æsku sýndum við leikrænu starfi hollustu, í viðleitni okkar til að höndla lífið... við kölluðum það leik. En svo gerðist eitthvað og við hættum þessum barnaskap, fyrir utan fá okkar sem gerðum hann að ævistarfi. Það sem gerðist var að hið vitræna tók yfir og strikaði yfir allar þversagnirnar...... og sjáið hvert það hefur leitt okkur. Við lifum á tímum þar sem mannleg tilvera virðist vera komin að krossgötum, ójafnvægið milli anda og efnis er orðið svo mikið að það þrýstir á leiðréttingu. Þrátt fyrir, eða kannski frekar – vegna allra framfara mannanna, erum við komin nálægt sjálfs-tortímingu. Við höfum hreinlega ekki náð því að þroskast andlega í takt við tæknilegar framfarir......eða hættum við kannski bara að leika okkur? |
||
Bernd Ogrodnik |
||
En við eigum von, við búum enn að leikhúsinu sem þjónar okkur öllum. Á sviðinu getum við kafað djúpt í margbreytileika tilverunnar, ævintýri hins mikilfenglega mannlífs. Jafnvel er það eitt af síðustu ævintýrunum sem standa okkur enn til boða. Nú þegar við höfum klifið hæstu fjöll, sigrast á þyngdarlögmálinu og lært að fljúga og kafað niður á botn hins óendanlega úthafs, þá göngum við að leikhússenunni, þar sem við enn getum tekist á hendur könnunarleiðangra og skoðað allt það sem ímyndunarafl okkar nær að grípa. Og ævintýrið gerist beggja vegna tjaldsins. Bæði áhorfendur og leikarar takast á hendur mikla áhættu í þessu stórkostlega ævintýri því það er aldrei að vita hvað bíður hinum megin við tjöldin. Allt er mögulegt í leikhúsinu og möguleikum fylgir ábyrgð. Listin er ekki eingöngu til að skreyta mannlífið, leikhúsið ekki eingöngu skemmtun. Listin menntar og fræðir og hjálpar okkur til að skilgreina hver við erum sem menningarþjóð og hún lyftir upp mannsandanum. Leikhúsið nærir okkur og býður okkur upp á óendanlega möguleika til að vaxa og þroskast. Velkomin í leikhúsið. Bernd Ogrodnik |
||
Um Bernd Ogrodnik: | ||
Bernd Ogrodnik er einn af fremstu brúðuleikhúsmönnum samtímans. Bernd hefur ferðast víða um heim með brúðusýningar sínar og haldið fyrirlestra á alþjóðlegum leiklistarhátíðum, ráðstefnum og í háskólum. Hann hefur gert brúður fyrir leikhús víða um heim, sem og kvikmyndir. Bernd er fæddur í Þýskalandi en síðustu ár hefur hann búið í Skíðadal í Eyjafirði þar sem hann hefur komið sér upp frábærri vinnuaðstöðu í gömlum minnkaskála. Bernd hefur unnið eftirminnilega fyrir íslensk leikhús á síðustu árum og meðal annars kynnt brúðuleikhúsið fyrir fullorðnum áhorfendum. Í Þjóðleikhúsinu er nú nýjasta sýning hans, Pétur og úlfurinn á senunni. |
||
6. mars 2007 | ||
Nú eru komnar inn á stjórnarsíðuna listi yfir eldri stjórnir Halaleikhópsins. Mikil heimildavinna hefur verið í gangi þetta ár síðan vefurinn var opnaður. Og upplýsingum verið bætt inn á vefinn jafnóðum. Elsta fundargerðarbók Halaleikhópsins hefur ekki fundist, því hafa upplýsingar verið unnar upp úr leikskrám, fréttatilkynningum og alls kyns ábendingum. Ef þú lumar á frekari upplýsingum eru þær vel þegnar sem og leikskrár og ljósmyndir allt frá stofnun leikhópsins. |
||
24. feb. 2007 | ||
Fréttatilkynning: | ||
Þann 24.febrúar nk. mun Halaleikhópurinn frumsýna nýtt íslenskt leikrit, „Batnandi maður”, eftir Ármann Guðmundsson sem einnig er leikstjóri verksins. Halaleikhópurinn er 15 ára á þessu ári og var Ármann fenginn til að skrifa leikrit fyrir hópinn að því tilefni. Að sýningunni koma á fimmta tug manna á einn eða annan hátt. „Batnandi maður” fjallar á gráglettinn hátt um sjómanninn Sigmar sem fengið hefur nóg af sjómennsku og sér tækifæri þegar hann lendir í vinnuslysi til þess að láta úrskurða sig öryrkja og njóta þannig lífsins á kostnað skattborgaranna. Þetta er ýkjukennt raunsæisverk með kaldhæðnum ádeilubroddi, sem fjallar á ábyrgðarfullan og fordómalausan hátt, bæði um fordóma gagnvart öryrkjum og fordóma gagnvart þeim sem hafa fordóma gagnvart öryrkjum. Halaleikhópurinn er áhugaleikhópur fyrir alla, fatlaða sem ófatlaða og hefur að markmiði að „iðka leiklist fyrir alla”. Settar hafa verið upp sýningar á hverju ári frá stofnun hópsins og stundum fleiri en ein. Sýnt verður í Halanum, Hátúni 12 (Sjálfsbjargarhúsinu). |
|
||
Tæknimenn óskast | ||
Erum ennþá mikið að leita að fólki til þess að sjá um tæknimálin fyrir leikritið Batnandi maður eftir Ármann Guðmundsson. Fólk þarf ekki endilega að vera tæknilega menntað, heldur bara að hafa áhuga á að sjá um allt það sem snýr að tæknihlið leiksýningar, svo sem eins og lýsingu, hljóð og sitthvað fleira. Áhugasamir hafi samband sem fyrst við Árna Sal. á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða 899-2764 |
||
|
||
Æfingar ganga vel á Batnandi maður | ||
Halinn ómar af hlátrasköllum og hamarshöggum þessa dagana. Æfingar eru á fullu, leiktímabilið hálfnað og allt gengur vel. Síðast liðinn fimmtudag var fyrsta rennslið og óhætt er að segja að viðbrögð þeirra sem á horfðu voru sérstaklega skemmtileg. Salurinn lá í hláturskrampa hvað eftir annað. Vonandi lofar það góðu fyrir sýninguna. Leikmyndasmiðirnir eru á fullu að smíða leikmyndina sem óðum er að taka á sig mynd. Brátt verður tekið til hendi og penslum dýft í dós og málningarvinnan hefst. Áhugasamir gefi sig fram við stjórn ;-) Verið er að vinna ákaft í búningamálum og ljósamenn þreifa sig fjálglega áfram með lýsinguna. Allt stefnir þetta í eina átt. Áætluð frumsýning er 24. febrúar svo spennan eykst frá degi til dags. Enn vantar eitthvað af leikmunum svo ef þið lumið á þessum hlutum eða vitið hvar við getum náð í þá væri það vel þegið. Listinn verður svo uppfærður jafnóðum á forsíðunni svo endilega fylgist með honum. |
||
|
Fréttatilkynning: |
Æfingar hafnar hjá Halaleikhópnum
|
Batnandi maður er nafnið á leikritinu sem Ármann Guðmundsson er að skrifa og leikstýra hjá Halaleikhópnum um þessar mundir. Í tilefni 15 ára afmælis Halaleikhópsins var ákveðið að fá Ármann til að vinna afmælissýningu en stefnt er að frumsýningu hennar undir lok febrúar. Á annan tug leikara fara með hlutverk í leikritinu og verður það sýnt í Halanum, Hátúni 12. Batnandi maður fjallar á gráglettinn hátt um sjómanninn Sigmar sem fengið hefur nóg af sjómennsku og sér tækifæri þegar hann lendir í vinnuslysi til þess að láta úrskurða sig öryrkja og njóta þannig lífsins á kostnað skattborgaranna. Hann sogast brátt inn í heim sem var honum að öllu ókunnugur, eignast nýja vini og óvini, lendir í útistöðum við kerfið og verður svo sannarlega reynslunni ríkari. En þegar upp er staðið er líf öryrkjans kannski ekki alveg eins ljúft og hann taldi í fyrstu. Hvernig getur hann orðið 0% öryrki aftur? Dugir eitthvað minna en kraftaverk? Þetta er ýkjukennt raunsæisverk með kaldhæðnum ádeilubroddi, sem fjallar á ábyrgðarfullan og fordómalausan hátt, bæði um fordóma gagnvart öryrkjum og fordóma gagnvart þeim sem hafa fordóma gagnvart öryrkjum. |
5. jan. 2007 |
|||
Fyrsti samlestur á Batnandi manni nýja leikritinu, sem Ármann Guðmundsson skrifaði fyrir Halaleikhópinn, var í gær fimmtudag. Góð stemming var í hópnum og mikil spenna að heyra leikritið lesið. | |||
Gunnar, Jón Freyr, Guðríður, Guðný Alda ofl. |
|
||
Annar samlestur verður laugardaginn 6. jan. kl. 13.00 í Halanum, litla leikhúsinu okkar í kjallara Sjálfsbjargarhússins, Hátúni 12. Reykjavík. Gengið inn að norðanverðu. |
|||
Ármann, Stefanía, Ásdís, Hanna og Örn önnum kafin við lestur |
Leikstjórinn 2007 Ármann Guðmundsson |
||
3. jan. 2007
Batnandi maður
er nafnið á leikritinu sem Ármann Guðmundsson er að ljúka skrifum á. Það fjallar á gráglettinn hátt um sjómanninn Sigmar sem fengið hefur nóg af sjómennsku og sér tækifæri þegar hann lendir í vinnuslysi til þess að láta úrskurða sig öryrkja og njóta þannig lífsins á kostnað skattborgaranna. Hann sogast brátt inn í heim sem var honum að öllu ókunnugur, eignast nýja vini og óvini, lendir í útistöðum við kerfið og verður svo sannarlega reynslunni ríkari. En þegar upp er staðið er lífið kannski ekki alveg eins ljúft og hann taldi í fyrstu. Hvernig getur hann orðið 0% öryrki aftur? Dugir eitthvað minna en kraftaverk? Þetta er ýkjukent raunsæisverk með kaldhæðnum ádeilubroddi, sem fjalli á ábyrgðarfullan og fordómalausan hátt, bæði um fordóma gagnvart öryrkjum og fordóma gagnvart þeim sem hafa fordóma gagnvart öryrkjum. Allt þó á gamansömum nótum.
Fyrsti samlestur verður fimmtudaginn 4. janúar 2007 kl. 20.00 allir eru velkomnir. Hlutverkin í leikritinu eru 13 og svo eru líka hópatriði. Þannig að nú er tækifærið til að komast á svið. Auk þess vantar allt fólk í kringum sýninguna svo sem: ljósamann, hljóðmann, framkvæmdastjóra, hvíslara, sviðsmann, förðunarfræðing, búningahönnuði, saumakonur, leikmyndasmið, leikmunavörð, kaffikonu eða karl, hreingerningarfólk, sendisveina, málara, smiði, miðasölufólk, hönnuði á leikskrá og plakati o.fl. o.fl. svo næg eru tækifærin til að starfa með frjóu og skemmtilegu fólki. Hver og einn er mikilvægur svo látum sjá okkur sem allra flest fimmtudaginn 4. jan. nk. Æfingartafla verður birt hér jafnóðum í dálkinn til hægri.
Nýjir félagar velkomnir
|
|||