Fréttir af vef Halaleikhópsins 2006
|
||||||||||||||||||||||
15. nóv. 2006 |
|||
Mikil gróska hefur verið hjá Halaleikhópnum frá því félagsfundurinn var. | |||
Leiklistarnámskeiðið sem Ármann Guðmundsson hélt er nú lokið. Hann er að skrifa leikrit sem verður farið að æfa eftir áramót. Enn eru ekki komnar tímasetningar en send verður út tilkynning þegar að því kemur að boða samlestur. Áhugasamir geta sett sig í samband við stjórn ef þeir hafa áhuga á að taka þátt í uppsetningunni á einn eða annan hátt. Hér koma nokkrar myndir frá námskeiðinu.
|
|||
Örn, Ásdís, Ármann, Gunnar Karl, Jón Freyr og Guðný Alda fylgjast spennt með. |
Hjördís og Jón Freyr í hlutverkum sínum. |
||
Ásdís og Guðríður spreyta sig á þjóðsögu |
Ása Hildur segir sögu á leiklistarnámskeiðinu |
||
Hluti stjórnar fór á stjórnunarnámskeið í tengslum við haustfund BÍL í september og nokkrir eru á leið á annað stjórnunarnámskeið á vegum Leiklistarskóla BÍL um næstu helgi í Hafnarfirði. Þrír félagar tóku þátt í námskeiði í leikhúsförðun og gervum I á vegum Leiklistarskóla BÍL og einn félagi fór á framhaldsnámskeið. Tveir félagar fóru á ljósanámskeið hjá Leikfélagi Selfoss og einn á helming þess, eða fyrirlesturinn. Halaleikhópurinn hefur verið í samvinnuverkefni við Einleikhúsið þar sem 14 félagar hafa verið að leika. Auk þess sem einn félagi er atvinnuleikari í uppfærslu þess á Þjóðarsálinni. |
|
25. sept. 2006
|
Félagsfundur og veisla Laugardaginn 23. sept. kl. 17.00 ætlum við að hittast í Halanum og hefja vetrarstarfið með stæl. Stjórnin hefur ákveðið að í stað þess að fyrri og núverandi stjórn fari út að borða hittumst við á fyrsta fundi leikársins og sláum upp veislu fyrir okkur öll. Til þess að við vitum hversu mikið þarf að elda fyrir okkur þarf að skrá sig í matinn hjá This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. með sms í 692-3630 eða This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. fyrir mánudaginn 18. sept. nk. Dagskrá: 1. Ármann Guðmundsson kynnir leikritið sem hann er að skrifa og tekið verður fyrir í vetur. 2. Ármann kynnir fyrirhugað leiklistarnámskeið í október 3. Kaffileikhús 4. Afmælisnefndin 5. Haustfundur BÍL 6. Önnur mál. Við viljum hvetja þá sem hafa áhuga á leiklistarnámskeiðinu til þess að taka með sér vaktaplanið sitt og áætlanir fyrir haustið. Á síðasta stjórnarfundi kom Sigrún Sól Ólafsdóttir hjá Einleikhúsinu að máli við stjórn Halaleikhópsins og falaðist eftir samstarfi vegna leikrits sem Einleikhúsið er að fara að setja upp í Reiðhöll Gusts í Kópavogi, vantar þeim leikara í hópatriði í sýningunni Stjórnin ákvað að hvetja sem flesta Hala til þess að vera með. |
3. sept. 2006 |
Fækkun í Halaleikhópnum ! |
Á síðasta aðalfundi félagsins var lögum félagsins breytt. Nýtt ákvæði kom inn í 6. mgr. 4. greinar sem hljóðar svo: Skuldi félagsmaður meira en þrjú árgjöld skoðast hann ekki lengur félagi. Sjá nánar hér Eindagi félagsgjalda var 1. sept. sl. Þá var þessari nýju viðbót við lögin beitt í fyrsta sinn. Út fóru 32 félagar, nú eru félagar í Halaleikhópnum 73. Vetrarstarfið er að fara í fullan gang. Nánari fréttir af því koma hér inn á næstu dögum.
|
22. ágúst 2006 |
Vetrarstarfið: |
Ákveðið hefur verið að hefja vetrarstarfið með félagsfundi í september. Dagsetning er ekki komin en verður auglýst hér fljótlega. Stefnt verður að því að hefja vetrarstarfið með stæl og borða saman í Halanum eftir fundinn. Í október er fyrirhugað leiklistarnámskeið með Ármanni Guðmundssyni sem situr nú sveittur við að skrifa fyrir okkur leikrit. Á félagsfundinum mun hann kynna það nánar. Í nóvember stefnum við að því að vera með einhverja uppákomu. Allt í mótun ennþá.
|
28. maí 2006 |
Aðalfundur Halaleikhópsins var haldinn 28. maí 2006
|
|
Á fundinum var kosin ný stjórn: Ásdís Úlfarsdóttir er nú formaður, María Jónsdóttir varaformaður, Kristín R. Magnúsdóttir er áfram gjaldkeri, Ása Hildur Guðjónsdóttir er ritari og Helga Jónsdóttir meðstjórnandi. Sjá nánar á stjórnarsíðunni, Í varastjórn sitja áfram Einar Andrésson og Þröstur Steinþórsson en Guðríður Ólafsdóttir kemur ný inn.
|
|
Lagabreytingartillögur sem lágu fyrir fundinum voru samþykktar eftir nokkrar umræður. Nýsamþykkt lög félagsins má sjá á síðunni um Lög félagsins. |
Reikningar félagsins töfðust hjá endurskoðanda svo þeir voru ekki tilbúnir til framlagningar.
|
Framhaldsaðalfundur verður haldinn mánudaginn 12. júní 2006 kl. 20.00 í Halanum. |
21. maí 2006 |
Aðalfundur Halaleikhópsins verður haldinn sunnudaginn 28. maí 2006 kl. 16.00 í Halanum, Hátúni 12 Dagskrá fundar samkvæmt lögum: 1. Kosning fundarstjóra og fundarritara. Þið, sem eigið enn eftir að borga félagsgjaldið 1.100.00 kr., vinsamlega gerið það í síðasta lagi á fundinum. Samkvæmt lögum félagsins hafa aðeins skuldlausir félagar kosningarétt á aðalfundi. Æskilegast er að borga beint inn á 1175-26-9976 og muna að setja ykkar kennitölu með (í reitinn skýring greiðslu). Líka er hægt að borga með greiðslukorti. Ath.! þeir sem skulda félagsgjaldð í 3 ár eða meira, falla út af póstlista. Ef þið hafið breytt heimilisfangi, símanr/gsm/netfangi, vinsamlega tilkynnið það jafnóðum til Ásu Hildar í This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.i eða í síma 692-3630 Nýir félagar velkomnir. |
Í aðalstjórn Halaleikhópsins leikárið 2005-2006 eru: Kjósa skal: Efirfarandi hafa gefið kost á sér til stjórnarsetu: Til formanns: Helga Jónsdóttir, Í varastjórn eru: Þröstur Steinþórsson (á eftir 1 ár samkv. 6.gr. laga) Samkvæmt lögum félagsins mega félagsmenn gefa kost á sér hvenær sem er þannig að ef fleiri hafa áhuga á að gefa kost á sér til stjórnarsetu eru þeir hvattir til að hafa samband við stjórn félagsins. Tillögur til lagabreytinga liggja fyrir og má sjá HÉR. |
4.mars. 2006 Enn styttist leikmunalistinn og leikmyndin er senn að fæðast enn vantar fúsar hendur. Þá sérstaklega einhvern sem getur unnið upp fyrir sig með borvél. Búningarnir eru að skríða saman og textinn að kominn hjá flestum leikurum að mestu. Þannig að nú fer allt að renna. |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
1.mars. 2006 |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Það sem enn vantar af leikmunum er: |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Alls konar lopa/ ullar / í sauðalitunum/ dót, má gjarnan vera slitið td. : Húfur, treflar, sokkar (stroffið er nóg), vettlingar, sjöl, peysur. Gúmmiskó no. 42 Sixpensara helst snjáðan Stórteinótt jakkföt eða Blazerjakka no. ca.52 |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
25. feb. 2006 Hér koma skemmtilegar myndir af nokkrum duglegum Hölum sem létu hendur standa fram úr ermunum í vikunni
|
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
17. feb. 2006
15. feb. 2006
9. feb. 2006
Okkur þætti vænt um að heyra frá ykkur. Ef þið vitið hvar hægt er að nálgast þessa hluti fyrir lítinn pening eða ef þið eigið eitthvað sem þið getið lánað okkur. Þá getið þið haft samband við mig í síma: 8962786 eða sent mér tölvupóst í This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.. Einnig getið þið haft samband við Stebbu í síma 8440843 eða sent henni tölvupóst í This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
4. feb. 2006
1. feb. 2006
27. jan. 2006
17. jan. 2006 Kæru Halar! Nú er mikið um að vera í Halaleikhópnum. Verið er að æfa Pókók. En fleira er í farvatninu. Ármann Guðmundsson ætlar að skrifa fyrir okkur leikrit og ætlar sér að nýta aðstoð okkar við að skrifa leikritið. En á laugardaginn 21. janúar klukkan 17:00 eftir æfingu á Pókók munum við þurfa á ÖLLUM Hölum að halda. Því þá verður þankarokstund þar sem allir geta komið með reynslusögur sem þeir hafa upplifað. Munu þessar sögur m.a. verða efniviður leikritsins þannig að nú er um að gera að koma og leggja sitt af mörkunum. Notum hugmyndaflugið og verum með!
2.janúar 2006 ,,Pókók" eftir Jökul Jakobsson í leikstjórn Vilhjálms Hjálmarssonar Á miðvikudaginn klukkan 19:00 – 22:00 í Halanum, Hátúni 12, verður fyrsti samlestur á leikritinu ,,Pókók" eftir Jökul Jakobsson. Þetta er þrælskemmtilegt og ærslafullt leikrit sem allir ættu að hafa gaman af. Verum með í að skrifa leikrit! Ármann Guðmundsson hefur ákveðið að skrifa nýtt íslenskt leikrit í samvinnu við Halaleikhópinn. Í því skyni eigum við eftir að halda eitt ef ekki fleiri ,,skriftarkvöld" þar sem þeir sem hafa áhuga á að vera með í fæðingu þessa stórmerka atburðar koma saman í stórkostlegu þankaroki! Nánar auglýst síðar. Elvis á afmæli Elvis Presley hefði átt afmæli 8. janúar 2005. Þessvegna ætla nokkrir Halar að hittast í Halanum 7. janúar klukkan 20:00 og horfa saman á eina kvikmynd með honum, þ.e.a.s. myndina ,,Love me tender". Eftir það munu þeir horfa á tónleika með honum sem voru teknir upp á Hawaii. Á miðnætti verður skálað fyrir afmælisdegi kóngsins í þeim vökva sem verður til og á ábyrgð hvers og eins. Kynningarnefnd Árni Salomonsson hefur verið settur í kynningarnefnd. En hann er svolítið einmana í þeirri nefnd og auglýsir eftir fleirum til að vera með. Áhugasamir hafi samband við hann eða formann. Stuttmynd Verið er að undirbúa gerð fyrstu stuttmyndar Halaleikhópsins eftir handriti Andra Valgeirssonar. Undirbúningur gengur ágætlega og munu nánari upplýsingar koma síðar. Athugið að þeir sem hafa áhuga á að starfa að þessu geta haft samband við Árna Sal. eða formanninn. Upptökur verða einhverntímann í vor. ATHUGIÐ, eftir leikritið.....
Nú eins og sjá má mikið um að vera og nóg að gera fyrir alla sem hafa áhuga! Samt er um að gera að fara ekki yfir um, heldur vega og meta hvað hver og einn treystir sér í og umfram allt að hafa gaman að hlutunum!
Með Kveðju! Árni Sal Kynningarpési. 30. des. 2005 Gleðilegt og farsælt nýtt ár Halaleikhópurinn hefur ráðið Vilhjálm Hjálmarsson til að leikstýra næsta verkefni Pókók eftir Jökul Jakobsson. Pókók var fyrsta leikritið sem Jökull skrifaði. Það var frumsýnt hjá Leikfélagi Reykjavíkur í Iðnó 12. janúar 1961 |