Fréttir 2006

Fréttir af vef Halaleikhópsins 2006

Gleðilegt ár

Stjórn Halaleikhópsins óskar þér og þínum farsældar á nýju og spennandi ári. Við þökkum samvinnuna á liðnu ári og hlökkum til áframhaldandi samstarfs á næsta ári. Sem er 15 ára afmælis ár Halaleikhópsins og því stefnum við að líflegu ári.

 

1. des. 2006

Jólabíó í Halanum!

 

Föstudaginn 8. desember klukkan 20:00

verður hefðbundið jólabíó í Halanum, Hátúni 12. Bíónefndin vinnur hörðum höndum að undirbúningi og gefur ekkert uppi hvaða myndir verða sýndar en þær verða líklega tvær. Að venju er aðgangseyririnn gott skap og náungakærleikur. Hver og einn kemur með eitthvað stórt eða smátt til að leggja í púkk.

 

 

15. nóv. 2006

Mikil gróska hefur verið hjá Halaleikhópnum frá því félagsfundurinn var.
 

Leiklistarnámskeiðið sem Ármann Guðmundsson hélt er nú lokið. Hann er að skrifa leikrit sem verður farið að æfa eftir áramót. Enn eru ekki komnar tímasetningar en send verður út tilkynning þegar að því kemur að boða samlestur. Áhugasamir geta sett sig í samband við stjórn ef þeir hafa áhuga á að taka þátt í uppsetningunni á einn eða annan hátt. Hér koma nokkrar myndir frá námskeiðinu.

 


Örn, Ásdís, Ármann, Gunnar Karl, Jón Freyr og
Guðný Alda fylgjast spennt með.

Hjördís og Jón Freyr í hlutverkum sínum.
 

Ásdís og Guðríður spreyta sig á þjóðsögu

Ása Hildur segir sögu á leiklistarnámskeiðinu
 

Hluti stjórnar fór á stjórnunarnámskeið í tengslum við haustfund BÍL í september og nokkrir eru á leið á annað stjórnunarnámskeið á vegum Leiklistarskóla BÍL um næstu helgi í Hafnarfirði.

Þrír félagar tóku þátt í námskeiði í leikhúsförðun og gervum I á vegum Leiklistarskóla BÍL og einn félagi fór á framhaldsnámskeið.

Tveir félagar fóru á ljósanámskeið hjá Leikfélagi Selfoss og einn á helming þess, eða fyrirlesturinn.

Halaleikhópurinn hefur verið í samvinnuverkefni við Einleikhúsið þar sem 14 félagar hafa verið að leika. Auk þess sem einn félagi er atvinnuleikari í uppfærslu þess á Þjóðarsálinni.

 


28. sept. 2006

 

     
 

Hér koma fleiri myndir frá félagsfundinum.

Nú er búið að ákveða tímana sem leiklistarnámskeiðið verður og eru þeir hér til hægri á síðunni. Búið er að loka fyrir skráningu á námskeiðið.

Enn er opið fyrir skráningu í afmælisnefndina og ef fleiri hafa áhuga á að kaupa DVD eða Video upptöku af Pókók.

 

25. sept. 2006

Félagsfundur 23. sept. 2006   Metaðsókn var á félagsfundi Halaleikhópsins. Ármann Guðmundsson kynnti leikritið sem sett verður upp í vetur og leiklistarnámskeiðið sem fyrirhugað er í október. Margar hugmyndir komu upp á fundinum og ljóst að mikil gróska er fram undan í vetur. Stjórn vinnur nú að því hörðum höndum að vinna úr því.


Tímasetningar á námskeiðinu eru ekki alveg komnar en að öllum líkindum verður eitt kvöld á virkum dögum 2 tímar og svo 3 tímar um helgi. Endalegar dagsetningar verða ákveðnar í semráði við þá sem skrá sig á námskeiðið á fyrsta fundi þess.

  Félagsfundur 23. sept. 2006
Félagsfundur 23. sept. 2006  
Verðið er 1000-kr fyrir skuldlausa félagsmenn en 3600-kr fyrir aðra. Allir eru velkomnir en þurfa að skrá sig sem allra fyrst hjá Ásu Hildi sjá hér

 

Félagsfundur og veisla

Laugardaginn 23. sept. kl. 17.00 ætlum við að hittast í Halanum og hefja vetrarstarfið með stæl. Stjórnin hefur ákveðið að í stað þess að fyrri og núverandi stjórn fari út að borða hittumst við á fyrsta fundi leikársins og sláum upp veislu fyrir okkur öll.

Til þess að við vitum hversu mikið þarf að elda fyrir okkur þarf að skrá sig í matinn hjá This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. með sms í 692-3630 eða This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. fyrir mánudaginn 18. sept. nk.

Dagskrá:

1. Ármann Guðmundsson kynnir leikritið sem hann er að skrifa og tekið verður fyrir í vetur.

2. Ármann kynnir fyrirhugað leiklistarnámskeið í október

3. Kaffileikhús

4. Afmælisnefndin

5. Haustfundur BÍL

6. Önnur mál.

Við viljum hvetja þá sem hafa áhuga á leiklistarnámskeiðinu til þess að taka með sér vaktaplanið sitt og áætlanir fyrir haustið.

Á síðasta stjórnarfundi kom Sigrún Sól Ólafsdóttir hjá Einleikhúsinu að máli við stjórn Halaleikhópsins og falaðist eftir samstarfi vegna leikrits sem Einleikhúsið er að fara að setja upp í Reiðhöll Gusts í Kópavogi, vantar þeim leikara í hópatriði í sýningunni

Stjórnin ákvað að hvetja sem flesta Hala til þess að vera með.
Áhugasamir skrá sig sem fyrst hjá This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

 

3. sept. 2006

Fækkun í Halaleikhópnum !

 

Á síðasta aðalfundi félagsins var lögum félagsins breytt. Nýtt ákvæði kom inn í 6. mgr. 4. greinar sem hljóðar svo: Skuldi félagsmaður meira en þrjú árgjöld skoðast hann ekki lengur félagi. Sjá nánar hér

Eindagi félagsgjalda var 1. sept. sl. Þá var þessari nýju viðbót við lögin beitt í fyrsta sinn. Út fóru 32 félagar, nú eru félagar í Halaleikhópnum 73.

Vetrarstarfið er að fara í fullan gang. Nánari fréttir af því koma hér inn á næstu dögum.

 

 

22. ágúst 2006

 

Vetrarstarfið:

 

Ákveðið hefur verið að hefja vetrarstarfið með félagsfundi í september. Dagsetning er ekki komin en verður auglýst hér fljótlega. Stefnt verður að því að hefja vetrarstarfið með stæl og borða saman í Halanum eftir fundinn.

Í október er fyrirhugað leiklistarnámskeið með Ármanni Guðmundssyni sem situr nú sveittur við að skrifa fyrir okkur leikrit. Á félagsfundinum mun hann kynna það nánar.

Í nóvember stefnum við að því að vera með einhverja uppákomu. Allt í mótun ennþá.

 

 

28. maí 2006
 

Aðalfundur Halaleikhópsins var haldinn 28. maí 2006

 

 

Á fundinum var kosin ný stjórn: Ásdís Úlfarsdóttir er nú formaður, María Jónsdóttir varaformaður, Kristín R. Magnúsdóttir er áfram gjaldkeri, Ása Hildur Guðjónsdóttir er ritari og Helga Jónsdóttir meðstjórnandi. Sjá nánar á stjórnarsíðunni, Í varastjórn sitja áfram Einar Andrésson og Þröstur Steinþórsson en Guðríður Ólafsdóttir kemur ný inn.

 

 

Lagabreytingartillögur sem lágu fyrir fundinum voru samþykktar eftir nokkrar umræður. Nýsamþykkt lög félagsins má sjá á síðunni um Lög félagsins.

 

Reikningar félagsins töfðust hjá endurskoðanda svo þeir voru ekki tilbúnir til framlagningar.

 

Framhaldsaðalfundur verður haldinn mánudaginn 12. júní 2006 kl. 20.00 í Halanum.
Á dagskrá verða endurskoðaðir reikningar félagsins og önnur mál.

 

21. maí 2006

Aðalfundur Halaleikhópsins verður haldinn
sunnudaginn 28. maí 2006 kl. 16.00
í Halanum, Hátúni 12

Dagskrá fundar samkvæmt lögum:

1. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
2. Inntaka nýrra félaga.
3. Skýrsla formanns.
4. Afgreiddir endurskoðaðir reikningar félagsins.
5. Afgreiðsla tillagna sem borist hafa fundinum, svo sem Lagabreytingar.
6. Starfsemi næsta leikárs.
7. Kosning stjórnar, varastjórnar, tveir skoðunarmenn reikninga og fulltrúa á þing BÍL
8. Árgjald ákveðið.
9. Önnur mál


Kæru félagar!

Þið, sem eigið enn eftir að borga félagsgjaldið 1.100.00 kr., vinsamlega gerið það í síðasta lagi á fundinum. Samkvæmt lögum félagsins hafa aðeins skuldlausir félagar kosningarétt á aðalfundi. Æskilegast er að borga beint inn á 1175-26-9976 og muna að setja ykkar kennitölu með (í reitinn skýring greiðslu). Líka er hægt að borga með greiðslukorti. Ath.! þeir sem skulda félagsgjaldð í 3 ár eða meira, falla út af póstlista. Ef þið hafið breytt heimilisfangi, símanr/gsm/netfangi, vinsamlega tilkynnið það jafnóðum til Ásu Hildar í This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.i eða í síma 692-3630

Nýir félagar velkomnir.

Með bestu Halakveðju,
stjórn Halaleikhópsins.

 

Í aðalstjórn Halaleikhópsins leikárið 2005-2006 eru:

Formaður: Hanna Margrét Kristleifsdóttir (gefur ekki kost á sér)
Varaformaður: Ásdís Úlfarsdóttir (á eftir eitt ár samkv. 6.gr. laga)
Gjaldkeri: Kristín R. Magnúsdóttir (á eftir eitt ár samkv. 6.gr. laga)
Ritari: Sóley Björk Axelsdóttir (gefur kost á sér sem meðstjórnandi)
Meðstjórnandi: Stefanía Björk Björnsdóttir (gefur ekki kost á sér)

Kjósa skal:

Formann til tveggja ára (samkv. 6. gr. laga)
Ritara til tveggja ára (samkv. 6. gr. laga)
Meðstjórnanda til tveggja ára (samkv. 6. gr. laga)

Efirfarandi hafa gefið kost á sér til stjórnarsetu:

Til formanns: Helga Jónsdóttir,
Til ritara: Ása Hildur Guðjónsdóttir
Til meðstjórnanda: Sóley Björk Axelsdóttir

Í varastjórn eru:

Þröstur Steinþórsson (á eftir 1 ár samkv. 6.gr. laga)
Einar Andrésson (á eftir 1 ár samkv. 6.gr. laga)
Hjördís Vilhjálmsdóttir (var kosin til eins árs)

Kjósa skal 1 varamann til tveggja ára (samkv. 6. gr. laga)

Guðríður Ólafsdóttir hefur gefið kost á sér til varamanns

Kjósa skal 2 Skoðunarmenn.

Samkvæmt lögum félagsins mega félagsmenn gefa kost á sér hvenær sem er þannig að ef fleiri hafa áhuga á að gefa kost á sér til stjórnarsetu eru þeir hvattir til að hafa samband við stjórn félagsins.

Tillögur til lagabreytinga liggja fyrir og má sjá HÉR.

 

16. maí. 2006

 

Nú er sýningum á Pókók lokið. Framundan er Eurovisionkvöld og ýmislegt skemmtilegt.

 

Silvía nótt

 

Fimmtudaginn 18. maí munum við horfa saman á forkeppnina í Eurovision á breiðtjaldi. Húsið opnar 18.30 allt verður með hefðbundnu sniði, fólk kemur með sér drykki og snarl og leggur í púkk. Nánari upplýsingar um lögin í forkeppninni má finna á Eurovisionvef RUV

Sama fyrirkomulag verður á laugardaginn 20 maí Þegar við horfum líka saman á Aðalkeppnina. Húsið opnar 18.30

Fyrir sanna Eurovision aðdáendur má finna öll gömlu góðu vinningslögin HÉR

Allir eru velkomnir.

 

Aðalfundur Halaleikhópsins verður haldinn sunnudaginn 28. maí kl. 16.00. Nánari upplýsinginar koma næstu daga. Þangað eru nýjir félagar sérstaklega boðnir velkomnir. Sjá aðalsíðu

12. maí 2006

Árlega heldur Þjóðleikhúsið keppni um athyglisverðustu áhugasýningu. Vinningshafinn fær tækifæri til að setja sýningun upp á fjölum Þjóðleikhússins. Í ár sendi Halaleikhópurinn Pókók inn í keppnina. Úrslit voru kynnt á þingi BÍL sl. helgi. Leikfélag Selfoss vann að þessu sinni með Þurðíði og Kambsránið, en í umsögn um aðrar áhugaverðar sýningar fékk Pókók þessa umsögn:

Af vef Þjóðleikhússins:

Halaleikhópurinn skilaði stórskemmtilegri sýningu á Pókók eftir Jökul Jakobsson í eigin húsakynnum, en leikhópurinn hefur nú starfað í fjórtán ár á höfuðborgarsvæðinu og hefur fyrir löngu sannað gildi sitt sem eitt af athyglisverðari leikfélögum borgarinnar. Í ár var sérstaklega gaman að sjá samstarf fatlaðra félaga leikhópsins við leikara sem hafa m.a. starfað með Leikfélagi Mosfellssveitar og Leikfélaginu Hugleik.

Nánar hér
   
24. apríl 2006  

 

Halaleikhópurinn tekur þátt í List án landamæra

 

List án landamæra

Bæklingur

1. maí mun Halaleikhópurinn sýna brot úr Pókók í Borgarleikhúsinu. Þetta er í fyrsta sinn sem hópurinn tekur þátt í hátíðinni "List án landamæra" Fjölbreytt dagskrá verður frá 18.00 til 20.00 frítt inn og allir velkomnir

Dagskrá í borgarleikhúsinu:

  • Draumasmiðjan í samvinnu við Hafnarfjarðarleikhúsið sýnir brot úr Viðtalinu
  • Danshópur sérsveitarinnar og hreyfiþróunarsamsteypan sýna frumsamið dansverk
  • Halaleikhópurinn sýnir brot úr Pókók
  • Hugarafl og nemendur í leiklistaráfanga fyrir lengra komna í MH sýna spunann "Mismunatengsl"
  • Perlan sýnir Midas konung
  • Blikandi stjörnur sýna brot úr söngleik

List án landamæra hófst í dag 25. apríl og stendur til 13. maí fjölbreytt dagskrá er alla daga um allt land. Bækling með dagskránni má nálgast á PDF formi hér til hliðar.

 

27. mars 2006

Ávarp á alþjóða leikhúsdaginn 27. mars 2006

Stígur Steinþórsson
Stígur Steinþórsson
Segjum svo að manneskja standi upp í fjölmenni og heimti athygli viðstaddra þá er það ekki endilega leiklistarviðburður. En ef manneskjan fer upp á kassa er það í áttina, gæti þó verið framboðsræða eða predikun, jafnvel kynning á nýrri tannkremstegund.

Ef manneskjan talar mjög hátt og tilgerðarlega, syngur og dansar eða hreyfir sig óvenjulega, klæðist furðulegum fötum eða bara alls engum fötum, þá er þetta örugglega leiklist. Sérstaklega ef hún er alsber.

Ef manneskjan í þokkabót segir safaríkar lygasögur, sem fanga athyglina, þá er þetta pottþétt leikari. Þó aðeins ef allir áhorfendur samþykkja lygasöguna sem eitthvað betra og hafið yfir sannleikann um stundarsakir. Leikarinn er mjög góður ef áhorfendur gleyma því að þeir þurfa að pissa í svona einn og hálfan klukkutíma. Hugmyndaflug, innsæi og sköpunargáfur leikarann kallar fram nákvæmlega þessa sömu eiginleika í sérhverjum áhorfenda og úr verður það sem kallast leiklist.
Þetta samspil er kjarninn.

Til að auka áhrifamátt hans og fjölbreytni hafa tveir og svo fleiri leikarar tekið sig saman og þá hefur þurft að stækka kassann, jafnvel smíða upphækkaðan pall. Síðan hengja upp tjöld til að fela ljótan bakgrunn, reisa þak út af rigningu, tengja ljóskastara til að vinna á myrkrinu en til að fara hratt yfir þróunarsöguna þá höfum við nú það sem við nefnum leikhús. Þar vinnur gifulegur fjöldi fólks að því að spinna og vefa dýrindis klæði úr engu, líkt og vefararnir í sögunni um nýju fötin keisarans. En ólíkt þeim svindlurum er enginn að svíkja vísvitandi heldur allir að reyna að gera eins vel við leiksýninguna og hægt er.

Öll viljum við að lygasögurnar afhjúpi sannleikann, ef það skyldi mistakast væri ofboðslega frískandi ef áhorfendur myndu taka sér barnið úr sögunni til fyrirmyndar og kalla hátt og snjallt yfir allan salin: „en hann er ekki í neinu”!

Í tilefni af alþjóða leiklistardeginum 2006, Stígur Steinþórsson

14.mars 2006  
Ég vil vekja athygli Halafélaga á því að á morgun hefst skráning í Leiklistarskóla Bandalagsins. Allar nánari upplýsingar eru á heimasíðu BÍL og bæklinginn má nálgast hér. Þarna er gott tækifæri fyrir leikara, leikstjóra og förðunarfólk til að ná sér í góða menntun. Trúðalógó
8. mars. 2006
Fréttatilkynning:
Halaleikhópurinn, þar sem skortur á
hefðbundinni fötlun er engin fyrirstaða!

Laugardaginn 11. mars, klukkan 20:00, mun Halaleikhópurinn, leikhópur fatlaðra og ófatlaðra, frumsýna íslenskt leikrit. Leikrit þetta er fyrsta leikverk Jökuls Jakobssonar og vakti það vonir um að mikið leikskáld væri í fæðingu sem og varð raunin. Jökull er eitt besta leikskáld sem við höfum átt. Verk hans eru stórbrotin umfjöllun um samtímann, sálarkima mannskepnunnar og á stundum hárhvöss ádeila á íslensku þjóðarsálina. Með hverju verki magnaðist innsæið og verkfæri leikhússins léku í höndum hans.

Pókók er gamanleikur sem fjallar um mann sem er ný sloppinn af Litla hrauni. Hann ætlar að setja á markað og græða stórkostlega á sælgæti, sem vinur hans og samfangi fann upp. En ekki er auðvelt að fylgja hinum gullna vegi til ríkidóms og ekki er sælgætið eins vænt og talið var í fyrstu. Inn í leikritið fléttast blekkingar, svik og brögð. Fegurðardrottningar og óprúttnir þjófar. Leikritið er í 4 þáttum og er tímalaust. Það var samtímasaga þegar það var sett upp fyrst en gæti einnig gerst nú tæpum 50 árum seinna.

Sýningar verða í okkar litla og notalega leikhúsi að Hátúni 12 og vonandi verða þær sem flestar.

Nánari upplýsingar á halaleikhopurinn.is og í síma 552-9188.

 
1.mars. 2006
Það sem enn vantar af leikmunum er:

Alls konar lopa/ ullar / í sauðalitunum/ dót, má gjarnan vera slitið td. :
Húfur, treflar, sokkar (stroffið er nóg), vettlingar, sjöl, peysur.
Gúmmiskó no. 42
Sixpensara helst snjáðan
Stórteinótt jakkföt eða Blazerjakka no. ca.52

4.mars. 2006

Enn styttist leikmunalistinn og leikmyndin er senn að fæðast enn vantar fúsar hendur. Þá sérstaklega einhvern sem getur unnið upp fyrir sig með borvél. Búningarnir eru að skríða saman og textinn að kominn hjá flestum leikurum að mestu. Þannig að nú fer allt að renna.

Stefnt er að frumsýningu á Pókók eftir Jökul Jakobsson eftir viku 11. mars nk. og spennan magnast með hverjum deginum. Sýningarplan kemur á mánudaginn og verður auglýst hér.

1.mars. 2006

Það sem enn vantar af leikmunum er:

Alls konar lopa/ ullar / í sauðalitunum/ dót, má gjarnan vera slitið td. :
Húfur, treflar, sokkar (stroffið er nóg), vettlingar, sjöl, peysur.
Gúmmiskó no. 42
Sixpensara helst snjáðan
Stórteinótt jakkföt eða Blazerjakka no. ca.52

 


27. feb. 2006
 


Bréf frá formanni:

Hanna Margrét  

Hæ hó Pókók félagar mínir

Á þriðjudag verður rennsli en fyrir það verður fundað um sýningartíma.

Mæting er því kl. 19:00. Mikilvægt er að allir verði stundvísir svo það gangi greiðlega að finna tíma og við getum byrjað rennslið.

Kveðja,
Hanna formaður:-)


Lénsherra leyfist að benda á þessa yndislegu gæs sem vil loða við öxlina á formanninum eftir að undirbúningur PÓKÓKs hófst.

Enda fór það svo á endanum að Hanna fékk hlutverk Gauju Gæs.

25. feb. 2006

Hér koma skemmtilegar myndir af nokkrum duglegum Hölum sem létu hendur standa fram úr ermunum í vikunni

Kristinn og María munda penslunum   Formanninum er ýmislegt til lista lagt og  
Kristinn og María munda penslunum   Formanninum er ýmislegt til lista lagt og
Árni spáir alvarlega í málningarvinnuna
 
       
Arnar og Stefanía eru svolítið   Sóley mundar rúllunni á barnum  

Arnar og Stefanía eru svolítið
heilluð af P stæðunum

  Sóley mundar rúllunni á barnum  

25. feb. 2006

Það sem vantar af leikmunum enn er:

Alls konar lopa/ ullar / í sauðalitunum/ dót, má gjarnan vera slitið td. :
Húfur, treflar, sokkar (stroffið er nóg), vettlingar, sjöl, peysur.
Smávegis af tómum glærum vínflöskum, pelar eða 1/2 líters
Gerviblóm í 1/2 blómavasa
Löggukylfu eða eitthvað í þá áttina
Nokkur Viskýglös 6- 10 samstæð
Svartar möppur nokkrar eins til að nota í hillu
Plöntur helst ætar
Graslauksplöntur
Gulur matarlitur
Fínn herrahattur
Skotthúfa
Flöskustútur

 


19. feb. 2006

Nú er vikuhlé á æfingum hjá leikurunum og þeir sitja sveittir heima með handritin sín og lesa þau upp til agna. Því hér eftir verða ekki leyfð handrit á sviði Pókóks.

Leikmyndadeildin fer hamförum undir dyggri stjórn Þrastar og Einars. Ýmislegt þarf að smíða og mála. Hjálpfúsar hendur eru vel þegnar hafið bara samband við kappana sem skipuleggja verkið.

Stjórnin stendur í stórræðum við undirbúning og leikskrá er að fæðast ásamt ýmsu fleiru. Óhætt er að segja að í mörg horn er að líta í Halanum þessa dagana.

Leikmunadeildin og búningadeildin eru líka á fullu með Stefaníu, Helgu og Unni Maríu fremstar í flokki. Enn vantar ýmislegt og set ég nýuppfærðan proppslista hér fyrir neðan:

Það sem vantar er:


Alls konar lopa/ ullar / í sauðalitunum/ dót, má gjarnan vera slitið td. :
Húfur, treflar, sokkar (stroffið er nóg), vettlingar, sjöl, peysur.
Seðlaveski, gömul kort allskonar dót fyrir óprúttna þjófa
Fullt af tómum glærum litlum vínflöskum
Skýluklútur/skotthúfa
Flöskustútur með sjússaskammtara
Gerviblóm í 1/2 blómavasa
Löggukylfu eða eitthvað í þá áttina
Lögguhúfur 2 stk.
Nokkur stk. Sælgætisöskjur
Nokkur Viskýglös 3-6 samstæð
Hvít kerti venjuleg
Úr
Stóra bangsa
Hálsól
Plöntur helst ætar
Graslauksplöntur
Gamla ölkassa
Flautur (f. löggur ofl.) Gulur matarlitur
Fínn herrahattur
Fínn herraklútur


Nammidós

Þetta eru sælgætisöskjurnar eftirsóttu

17. feb. 2006

Kæru Halar!
Þessi orðsending kemur á síðustu stundu en vegna tæknilegra örðugleika þá var alls óvíst að þetta yrði hægt en það tókst!

Evrovision í Halanum !
Laugardaginn 18. febrúar verður úrslitakeppni íslenska Eurovision sýnd á stóru tjaldi í Halanum. Húsið opnar 19.40 en keppnin sjálf byrjar 20.10
Allar nánari upplýsingar um keppnina má sjá á vef RUV
Við höfum þetta bara á gamla góða Halaháttinn, hver og einn kemur með sína drykki og eitthvað til að leggja í púkkið. Leikum svo bara lausum hala um salinn.
Aðgangseyrir: Gott skap og jákvætt hugarfar.
Staður Halinn Hátúni 12. 105 Reykjavík að norðanverðu


Bíónefndin

15. feb. 2006

pokok_afing.jpg  

Nú er síðasta vikan fyrir frí og allt í fullum gangi, æft stíft og ýmsir endar hnýttir eftir föngum.

Leikstjórinn þetta árið er ansi frumlegur. Á einni æfingunni náðist þessi skondna mynd þar sem Eggert Eggjárn var hreinlega bundinn uppí loftið með þvottasnúru, og Jón Bramlan og Óli Sprengur stigu hanadans kringum hann.

Já óhætt er að segja að það sé stundum heitt í kolunum eins og vera ber. Og mikið fjör.

Þrátt fyrir góð viðbrögð við leikmunalistanum sem formaðurinn sendi út vantar okkur enn ýmislegt og enn bætist á listann. Hér fyrir neðan er uppfærð útgáfa af listanum. Svo kæru Halar endilega athugið hvort þið lumið á þessum gersemum og lánið okkur ef nokkur kostur er.


Það sem vantar er:


Alls konar lopa/ ullar / í sauðalitunum/ dót, má gjarnan vera slitið td. :
Húfur, treflar, sokkar (stroffið er nóg), vettlingar, sjöl, peysur.
3 möppur helst renndar, tvær eiga að vera eins
Vasaklútur stórköflóttur (Ekki þessir gömlu góðu tóbaksklútar)
Fínn herraklútur
Seðlaveski, gömul kort allskonar dót fyrir óprúttna þjófa
Fullt af tómum glærum vínflöskum
Skýluklútur/skotthúfa
Flöskustútur með sjússateljara
Tappatöng (til að setja tappa á gos/bjórflöskur) og tappa
Gerviblóm í 1/2 blómavasa
Löggukylfu eða eitthvað í þá áttina
Lögguhúfur 2 stk. Nokkur stk. Sælgætisöskjur
Hvít kerti venjuleg
Fjaðratreflar
Vasaúr
Svarta dulu
Úr
Stóra bangsa
Hálsól
Hundaól útdraganleg
Dropaglös
Plöntur helst ætar
Graslauksplöntur
Langt munnstykki
Gamla ölkassa
Flautu (f. löggur)


NammidósÞetta eru sælgætisöskjurnar eftirsóttu

9. feb. 2006

Hanna Margrét

Heil og sæl félagar,

Nú er mikið um að vera í Halanum. Leikritið Pókók er að taka á sig skemmtilega mynd og allir skemmta sér konunglega á æfingum, þetta er jú gamanleikur sem verið er að æfa:-). Allir leikarar eru komnir, ljósamenn einnig komnir. Sviðið er að taka á sig fallega mynd og mikið líf í Halanum sem endranær.

Dagana 20. febrúar til 25. febrúar verður þó gert hlé á æfingum og sviðið, búningar og leikmunir klárað. Mála þarf hluta af salnum og vantar okkur hjálpfúsar og viljugar hendur við verkið.

Einnig við að finna og/eða sauma búninga og leikmuni. Við látum fylgja með lista af þeim leikmunum sem okkur vantar ennþá. Svo nú er um að gera að hafa augun opin, láta okkur svo vita ef eitthvað finnst einhversstaðar og við verðum snör í snúningum.


Það sem vantar er:


Alls konar lopa/ ullar / í sauðalitunum/ dót, má gjarnan vera slitið td. :
Húfur, treflar, sokkar (stroffið er nóg), vettlingar, sjöl, peysur.
Vasaklútur stórköflóttur (Ekki þessir gömlu góðu tóbaksklútar)
Fínn herraklútur
Herra hattur
3 möppur helst renndar, tvær eiga að vera eins
Seðlaveski, gömul kort allskonar dót fyrir óprúttna þjófa.
Stór hallærisleg gleraugu á saklausa sveitastelpu.
Fullt af tómum glærum vínflöskum
Skýluklútur/skotthúfa
Langt munnstykki
Málmlituð ruslafata
Flöskustútur með sjússateljara

Fjaðratreflar
Vasaúr
Svarta dulu
Úr
Gerfiblóm í 1/2 vasa.
Nokkur stk. Sælgætisöskjur

Nammidós

Okkur þætti vænt um að heyra frá ykkur. Ef þið vitið hvar hægt er að nálgast þessa hluti fyrir lítinn pening eða ef þið eigið eitthvað sem þið getið lánað okkur. Þá getið þið haft samband við mig í síma: 8962786 eða sent mér tölvupóst í This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.. Einnig getið þið haft samband við Stebbu í síma 8440843 eða sent henni tölvupóst í This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Með kveðju, vonast til að sjá ykkur sem flest á leikritinu Pókók

Hanna formaður Halaleikhópsins

 

4. feb. 2006
Fréttatilkynning frá BÍL:

Margt smátt í Borgarleikhúsinu
Margt smátt 2006Margt smátt, stuttverkahátíð Bandalags íslenskra leikfélaga, verður haldin í Borgarleikhúsinu föstudaginn 5. maí nk. kl. 20:00 í tengslum við aðalfund Bandalagsins sem haldinn verður í Félagsheimili Seltjarnarness 6. og 7. maí.

Til að hvetja sem flest aðildarfélög til þátttöku í hátíðinni verður ekki valið inn á hana, aðeins sett 15 mínútna tímamörk á sýningarnar. Tímalengd hátíðarinnar í heild verður 3 klst. með tveimur hléum. Ef það margar umsóknir berast að séð verður að tímaramminn haldi ekki, verða þau félög sem sækja um að koma með flestar sýningar á hátíðina beðin um að draga einhverja af sínum til baka.

Þrjár sýningar verða tilnefndar og ein þeirra síðan útnefnd sem „sýning hátíðarinnar“.

Þátttökutilkynningum þarf að skila til skrifstofu BÍL fyrir 1. apríl. Þann 5. apríl verður tilkynnt hvaða verk verða sýnd á hátíðinni.

1. feb. 2006

Leikendur í PÓKÓK eru:
Óli Sprengur, fyrrum Litlahraunsfangi

Gunnar Ólafur Kristleifsson

Emanúel, Efnafræðingur og fyrrum Litlahraunsfangi Gunnar Gunnarsson
Jón Bramlan, Tvöfaldur forstjóri m.m. Sigurgeir Baldursson
Iða Brá, Fegurðardrottning, dóttir Bramlans María Jónsdóttir
Eggert Eggjárn, Einkaritari Bramlans Daníel Þórhallsson
Elín Tyrfingsdóttir, Heimasæta frá Hreggnasastöðum Ásdís Úlfarsdóttir
Skrítla, Gengilbeina Stefanía Björk Björnsdóttir
Gauja Gæs, Unnusta Óla Sprengs Hanna Margrét Kristleifsdóttir
Kiddi Gufa, Glæpon Jón Freyr Finnsson
Stenni Stím, Glæpon Árni Salomonsson
Beinteinn Sveinteinsson, Barnakennari Jón Þór Ólafsson
Fríða Morguns, Formaður mæðrafélagsins Alltaf á brjósti Guðríður Ólafsdóttir
Lárus Popp, Formaður rannsóknarnefndar Örn Sigurðsson
Láfi Lögga Bjarki Gunnarsson
Siggi Lögga Guðbrandur Loki Rúnarsson
Smákrimmi og barn Björk Guðmundsdóttir
Smákrimmi og barn Guðný Alda Einarsdóttir
Smákrimmi og barn Sigríður Ósk Geirsdóttir

27. jan. 2006


PÓKÓK er smá saman að taka á sig mynd. Leikmyndasmiðirnir Þröstur og Einar fara hamförum þessa dagana. Búningapælingar eru komnar á flug. Leikskráin er öll að koma til og leikarar æfa stíft þessa dagana.

Á föstudagskvöldið var lögguæfing. Unnur María tók löggurnar okkar Loka og Bjarka í stífa gönguþjálfun svo nú ganga þeir í takt og kunna hin ýmsu trix. Vonandi hinir leikararnir þori nú að mæta köppunum.
     
Björk, Daníel, Villi og Geir í miklum pælingum um stöður  

Björk, Daníel, Villi og Geir í miklum pælingum um stöður

     
Ásdís, Jón Þór, Jón Freyr, Árni, Guðríður, Geir og Villi í ham á æfingu sl. helgi.   Ásdís, Jón Þór, Jón Freyr, Árni, Guðríður, Geir og Villi í ham á æfingu sl. helgi.

17. jan. 2006

Kæru Halar!

Nú er mikið um að vera í Halaleikhópnum. Verið er að æfa Pókók. En fleira er í farvatninu. Ármann Guðmundsson ætlar að skrifa fyrir okkur leikrit og ætlar sér að nýta aðstoð okkar við að skrifa leikritið.

Til þess að gera þá vinnu besta úr garði er einmitt verið í þessum skrifuðu orðum að skipa 5 til 6 manna hóp sem mun verða honum til halds og trausts við skriftirnar.

En á laugardaginn 21. janúar klukkan 17:00 eftir æfingu á Pókók munum við þurfa á ÖLLUM Hölum að halda. Því þá verður þankarokstund þar sem allir geta komið með reynslusögur sem þeir hafa upplifað. Munu þessar sögur m.a. verða efniviður leikritsins þannig að nú er um að gera að koma og leggja sitt af mörkunum.

Notum hugmyndaflugið og verum með!

Hér handsalar Kristín R. Magnúsdóttir gjaldkeri Halaleikhópsins samning við Vilhjálm Hjálmarsson um að leikstýra Pókók   Því næst var skrifað undir samning við Ármann Guðmundsson um að semja leikrit fyrir Halaleikhópinn til að setja upp á 15. ára afmælisári Halaleikhópsins 2007
Hér handsalar Kristín R. Magnúsdóttir gjaldkeri Halaleikhópsins samning við Vilhjálm Hjálmarsson um að leikstýra Pókók   Því næst var skrifað undir samning við Ármann Guðmundsson um að semja leikrit fyrir Halaleikhópinn til að setja upp á 15. ára afmælisári Halaleikhópsins 2007

17. jan. 2006

Nú eru æfingar á Pókók komnar á fullt skrið og mikið um að vera. Gjaldkerinn situr sveittur við undirskriftir og allir eru nýttir í eitt og annað enda í mörg horn að líta.

Enn fjölgar félögum í Halaleikhópnum og eru nú komnir í 102 sem er sögulegt hámark. Sumir eru mjög virkir og allt í öllu, aðrir hafa hægar um sig og koma þegar þeir eru kallaðir til.

Víst er að það er líf og fjör í Halanum eins og við köllum afdrepið okkar í kjallara Sjálfsbjargarhússins Hátúni 12. Hlátrasköll og pískur í hverju skúmaskoti.6.janúar 2006

Nú er fyrstu tveimur samlestrum á PÓKÓK lokið og spenna farin að hlaupa í leikinn.

Hver hreppir hvaða hlutverk ?

Hver fær að jarma næst ?

Hver verður Iða Brá verður það karlmaður eða kvenmaður?

  Frá samlestri
Frá samlestri

Góð stemming var í hópnum, en eins og sjá má á myndunum voru Halar svo áhugasamir um leikritið að þeir máttu bara ekkert vera að því að líta upp og brosa til ljósmyndarans.
 


Ljóst er að það vantar enn leikara í verkið, ef þú hefur áhuga, þá erum við niður í Halaleikhúsinu Hátúni 12. að norðanverðu á laugardaginn
kl. 13.00 - 17.00 og sunnudag
kl. 14.00 - 18.00. Nú eða bara senda okkur This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. ef þú kemst ekki á þeim tíma

  Stefanía, Örn og Vilhjálmur leikstjóri
 
Nú svo er að sjálfsögðu Elviskvöldið á laugardag sjá hér Þar verður eflaust mikið stuð að hætti Halanna
  Frá samlestri

2.janúar 2006

Það er líf og fjör hjá Halaleikhópnum þessa dagana og ýmislegt í bígerð það helsta er:

,,Pókók" eftir Jökul Jakobsson í leikstjórn Vilhjálms Hjálmarssonar

Á miðvikudaginn klukkan 19:00 – 22:00 í Halanum, Hátúni 12, verður fyrsti samlestur á leikritinu ,,Pókók" eftir Jökul Jakobsson. Þetta er þrælskemmtilegt og ærslafullt leikrit sem allir ættu að hafa gaman af.

Vilhjálmur Hjálmarsson ætlar að leikstýra okkur í þetta skiptið. Allir ættu að kannast við Villa sem hafa nálægt leikhópnum komið því hann hefur séð um að lýsa upp okkar ástkæra hóp í mörg ár!

Næsti samlestur er síðan á fimmtudag 5. janúar klukkan 19:00. Laugardaginn 7. janúar klukkan 13:00 verður síðan skipað í hlutverk og allur undirbúningur settur í fimmta gír. Eftir þetta verða svo æfingar 7. Janúar klukkan 13:00 og 8. janúar klukkan 14:00.

Verum með í að skrifa leikrit!

Ármann Guðmundsson hefur ákveðið að skrifa nýtt íslenskt leikrit í samvinnu við Halaleikhópinn. Í því skyni eigum við eftir að halda eitt ef ekki fleiri ,,skriftarkvöld" þar sem þeir sem hafa áhuga á að vera með í fæðingu þessa stórmerka atburðar koma saman í stórkostlegu þankaroki! Nánar auglýst síðar.

Elvis á afmæli

Elvis Presley hefði átt afmæli 8. janúar 2005. Þessvegna ætla nokkrir Halar að hittast í Halanum 7. janúar klukkan 20:00 og horfa saman á eina kvikmynd með honum, þ.e.a.s. myndina ,,Love me tender". Eftir það munu þeir horfa á tónleika með honum sem voru teknir upp á Hawaii. Á miðnætti verður skálað fyrir afmælisdegi kóngsins í þeim vökva sem verður til og á ábyrgð hvers og eins.

Kynningarnefnd

Árni Salomonsson hefur verið settur í kynningarnefnd. En hann er svolítið einmana í þeirri nefnd og auglýsir eftir fleirum til að vera með. Áhugasamir hafi samband við hann eða formann.

Stuttmynd

Verið er að undirbúa gerð fyrstu stuttmyndar Halaleikhópsins eftir handriti Andra Valgeirssonar. Undirbúningur gengur ágætlega og munu nánari upplýsingar koma síðar. Athugið að þeir sem hafa áhuga á að starfa að þessu geta haft samband við Árna Sal. eða formanninn. Upptökur verða einhverntímann í vor. ATHUGIÐ, eftir leikritið.....

 

Nú eins og sjá má mikið um að vera og nóg að gera fyrir alla sem hafa áhuga! Samt er um að gera að fara ekki yfir um, heldur vega og meta hvað hver og einn treystir sér í og umfram allt að hafa gaman að hlutunum!

 

Með Kveðju!

Árni Sal

Kynningarpési.

30. des. 2005

Gleðilegt og farsælt nýtt ár

Takk fyrir samstarfið á liðnu ári

Halaleikhópurinn hefur ráðið Vilhjálm Hjálmarsson til að leikstýra næsta verkefni Pókók eftir Jökul Jakobsson.

Pókók var fyrsta leikritið sem Jökull skrifaði. Það var frumsýnt hjá Leikfélagi Reykjavíkur í Iðnó 12. janúar 1961