Ágætu félagar
Fimmtudaginn 9. apríl boðar stjórn til félagsfundar kl. 20.00 í Halanum Hátúni 12, 105 Reykjavík.
Við þurfum að ræða stöðu Halaleikhópsins og framtíðarplön.
Fjárhagsstaða félagsins er mjög alvarleg um þessar mundir og einnig hefur virkni félaga verið lítil í vetur. Okkur langar að ræða þetta, heyra í félögum og fá hugmyndir um hvernig þið sjáið fyrir ykkur framtíð leikfélagsins.
Halaleikhópinn vantar núna fólk til starfa sem hefur brennandi áhuga og er til í að framkvæma eitthvað skemmtilegt sem skilar félaginu meiri virkni og aur í vasann. Við höfum þetta fína húsnæði, tól og tæki sem við þurfum að nota betur, innan raða okkar leynist fólk með alls konar hæfileika sem við þurfum sárlega á að halda núna.
Ertu með hugmynd að einhverjum gjörningi, ertu með handrit eða hugmynd af handrit sem hægt væri að vinna áfram, ertu tilbúin/n að leikstýra atburði, ertu til í að leika, sjá um búninga, förðun, ljós, hljóð, tónlist, kaffi, vera með uppistand, einhverskonar námskeið, vinnustofur eða eitthvað allt annað. Gaman væri að standa fyrir kvöld eða dag fjáröflunar skemmtunum í vor og haust og vonandi þurfum við ekki að bregða af vananum og getum sett upp leikrit í fullri lengd næsta vetur þó útlit sé ekki þannig núna.
Þykir þér vænt um Halaleikhópinn? Ef svo er komdu á fundinn og sjáum til hvort við getum ekki stefnt kærleiknum til leiklistarinnar í skemmtilegan frjóan og gefandi farveg sem leiðir Halaleikhópinn áfram veginn.
Komistu ekki þetta kvöld en ert með hugmyndir endilega sendu okkur tölvupóst á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Hristum heilasellurnar saman, sjáumst fimmtudaginn 9. apríl kl. 20.00
Heitt verður á könnunni og öllum frjálst að koma með eitthvað með kvöldkaffinu
Nýjir félagar velkomnir
Kveðja stjórnin