Fréttir 2012

Fréttir af vef Halaleikhópsins 2012

 

23. okt. 2012

Rympa á ruslahaugnum

Herdís Egilsdóttir  

Stjórn Halaleikhópsins hefur samið við höfund leikritsins sem tekið verður til sýningar í vetur og er það Rympa á ruslahaugnum eftir Herdísi Egilsdóttur, kennara.

Herdís Egilsdóttir er fædd á Húsavík 18. júlí 1934. Hún lauk stúdentsprófi frá MA og kennaraprófi frá Kennaraskóla Íslands 1953.

Herdís kenndi lengst af starfsferils sins við skóla Ísaks Jónssonar.

Herdís hefur gefið út heilmikið af bókum, sjónvarpsefni og leikritum fyrir börn. Auk þess hefur hún þróað kennsluaðferðina Kisuland sem er kennsluaðferð í samfélagsfræði.

Henni hefur hlotnast ótal viðurkenningar og verðlaun fyrir starf sitt og rithöfundaferil.

Eftir að hún hætti kennslu árið 1998 fór hún að sinna því að breiða út kennsluaðferð sem hún kallar Landnámsaðferðina.

Verkið er leikrit fyrir börn á öllum aldri og hefjast æfingar þann 1. nóvember nk.

Leikritið fjallar um hana Rympu sem lifir og býr nú á Ruslahaugnum . Hún er frekar ófyrirleitin og hagar lífi sínu ekki alltaf eftir lögum og reglu. Undir harðsoðnu yfirborðinu býr reynsla frá æsku. Hún er svolítið einmana með tuskukarlinum sínum er það mjög kærkomið þegar hún fær heimsókn tveggja afskiptra barna. Tekur hún þau í sína umsjá og ætlar að kenna þeim ljótar listir. Inn í söguna koma leitarmaður, kerfiskarl sem vill helst geyma börn og gamalmenni í búrum og gömul amma sem er yfirgefin og gleymd á elliheimili. En allt fer vel að lokum.

Leikstjóri er Herdís Ragna Þorgeirsdóttir. Hún hefur verið viðloðandi leikhús í rúmlega 40 ár. Hún hefur leikið í fjölda leikrita og sótt námskeið eins og í framsögn, ljóðalestri, trúðaleik og almennum leiklistarnámskeiðum. Hún sótti masterclass námskeið sem gaf henni réttindi til að auglýsa sig og vinna við leikstjórn.

 

15. okt. 2012

HITTINGUR Í HALANUM
miðvikudaginn 17. okt. kl. 20.00

Ágæti félagi!

Nú er vetrarstarfið að hefjast og félagar hvattir til að hittast í Halanum, Hátúni 12, þann 17. október kl. 20.00. Þar fer fram kynning á leikverkinu Rympa á ruslahaugnum, eftir Herdísi Egilsdóttur.

Herdís Ragna Þorgeirsdóttir leikstjóri, mun kynna verkið ásamt því að ræða um fyrirætlanir sínar um námskeið eða „samanhristing" eins og hún nefnir það. Félagar eru hvattir til að koma til skrafs og ráðagerða.

Frekari upplýsinga um leikritið kom hér á síðuna fljótlega.

Sjáumst hress og kát þann 17. október.

Stjórnin

 

14. okt. 2012

Halaleikhópurinn tuttugu ára þann 27. september.

Nokkrar myndir úr afmælisveislunni

 
 
     
 
     
 
     
 
     
 
     
 

Ljósmyndari Höskuldur Höskuldsson

26. sept. 2012

Halaleikhópurinn tuttugu ára þann 27. september.

Leikfélagið var formlega stofnað 1992 en nokkrum misserum áður höfðu nokkrir einstaklingar úr hópi hreyfihamlaðra sýnt áhuga á leiklist fyrir fatlaða.

Áður en til stofnunar leikhópsins kom var Edda V. Guðmundsdóttir fengin til að halda námskeið og síðar Guðmundur Magnússon.

Eftir nokkra þróun var haldinn undirbúningsfundur þar sem kosin var nefnd til að undirbúa stofnun leikhóps sem væri bæði fyrir fatlaða og ófatlaða.

Þeir sem stóðu hvað helst að undirbúningi voru þeir Sigurður Björnsson, Guðmundur Magnússon og Ómar Walderhaug.

Á stofnfundinum þann 27. september 1992 skráðu sig sem félaga u.þ.b. jafnmargir fatlaðir sem ófatlaðir, enda segir í markmiðsgrein félagsins „Tilgangur félagsins er að efla og iðka leiklist með aðgengi fyrir alla.“

Í tilefni af afmælinu mun húsnæði Halans í Sjálfsbjargarhúsinu, Hátúni 12, verða opið frá kl. 16.30 til 18.00 sunnudaginn 30 september, þar verða til sýnis sitthvað af búningum og leikmunum úr nokkrum af þeim verkum sem Halinn hefur sett á fjalirnar, auk þess verður í gangi myndsýning.

 

 

5. sept. 2012

Herdís Ragna Þorgeirsdóttir ráðin sem leikstjóri

Þröstur Jónsson formaður og Herdís Ragna Þorgeirsdóttir
skrifa undir leikstjórnarsamning.
 

Í lok júlí var skrifað undir leikstjórasamning við Herdísi Rögnu Þorgeirsdóttur.

Hún var ráðin til að leikstýra okkur næsta leikár.

Herdís Ragna hefur verið viðloðandi leikhús í rúmlega 40 ár. Hún hefur leikið í fjölda leikrita og sótt námskeið eins og í framsögn, ljóðalestri, trúðaleik og almennum leiklistarnámskeiðum. Hún sótti masterclass námskeið sem gaf henni réttindi til að auglýsa sig og vinna við leikstjórn.

 

26. ágúst 2012

Halafréttir ágúst 2012

Félagsfundur, nýr leikstjóri, þjóðhátíð, félagsgjöldin,
afmæli, samkeppni um nýtt logo ofl.

 

Kæru félagar. Nú fer að líða að hausti og vonandi eru allir hressir og kátir eftir yndislegt sumar og fullir orku til að takast á við spennandi og skemmtilegt starf í Halaleikhópnum í haust og vetur. Við byrjum leikárið á því að halda félagsfund sem haldinn verður í Halanum, 30. ágúst kl. 20.00 , þar mun stjórn segja frá því sem er á döfinni. Félagsmenn eru hvattir til að fjölmenna og taka með sér gesti.

Búið er að ráða leikstjóra fyrir komandi leikár og vorum við svo heppin að fá hana Herdísi Þorgeirsdóttur til að vinna með okkur. Hún hefur verið viðloðandi leikhús í rúmlega 40 ár og hefur leikið í fjölda leikrita og sótt ýmiskonar námskeið á sviði leiklistarinnar. Einnig hefur hún leikið smáhlutverk í nokkrum kvikmyndum. Hefur sótt nokkur leikstjórnarnámskeið, þar af eitt masterclass námskeið, sem gaf henni réttindi til að auglýsa og vinna við leikstjórn. Hefur leikstýrt nokkrum verkum fyrir Leikfélag Mosfellssveitar. Herdís mun koma til okkar á félagsfundinn og kynna sig og verkefni vetrarins.

Þjóðhátíð Halaleikhópsins. Já Vestmannaeyingar halda sérstaka þjóðhátíð, hversvegna ekki Halaleikhópurinn? Félagar Halaleikhópsins og sérstakir gestir ætla að eiga saman skemmtilega og fræðandi dagstund þann 15. september, nokkurskonar afmælisþjóðhátíð þar sem við ætlum að leika okkur saman fyrri hluta dags og sletta svo vel úr klaufunum þegar kvölda tekur eins og Hölum og Skottum er einum lagið. (Gjaldkerinn var að læra það að hún verður ekki fullgildur Hali fyrr en hún hefur stigið á svið þannig að hún telur sig vera Aura-Skott og er stolt af því) Og ekki er allt búið enn. Já það er sko nóg að gerast hjá okkur. Þann 30. september höldum við síðan afmælisveislu í félagsheimili Sjálfsbjargar á höfuðborgarsvæðinu, ásamt því að við klæðum Halann okkar í sparifötin og leikum okkur aðeins þar.

Samkeppni um kennimerki /merki félagsins. Í tilefni afmælisins langar okkur til að hressa aðeins upp á merki félagsins. Við munum ræða þetta á félagsfundinum og hvetjum við félaga til að draga fram hönnunarhæfileikana og hanna nýtt merki eða hressa upp á það sem fyrir er.

Gjaldkerinn (Aura –Skottið) vill minna félagsmenn sem ekki eru búnir að borga félagsgjöldin að drífa í því að borga fyrir 5. september áður en félagsgjöldin verða send í bankainnheimtu. Félagsgjaldið er 1.800,- kr. og greiðist inn á reikning 0516-26-009976 kt. 421192-2279.

Félagar látum til okkar taka á afmælisári.

Með kveðju.

Stjórn Halaleikhópsins.

 

2. júlí 2012

Krikadagur 7. júlí

Höfuðfataþema og lifandi tónlist
 

Laugardaginn 7. júlí nk. ætlum við að hafa Haladag í Krika við Elliðavatn. Undanfarin ár höfum við hist reglulega í sumarhúsi Sjálfsbjargar og skemmt okkur við leiklestur, grill, söng og ýmislegt fleira.

Núna verður þemadagur eins og yfirskriftin ber með sér. Dragið nú fram þau höfuðföt sem þið eigið í ykkar fórum. Ekki væri verra að þau séu með skrautlegra móti, nú ef höfuðfat er ekki til, þá má koma í einhverju litklæði. Látið góðar hugmyndir blómstra.

  Ólöf I. Davíðsdóttir
 
Einar Andrésson

Einar Andrésson sér til þess að lifandi tónlist verði á staðnum og einnig eru öll skemmtiatriði velkomin, stjórn kemur með Davíðínu sem inniheldur stuttverk til að leiklesa. Ef þið lumið á stuttverkum þá endilega komið með þau.

Við stefnum á að hittast um kl. 14.00 eins og venjan hefur verið. Seinni partinn drögum við fram grillið og borðum saman. Hver og einn kemur með á grillið fyrir sig og svo hjálpumst við bara að, en líka er hægt að kaupa pylsur til að grilla í Krikanum og gos. Söngolíu koma þeir svo með sem vilja. Opið verður eins lengi og stemmingin verður góð.

Kriki stendur við Elliðahvammsveg. Þegar keyrt er upp Breiðholtsbrautina er farið fram hjá Fellahverfinu og áfram og beygt inn á Vatnsendaveg hjá Hestar og menn, þar er keyrt eftir honum eins og hann liggur í hlykkjum og þegar komið er að hringtorgi no. 3, þessu með stuðlabergssteinunum er beygt þar niður sem stendur Elliðahvammur.

 

Sá vegur er keyrður eins langt og malbikið nær og aðeins lengra yfir smá þvottabrettishæð, þá birtist á vinstri hlið hvítt hús með sólpalli í kring, Þá ertu komin í Krikann. Strætó nr. 28 stoppar við hringtorgið, þaðan er um 700 m. gangur. Á www.kriki.bloggar.is má sjá nánari leiðarlýsingu og ýmislegt um Krika. Allir velkomnir og takið með ykkur gesti.

Kveðja stjórnin

 

Félagsgjöldin

Gjaldkerinn vill minna félagsmenn á að greiða félagsgjöldin,

Félagsgjaldið er kr. 1800,- þar til í ágúst þegar það fer í innheimtu hjá Íslandsbanka þá hækkar gjaldið í 2.000. kr. og bætist þá einnig við innheimtugjald frá bankanum. Því er um að gera að greiða gjaldið fyrir 15. águst og spara amk. 400 kr eða meira.

Best er að greiða inn á reikning Halaleikhópsins kr.1.800,-
Reikningur 0516-26-009976 kt. 421192-2279.

 

24. maí 2012

Krikadagur með dularfullum atriðum eftir því sem á við

Laugardaginn 2. júní nk. ætlum við að hafa Haladag í Krika við Elliðavatn. Undanfarin ár höfum við hist reglulega í sumarhúsi Sjálfsbjargar og skemmt okkur við leiklestur, grill, söng og ýmislegt fleira. Öll skemmtiatriði eru velkomin, stjórn kemur með einhver stuttverk úr kassanum góða til að leiklesa. Ef þið lumið á stuttverkum þá endilega komið með þau. Við stefnum á að hittast um kl. 14.00 og láta svo bara dagskrána ráðast af þeim sem mæta.

Seinni partinn drögum við fram grillið og borðum saman. Hver og einn kemur með á grillið fyrir sig og svo hjálpumst við bara að, en líka er hægt að kaupa pylsur til að grilla í Krikanum og gos. Ath. að það er ekki posi í Krika. Söngolíu koma þeir svo með sem vilja. Opið verður eins lengi og stemmingin verður góð. Ekki er verra ef fólk mætir í búningum og með hljóðfæri.

Kriki stendur við Elliðahvammsveg. Þegar keyrt er upp Breiðholtsbrautina er farið fram hjá Fellahverfinu og áfram og beygt inn á Vatnsendaveg hjá Hestar og menn, þar er keyrt eftir honum eins og hann liggur í hlykkjum og þegar komið er að hringtorgi no. 3, þessu með stuðlabergssteinunum er beygt þar niður sem stendur Elliðahvammur. Sá vegur er keyrður eins langt og malbikið nær og aðeins lengra yfir smá þvottabrettishæð, þá birtist á vinstri hlið hvítt hús með sólpalli í kring, Þá ertu komin í Krikann. Strætó nr. 28 stoppar við hringtorgið, þaðan er um 700 m. gangur.

Á www.kriki.bloggar.is má sjá nánari leiðarlýsingu og ýmislegt um Krika. Allir velkomnir og takið með ykkur gesti

kveðja stjórnin

 

21. maí 2012

Ný stjórn var kosin á aðalfundi 2012

Aðalfundur Halaleikhópsins var haldinn í Halanum 19. maí sl. þar var kosin ný stjórn, hana skipa Þröstur Jónsson formaður, Arndís Guðmarsdóttir varaformaður, Guðríður Ólafsdóttir ritari, Kristín M. Bjarnadóttir gjaldkeri og Stefanía B. Björnsdóttir meðstjórnandi. Í varastjórn eru Gunnar Freyr Árnason, Einar Andrésson og Sóley B. Axelsdóttir.

Í sumar á að halda Haladaga í Krika við Elliðavatn. Þann fyrsta laugardaginn 2. júní nk.

Verið er að leita að leikstjóra og verki til að sýna næsta leikár.

Nokkrar nefndir eru að störfum; Ljósmyndanefnd sem undirbýr ljósmyndasýningu kringum 20 ára afmæli leikhópsins 27. sept. nk.. Ráðstefnunefnd sem ætlar að standa fyrir skemmtilegum degi þar m. a. verður farið í SVÓT greiningu á leikhópnum, hópefli o.fl.. Bíónefnd sem ætlar að standa fyrir bíókvöldum reglulega og Haladaganefnd sem ætlar að halda utan um Krikadagana og vera með einhverjar uppákomur í Krika reglulega í sumar.

Halaleikhópurinn heldur út síðu á facebook þar sem nýjustu fréttir koma inn reglulega Halaleikhópurinn „Leiklist fyrir alla“

 
16. apríl 2012

Aðalfundur Halaleikhópsins 2012
verður haldinn 19. maí nk.

Dagskrá aðalfundar:

1. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
2. Inntaka nýrra félaga.
3. Skýrsla stjórnar.
4. Afgreiddir endurskoðaðir reikningar félagsins.
5. Afgreiðsla tillagna sem borist hafa fundinum, svo sem lagabreytingar.
6. Starfsemi næsta leikárs.
7. Kosning stjórnar, varastjórnar, tveir skoðunarmenn reikninga.
8. Önnur mál

Í ár þarf að kjósa formann - Hanna Margrét gefur ekki kost á sér áfram, ritara Ása Hildur Guðjónsdóttir gefur ekki kost á sér áfram. Meðstjórnandi og einn í vara stjórn Stefanía Björnsdóttir gefur kost á sér í það embætti. Hægt er að gefa kost á sér á fundinum en gott er að hafa samband við stjórn og láta vita af fyrirhuguðum frambjóðendum.

Á félagsfundi 22. mars sl. voru teknar ýmsar skemmtilegar ákvarðanir um næstu skref hjá leikhópnum.

Stofnuð var ljósmyndanefnd sem undirbýr ljósmyndasýningu í tengslum við 20 ára afmæli Halaleikhópsins. Í henni eru Sóley B. Axelsdóttir, Stefanía B. Björnsdóttir, Örn Sigurðsson og Einar Andrésson.

Bíónefnd var formlega mönnuð, hún ætlar að sjá um bíókvöld í Halanum. Hana skipa Gunnar Gunnarsson, Örn Sigurðsson, Stefanía B. Björnsdóttir, Árni Salomonsson og Einar Andrésson.

Hópur mannaður sem ætlar að þróa áfram hugmynd um miniráðstefnu með þankaroki og SVÓT greiningu um stöðu Halaleikhópsins og leita nýrra leiða í starfinu. Í hópnum eru Árni Salomonsson, Þröstur Jónsson og Kristínn S. Axelsson.

Einnig hópur sem ætlar að setja eitthvað skemmtilegt á svið með vorinu. Í þeim hóp eru Einar Andrésson, Árni Salomonson og Silja Kjartansdóttir. Þau ætla svo að lóðsa fleiri inn með sér.

Í sumar ætla Guðríður Ólafsdóttir og Kristinn S. Axelsson að bregða á leik í Krika og jafnvel víða.

Óskað er eftir fólki til að taka að sér að halda utan um Krikadaga í sumar og helst hafa þá þrjá.

Upp komu hugmyndir hvernig ætti að leita að verki fyrir næsta leikár og leikstjórum og er stjórn búin að koma þeirri framkvæmd í verk og niðurstaða í því fæst í júní.

Þannig að óhætt er að segja að ýmislegt er í bígerð hjá Halaleikhópnum.

 

Hassið hennar mömmu

í leikgerð og leikstjórn Margrétar Sverrisdóttir og Odds Bjarna Þorkelssonar byggt á þýðingu Stefáns Baldurssonar. Frumsýnt 10. febrúar 2012

Leikritið Hassið hennar mömmu var frumsýnt hjá Leikfélagi Reykjavíkur árið 1982 í Iðnó. Uppfærslan færðist svo í Austurbæjarbíó og þar voru miðnætur-
sýningar á Hassinu sem gengu alveg von úr viti. Er verkið enn í fersku minni mörgum þeim sem sáu, og ófáir sem muna eftir Gísla Halldórssyni þar sem hann sniffar af plöntunum og muldrar „svo dædar og dædar og dædar“.

Hér er um að ræða farsa. Lúðvík, ungur maður, kemur heim til pabba síns og ömmu og sér að þar er ýmislegt undarlegt á seyði.

 Guðríður Ólafsdóttir í hlutverki ömmu

 Þröstur Jónsson í hlutverki Dóra

Upp hefst mikill misskilningur og flæktur flóki, eins og vera ber í heiðarlegum försum, þar sem allir kappkosta við að hylma yfir og ljúga sig út úr hinum undarlegustu aðstæðum. Sem er skiljanlegt þar sem um ýmis konar lögbrot er að ræða, og lögreglan er á staðnum!

Þessi leikgerð er unnin af Margréti Sverrisdóttur og Oddi Bjarna Þorkelssyni sem jafnframt leikstýra. Þau byggja hana á gömlu leikgerðinni, sem þýdd var af Stefáni Baldurssyni, en hafa tekið sér það leyfi að umskrifa senur, skipta um kyn á persónum og skrifa meira að segja inn eina til viðbótar. Allt í því augnamiði að hressa við gamalt verk.

Sýningum er lokið þær urðu 11 sú síðasta 30. mars. 2012

Miðasala
Hægt er að panta miða á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og í síma 897-5007

Miðaverð er 1500 kr. og 1000 kr. fyrir börn 12 ára og yngri.
Hópafsláttur fyrir 10 manns eða fleiri 1200 kr. miðinn. Greitt fyrirfram.
Ef keypt er heil sýning sem er 50 sæti þá kostar sýningin 50.000 kr.

Miðasalan opnar í Halanum klukkutíma fyrir hverja sýningu.

Hér má sjá umfjöllun um sýninguna á vef BÍL

Halaleikhópurinn er með leikhús sem kallast Halinn í Hátúni 12, 105 Rvk. Gengið er inn að norðanverðu, austurinngangur sjá kort hér

 

Félagsfundur fimmtudaginn 22. mars kl. 20.00

 
Ágætu Halafélagar og aðrir gestir við viljum bara minna á félagsfundinn fimmtudaginn 22. mars kl. 20.00 í Rauða Salnum, Sjálfsbjargarhúsinu Hátúni 12, gengið er inn að vestanverðu á gaflinum á húsinu.

Aðalefni fundarins er hvað við viljum gera í tilefni af 20 ára afmæli Halaleikhópsins 27. sept. nk. Uppi eru hugmyndir um ljósmyndasýningu og bíókvöld. Við viljum fá sem flestar hugmyndir um hvað þið viljið gera næstu mánuði með Halaleikhópnum. Svo er líka möguleiki að vera með eitthvað skemmtilegt í vor og sumar ef þið eruð til, mætum og ræðum málin yfir kaffisopa.

Enn er Hassið hennar mömmu eftir Dario Fo í gangi og stútfullt á allar sýningar, verið er að skoða að hafa enn eina aukasýningu Við minnum á skuldlausir félagar eiga frímiða sem þeir geta notað Ekki missa af þessari fjörlegu sýningu.

Nú er búið að stofna hóp fyrir félaga Halaleikhópsins á Facebook endilega skrifið hugleiðingar og stuð þar inn. Og ef þið eruð ekki búin að gera Like á facebooksíðu Halaleikhópsins “Leiklist fyrir alla„ þá er tími til kominn að ýta á takkann.

Nýir félagar velkomnir á fundinn.

Kv. Stjórnin
 

Hassið hennar mömmu

í leikgerð og leikstjórn Margrétar Sverrisdóttir og Odds Bjarna Þorkelssonar byggt á þýðingu Stefáns Baldurssonar. Frumsýnt 10. febrúar 2012
 

Leikritið Hassið hennar mömmu var frumsýnt hjá Leikfélagi Reykjavíkur árið 1982 í Iðnó. Uppfærslan færðist svo í Austurbæjarbíó og þar voru miðnætur-
sýningar á Hassinu sem gengu alveg von úr viti. Er verkið enn í fersku minni mörgum þeim sem sáu, og ófáir sem muna eftir Gísla Halldórssyni þar sem hann sniffar af plöntunum og muldrar „svo dædar og dædar og dædar“.

Hér er um að ræða farsa. Lúðvík, ungur maður, kemur heim til pabba síns og ömmu og sér að þar er ýmislegt undarlegt á seyði.

  Guðríður Ólafsdóttir í hlutverki ömmu    Þröstur Jónsson í hlutverki Dóra

Upp hefst mikill misskilningur og flæktur flóki, eins og vera ber í heiðarlegum försum, þar sem allir kappkosta við að hylma yfir og ljúga sig út úr hinum undarlegustu aðstæðum. Sem er skiljanlegt þar sem um ýmis konar lögbrot er að ræða, og lögreglan er á staðnum!

Þessi leikgerð er unnin af Margréti Sverrisdóttur og Oddi Bjarna Þorkelssyni sem jafnframt leikstýra. Þau byggja hana á gömlu leikgerðinni, sem þýdd var af Stefáni Baldurssyni, en hafa tekið sér það leyfi að umskrifa senur, skipta um kyn á persónum og skrifa meira að segja inn eina til viðbótar. Allt í því augnamiði að hressa við gamalt verk.

Miðasala
Hægt er að panta miða á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og í síma 897-5007

Hér má sjá umfjöllun um sýninguna á vef BÍL

Halaleikhópurinn er með leikhús sem kallast Halinn í Hátúni 12, 105 Rvk. Gengið er inn að norðanverðu, austurinngangur sjá kort hér