Haustið verður nýtt til að setja upp splunkunýtt íslenskt verk. Leikkonan, leikstjórinn og höfundurinn Ingunn Lára Kristjánsdóttir var fengin til að skrifa fyrir Halaleikhópinn. Áður en hún fór til starfa í Bretlandi í sumar kom hún til fundar við okkur í Halaleikhópnum og fékk að heyra hvað fólk hafði að segja. Hún hefur nú ásamt öðrum störfum (svo sem að sýna með eigin leikhópi á Edinborgarhátíðinni við góðann orðstýr) skrifað leikrit.

Nánar ...

Á aðalfundi Halaleikhópsins 17. maí 2016 var eftirfarandi stjórn kosin:

Formaður: Unnar Helgi Halldórsson
Varaformaður: Stefanía Björk Björnsdóttir
Gjaldkeri: Ólöf I. Davíðsdóttir
Ritari: Ása Hildur Guðjónsdóttir
Meðstjórnandi: Margret Guttormsdóttir

Nánar ...

26. apríl hlaut Halaleikhópurinn 300.000 kr. styrk frá Akk styrktar- og menningarsjóðs vélstjóra og málmtæknimanna. Kunnum við þeim bestu þakkir fyrir stuðningurinn er okkur mikils virði. 

Akkur logo

Aðalfundur Halaleikhópsins 2016 verður haldinn í Halanum Hátúni 12, þriðjudaginn 17. maí kl. 20.00

Kaffi og kruðerí verður á fundinum og nýjir félagar velkomnir.

Við vekjum athygli á því að einungis skuldlausir félagar geta kosið. Hægt verður að greiða félagsgjöldin á fundinum en við verðum ekki með posa.

Nánar ...

Halaleikhópurinn býður upp á vinnustofu í sagnalist nú á vordögum. Þetta er sjálfstætt framhald námskeiðs sem haldið var árið 2014. Þá var unnið með þjóðsögur og ævintýri en að þessu sinni verður viðfangsefnið persónulegar sögur. Leiðbeinandi verður sem áður, Ólöf I. Davíðsdóttir, en hún nam sagnalist í Bandaríkjunum. Vinnustofan í ár er öllum opin, jafnt félagsfólki sem öðrum, og þarf fólk ekki að hafa verið á fyrra námskeiðinu. Farið verður stuttlega yfir helstu leiðbeiningar frá fyrra námskeiði, gerðar æfingar og á milli funda vinna þátttakendur áfram með sína sögu heima.

Nánar ...

Þann 6. apríl ætlum við að halda annað spilakvöld. Nóg af borðspilum verða á staðnum, en ef einhver er með uppáhalds spil má sá hinn sami koma með það með sér.

Við byrjum að spila klukkan 20:00, eða átta.

Bestu kveðjur
Nefndin

Halaleikhópurinn frumsýnir 29 janúar, leikritið Stræti eftir Jim Cartwright í leiksjórn og leikgerð Guðjóns Sigvaldasonar.  Stræti er átakasaga með kómísku ívafi og fjallar um fólk sem býr við sömu götu. Aðstæður þeirra markast af efnislegri óvissu, firringu og brotnum samskiptum. Þar eiga allir sína drauma sem halda mörgum á floti þegar viljinn dugar ekki í erfiðum kringumstæðum. Samskiptin eru oft hrjúf og óvægin með óþvegnu og grófu orðfari sem er ekki fyrir viðkvæma. Áhorfandinn fylgist með fólki gera sig klárt til að skreppa á pöbbinn, skemmta sér þar misvel og halda síðan aftur heim til sín eða annarra þar sem ýmislegt getur gerst.

Nánar ...

Innlit í Stræti sýningarplan:
Eintöl föstudaginn 20. nóv. kl. 20.00 miðaverð 1000 kr.
Sagan af Joey og Clark föstudaginn 4. des. kl. 20.00 miðaverð 1500 kr.
Sagan af Joey og Clark laugardaginn 5. des. kl. 20.00 miðaverð 1500 kr.
         
Nánar ...