Jæja, hérna erum við þá enn einu sinni saman komin að vori fimmtíu og fimm árum frá því við héldum fyrst upp á Alþjóðlega leiklistardaginn. Bara einn dagur, 24 klukkustundir tileinkaðar leikhúsinu um allan heim: Nō-leikhúsinu og Bunraku, Pekingóperunni og Kathakali. Við flögrum á milli Grikklands og Norðurlanda, í faðmi Æskílosar eða Ibsen, Sófóklesar eða Strindbergs. Á milli Bretlands og Ítalíu, Söruh Kane og Pirandello. Og meira að segja í Frakklandi, þar sem við erum þessa stundina í París, heimsborginni sem laðar til sín leikhópa ýmissa landa til að heiðra leiklistina. Innan þessara 24 klukkustunda förum við frá Frakklandi til Rússlands, frá Racine og Moliere til Tsjékhovs. Við getum jafnvel þverað Atlantshafið alla leið til Kaliforníu til að lokka unga nemendur til að skapa sér nafn í leikhúsinu.
Leiklistin er lifandi list, – svo lifandi að hún ögrar tíma og rúmi. Flest samtímaleikrit hafa nærst á stórkostlegum afrekum fyrri alda og elstu sígildu leikritin verða nútímaleg og þróttmikil í hvert sinn sem þau eru enn einu sinni leikin. Leikhúsið er síkvikt og endurnýjar sig í sífellu og heldur sér þannig á lífi.
Alþjóðlegi leiklistardagurinn er ekki dagur eins og við eigum að venjast, – venjulegur dagur. Þessi dagur endurvekur aldagamla samfellda sögu leiklistarinnar. Mig langar til að útskýra betur með því að leita til leikskáldsins franska, sem var jafn snjall og hann var gætinn; Jean Tardieu. Þegar hugsað er um rými segir Tardieu að hyggilegt sé að spyrja „hver er lengsta leiðin frá einum stað til annars?“ Þegar hugsað er um tíma, þá leggur hann til að mælt sé í „tíundu hlutum sekúndu, tímann sem tekur að segja orðið eilífð“ … Þegar hugsað er um rými og tíma, – rýmistíma, þá segir hann: „Áður en þú sofnar festu hugann við tvo staði í rýminu og reiknaðu út tímann sem tekur að fara á milli þeirra í draumi.“
Ég hef alltaf staldrað við hugtakið „í draumi“. Engu líkara en þeir Tardieu og Bob Wilson hafi hist. Við getum einnig tekið saman þessa afmörkuðu sérstöðu Alþjóðlega leiklistardagsins með því að vitna í orð Samuel Becketts, sem lætur Winnie segja, á sinn snaggaralega hátt: „Ó, hvað þetta kemur til með að hafa verið ljúfur dagur.“
Og það er óhætt að segja að ég hafi ekki komið ein míns liðs í þennan UNESCO-sal. Hver einasta persóna sem ég hef leikið er hérna með mér, persónur sem virðast hverfa þegar tjaldið fellur en hafa grafið sig inn í mig og eiga þar sitt eigið líf, viðbúnar að styðja við eða tortíma næstu persónum sem koma í kjölfarið. Fedra, Orlando, Hedda Gabler, Medea, Merteuil, Blanche DuBois…
Sem sagt, þær eru allar með mér í för þegar ég stend hér fyrir framan ykkur í dag, persónurnar sem ég elskaði og klappaði fyrir sem áhorfandi. Og þess vegna tilheyri ég öllum heiminum. Ég er Grikki, Afríkani, Sýrlendingur, Feneyjabúi, Rússi, Brasilíumaður, Persi, Rómverji, Japani, New York-búi, Marseille-búi, Argentínumaður, Norðmaður, Þjóðverji, Austurríkismaður, Englendingur – ég er ekta heimsmaður vegna míns eigin leikhóps sem lifir innra með mér. Því það er hér, á leiksviðinu, í leikhúsinu sem við sjáum sanna heimsvæðingu.
Alþjóðlega leiklistardaginn árið 1964 tilkynnti Laurence Olivier að loks eftir baráttu í meir en heila öld hafi Þjóðleikhús verið stofnað í breska konungsdæminu. Hann vildi samstundis breyta því í alþjóðlegt leikhús, í það minnsta hvað verkefnavalið varðaði. Hann vissi vel að Shakespeare tilheyrði öllum heiminum.
Þegar ég skrifaði þetta ávarp skoðaði ég ýmislegt, meðal annars gladdi það mig að komast að því, að það var Jean Cocteau, sem samdi fyrsta ávarp Alþjóðlega leiklistardagsins árið 1962 og algerlega við hæfi sem höfundur bókarinnar Umhverfis jörðina aftur á 80 dögum. Þar með áttaði ég mig á því að ég hef ferðast um heiminn á annan hátt. Ég gerði það í 80 leiksýningum eða í 80 kvikmyndum. Ég tek kvikmyndir með í reikninginn vegna þess að ég aðgreini ekki leik á leiksviði og kvikmyndaleik, sem kemur jafnvel sjálfri mér á óvart í hvert sinn sem ég segi þetta, en þannig er það, ég sé engan raunverulegan mun á þessu tvennu.
Þegar ég tala hér er ég ekki ég sjálf, ég er ekki leikkona, ég er einungis ein margra sem starfa við leiklist og stuðla að því að hún lifi áfram. Okkur finnst það skylda okkar og um leið þörf okkar – eða með öðrum orðum: Við látum leikhúsið ekki vera til, það er fremur leikhúsinu að þakka að við séum til. Leiklistin er svo jötunsterk. Hún sýnir viðnám og stendur allt af sér, styrjaldir, ritskoðun, fátækt.
Það nægir að segja „leiksviðið er nakið svið óákveðins tíma“ – allt sem það þarfnast er leikari. Eða leikkona. Hvað ætla þau að gera? Hvað ætla þau að segja? Ætla þau að tala? Áhorfendur bíða. Þeir vita að án þeirra er engin leiklist til. Gleymum því aldrei. Ein mannvera er áhorfandi. En vonum samt sem áður að auð sæti séu ekki mörg!
Sviðsetningar á leikritum Ionescos eru alltaf uppseldar og hann sýnir listrænt hugrekki, fallega og opið, með setningu gamallar konu í lok eins leikrita sinna: „Já, já, deyjum með heiðri og sæmd. Deyjum til að helgisagnir verði til um okkur… þeir nefna í það minnsta einhverja götuna í höfuðið á okkur“
Alþjóðlegi leiklistardagurinn var stofnaður fyrir 55 árum. Ég er áttunda konan sem hefur þegið boð um að flytja ávarp – það er að segja ef hægt er að kalla þetta ávarp. Fyrirrennarar mínir (verður að vera í karlkyni) töluðu um leikhús hugmyndaflugs, frelsis og frumleika til að vekja fegurð, fjölmenningu og leggja fram spurningar sem ekki er hægt að svara. Árið 2013, fyrir aðeins fjórum árum, sagði Dario Fo: „Til að komast út úr krísunni væri óskandi að reynt verði með skipulögðum hætti að hrekja okkur á brott, ekki síst unga fólkið sem vill mennta sig í leiklistinni; að leiklistarfólki verði tvístrað öðru sinni, enda myndi slík áþján án efa verða ólýsanlegur ávinningur fyrir listformið og endurnýja það.” Ólýsanlegur ávinningur – hljómar eins og gott atriði sem væri þess virði að setja inn í ópólitíska dagskrá eins og þessa, ekki satt…?
Þar sem ég er í París rétt fyrir forsetakosningar, langar mig að leggja til að þau sem virðast vilja stjórna okkur ættu að vera meðvituð um ólýsanlegan ávinning sem leiklistin hefur í för með sér. En mig langar einnig að undirstrika: Engar nornaveiðar!
Leiklistin er í mínum huga annað, hún er samtal handan haturs. Vinátta milli þjóða – nú er ég ekki viss um hvað það þýðir, en ég trúi á samfélag, í vináttu áhorfenda og leikara, í órjúfanlegu bandalagi allra leikhúsa – leikskálda, þýðenda, búningahöfunda, leikmyndahöfunda, þeirra sem skapa, þeirra sem flytja og þeirra sem koma í leikhúsin. Leikhúsið verndar okkur; veitir okkur skjól … Ég er viss um að leikhúsið elskar okkur … jafn mikið og við elskum það …
Ég man eftir gömlum sýningarstjóra sem ég vann með einu sinni. Á hverju kvöldi, áður en fortjaldið lyftist, kallaði hann fullum hálsi: „Gefið leiklistinni pláss.“ Þetta verða mín lokaorð í kvöld.
Takk fyrir.
Isabelle Huppert, Frakklandi
Íslensk þýðing: Hafliði Arngrímsson
Isabelle Huppert er ein stórkostlegasta leikkona heims. Hún er fædd í París 16. mars árið 1953 og stundaði nám í Conservatoire d‘art Dramatique í París. Hún hefur leikið í meir en eitt hundrað kvikmyndum og hefur unnið öll helstu kvikmyndaverðlaun heims að undanskildum Oscars-verðlaununum sem hún var tilnefnd til nú í vetur sem besta leikkona fyrir leik sinn í kvikmyndinni Elle. Hún hefur leikið í ótal sviðsetningum leikhúsa, ekki einungis í Frakklandi heldur einnig í Rússlandi, á Ítalíu, Portúgal, Bretlandi, Sviss, í Ástralíu og Bandaríkjunum og víðar.
Ávarp NEATA, norður evrópska áhugaleikhúsráðsins:
I would like to start by pinpointing a very important fact that often is mistaken in today’s world. It is the meaning of the word amateur. The word is French, origins from the Latin amator which means lover and amare which means to love. It is far from the way the word is often wrongfully used as undermining the quality of something being made by amateurs.
Theatre is a living art form, living only when kept alive. It requires its stage, actors and spectators. With this ensemble, the stories are brought to life and transform the spectators within its presence. The theatre gives you the story in actual size unlike the small computer screen or the big screen at the cinema. If the theatrical experience was to be taken away, the population would be robbed of a channel for stories, telling’s and experiences that hit the heart and soul like nothing else. What other art form works itself as deeply into the consciousness of the spectator? But why fuss over such speculations? It seems as if theatre always arises when facing hard times. Most of us have heard or read phrases comparing theatre with the phoenix rising from the ashes, and rightly so, since the theatre has shown itself as being awfully strong. It has truly faced many enemies. The whole world held its breath when technology won its place on our big stage and captivated the theatre audiences. Furthermore, the theatre has survived poverty and has dealt with and overcome times of ignorance. Theatre has beaten censorships and is continuously fighting for it. It seems that, at all times, there is some part of the world that has the flame of theatre burning steadily.
Worldwide, theatre has an enormous impact on the globalisation. In the world of theatre, all understand each other wherever situated. And working with amateur theatre, we all poses a heart that speaks the same language. We understand what it takes to create the stories, and we know how to give rise to the productions. We share the ups and downs, and today, on World Theatre day, we can enjoy the day dedicated to celebrate this particular life. Life of theatre.
Isabelle Huppert had a funny observation which reminds me of how we travel with theatre. She compared her travelling to the title of Jean Cocteau’s book: “Around the world again in 80 days” and realised, she had gone around the world differently. Instead, she did it in 80 shows or 80 movies.
I like this image. And thinking of all the characters that we have seen, been with or portrayed, being from all the different spaces and years and embodied different stories, I would like to once again show gratitude for all the wonderful kind-hearted souls that are working for the amateur theatre, and to remind each of us, that we are here for the same purpose, and should use each other in whatever way possible. May we still celebrate this day long in the future.
HAPPY WORLD THEATRE DAY!
Noomi Reinert
President of the Faroese Amateur Theatre Association
Uppruni: http://leiklist.is/avarp-a-althjodlega-leiklistardeginum-27-mars-2017/