Fréttir af vef Halaleikhópsins 2009
30. des. 2009 |
SJÖUNDÁ |
Svartfugl Gunnars Gunnarssonar Leikgerð Ágústa Skúladóttir, Þorgeir Tryggvason og leikhópurinn |
Halaleikhópurinn er nú að vinna að uppsetningu á Sjöundá sem byggð er að sögu Gunnar Gunnarssonar Svartfugli. Æfingar hófust snemma í nóv. 2009 og stefnt er að frumsýningu fyrstu helgina í febrúar 2010. 17 leikarar taka þátt í uppfærslunni í ár. Auk þess taka nærri 15 aðrir þátt á ýmsan hátt. Ma. er lifandi tónlist og leikhljóð stór partur af sýningunni. Leikmyndadeild vinnur nú á fullu meðan leikarar fengu smá jólafrí. En við hefjum æfingar að fullu strax 4. jan. Halaleikhópurinn þakkar ykkur samstarfið á liðnu ári og óskar ykkur farsældar á komandi ári |
27. nóv. 2009 |
Hallærislegt KARAOKE partý |
verður haldið í Halanum hátúni 12, laugardaginn 28. Nóvember klukkan 08.49! Lögð verður sérstök áhersla á að partýið verði hallærislegt en skemmtilegt. Miðaverð: Frítt inn. En ótakmaðrar þolinmæði er krafist gagnvart söngvurum þeim er stíga á svið og flytja einhver lög eða annan gjörning. Engin ábyrgð er borin á andlegri heilsu þess er mætir. Halaleikhópurinn og ábyrgðarmenn þessa partýs afsala sér allri ábyrgð af skaða þeim er fólk getur hlotið við að hlusta á flutning söngvara í þessu partýi og munu ekki undir neinum kringumstæðum greiða sálfræðikostnað sem af þeim kann að hljótast. Einnig verður undir engum kringumstæðum slökkt á græjunum fyrr en að partýi loknu í kringum 01.00 eða 01.30. Algengar spurningar sem hafa borist vegna þessa partýs.
Með kærri kveðju og von um að sjá sem flesta.
|
5. nóv. 2009 | ||
Halaleikhópurinn tekst á við Svartfugl |
||
Gunnar Gunnarsson (1889-1975) |
Miðvikudaginn 4. nóv. s.l. hófust æfingar á Svartfugli eftir Gunnar Gunnarsson í leikstjórn Ágústu Skúladóttur. Hún er okkur að góðu kunn og er nú að vinna að splunkunýrri leikgerð að Svarfugli og hefur fengið Þorgeir Tryggvason sér til aðstoðar við það. Stór hópur Halafélaga mætti og var góður hugur í fólki. Ýmislegt kom á óvart þegar Ágústa og Toggi kynntu verkefnið og ljóst er að allir geta verið með sem vilja, mikið verður af hljóðeffektum og lifandi tónlist. Spennandi verður að fylgjast með framvindunni næstu daga og enn er tækifæri til að vera með. Næstu æfingar verða fimmtudagskvöld kl. 19.00 til 21.30, og laugardag og sunnudag kl. 14.00 til 17.00. Upptalningin á hlutverkum gæti verið endalaus enda eru handtökin við að setja upp leiksýningu ansi mörg og því miklivægt að allir sem vettlingi geta valdið komi að verkefninu.
|
|
Launin eru svo tóm gleði og ánægja við að vinna saman að skemmtilegu verki ekki veitir af á þessum tímum. Við ætlum sem sagt að segja skammdeginu og kreppunni stríð á hendur og halda áfram hinu kröftuga starfi sem hefur verið í Halanum í vor og haust full af gleði. Nýir félagar hjartanlega velkomnir.
|
||
Svartfugl4. nóv. kl. 20.00 |
||
Gunnar Gunnarsson (1889-1975) |
Miðvikudaginn 4. nóv. n.k. kl. 20.00 er komið að langþráðum tímapunkti á þessum vetri þegar við hefjum vinnu við stór verkefni vetrarins, Svartfugl eftir Gunnar Gunnarson í leikstjórn Ágústu Skúladóttur. Hún er okkur að góðu kunn og er nú að vinna að splunkunýrri leikgerð að Svarfugli og hefur fengið Þorgeir Tryggvason sér til aðstoðar við það. Ætlunin er að hittast og heyra hvernig Ágústa ætar að haga leiktímabilinu. Hún vill að allir sem hafa áhuga á að taka þátt í verkinu komi þetta kvöld, bæði leikara og annað starfsfólk leikhússins, leikmyndasmiðir, búningahönnuðir , ljósa og hljóðmenn og bara allir sem hafa áhuga á að taka þátt. Upptalningin gæti verið endalaus enda eru handtökin við þetta ansi mörg og því miklivægt að allir sem vettlingi geta valdið komi að verkefninu. Launin eru svo tóm gleði og ánægja við að vinna saman að skemmtilegu verki ekki veitir af á þessum tímum. Við ætlum sem sagt að segja skammdeginu og kreppunni stríð á hendur og halda áfram hinu kröftuga starfi sem hefur verið í Halanum í vor og haust full af gleði. |
|
Boðið verður uppá kaffi og vöfflur og nýjir félagar hjartanlega velkomnir. Ekki er verra ef fólk er búið að lesa söguna áður. Einnig má geta þess að hægt er að hlusta á Svartfugl á vef ríkisútvarpsins þar sem höfundur les söguna sjálfur 1956. |
||
Haustleikur 2009 |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Haustleikar Halaleikhópsins verða haldnir laugardaginn 17. okt. kl. 20.00 og sunnudaginn 18. okt. kl. 17.00. Sýnd verða fjögur íslensk stuttverk og flutt tónlistaratriði milli atriða. Tveir félaga Árni Salomonsson og Gunnar Gunnarson, Gunsó leikstýra. Í hléinu verða seldar vöfflur, kaffi og gos. Miðaverð er 1000 kr. |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
8. sept. 2009 | ||
Hauststarfið |
||
Kaffileikhús | ||
Undirbúningur fyrir Kaffileikhús helgina 17. og 18. okt. nk. er komin á fullt skrið.Tveir félagar ætla að leikstýra nokkrum stuttverkum. Það eru Árni Salomonsson og Gunnar Gunnarsson, Gunsó. Þetta verður kynnt nánar þegar nær líður. Þeir liggja nú sveittir yfir handritabunka. Fyrsti samlestur var í kvöld og lokakast verður á morgun kl. 20.00. Allir velkomnir | ||
Svartfugl | ||
Strax í byrjun nóvember hefjast æfingar á Svartfugli eftir Gunnar Gunnarson í nýrri leikgerð og leikstjórn Ágústu Skúladóttur. Stefnt að frumsýningu um mánaðarmótin jan. – feb. 2010. Nánar auglýst síðar. Geta má þess að hægt er að hlusta á Svartfugl á vef ríkisútvarpsins http://ruv.is/podcast/ þar sem Gunnar les söguna sjálfur1956. | ||
27. ágúst 2009 |
Félagsfundur |
fimmtudaginn 3. sept. nk. kl. 20.00 í Halanum |
Dagskrá:
Kaffiveitingar |
Nú fer hauststarfið að hefjast hjá okkur. 18. júlí sl. var Haladagur í Krika, þar hittust félagar og skemmtu sér vel í einmuna blíðviðri við leiklestur, grill og glens. Metþátttaka varð eða 42 sem var bara gaman. Mikið var rætt um hversu vel lukkað Kaffileikhúsið var í vor og ekki skemmdi fyrir að útkoman fjárhagslega var einnig mjög góð fyrir leikhópinn. Því hefur verið ákveðið að endurtaka leikinn og halda aftur Kaffileikhús nú í haust. Áætluð dagsetning er 17. – 18. okt. nk. Þegar eru tveir félagar búnir að gefa kost á sér til að leikstýra sinn hvoru stuttverkinu og leikarar farnir að tilkynna þátttöku þó ekki sé farið að auglýsa þetta. Stjórn vill hvetja fleiri félaga til að spreyta sig á leikstjórn. Þetta er kjörið tækifæri til að stíga fyrstu skrefin í að við gerum allt sjálf og ná þannig niður kostnaði við rekstur leikfélagsins. Við stefnum að því að hafa 3 – 4 stuttverk og tónlistaratriði. Annars veltur þetta allt á þátttöku félagsmanna. Okkur vantar sem sagt enn tvo leikstjóra, handrit helst íslensk og frumsamin J (nú er að draga uppúr skúffunum), framkvæmdastjóra, leikara, ljósamenn, tónlistarmenn gaman væri að stofna KAFFIHÚSABAND J hljóðmenn, fólk til að sjá um förðun, búninga, ljós, hljóð, leikmynd, ljósmyndara, kvikmyndatökumenn, klippara, góða videókameru, miðasölufólk, einhverja til að gera leikskrá og plakat, kynningaraðila, smiði, málara, bakara, hvíslara, einhverja til að sjá um kaffiveitingarnar og sjoppuna, einhvern til að sjá um þrif, að raða í salinn og skreyta hann, aðstoðarfólk af ýmsu tagi. Upptalningin gæti verið endalaus enda eru handtökin við að þetta ansi mörg og því mikilvægt að allir sem vettlingi geti valdið komi að verkefninu. Launin eru svo tóm gleði og ánægja við að vinna saman að skemmtilegu verki ekki veitir af á þessum tímum. Við ætlum sem sagt að segja skammdeginu og kreppunni stríð á hendur og hefja vinnusaman vetur í Halanum, fullann af gleði. Strax í byrjun nóvember hefjast æfingar á Svartfugli eftir Gunnar Gunnarson í nýrri leikgerð og leikstjórn Ágústu Skúladóttur. Stefnt að frumsýningu um mánaðarmótin jan. – feb. 2010. Nánar auglýst síðar. Geta má þess að hægt er að hlusta á Svartfugl á vef ríkisútvarpsins http://ruv.is/podcast/ þar sem Gunnar les söguna sjálfur1956. |
24. ágúst 2009 | ||||
Haladagur í Krika |
||||
Laugardaginn 18. júlí | ||||
Veðurblíðan lék við Halafélaga þann 18. júlí sl. þegar hinn árlegi Haladagur var í Krika við Elliðavatn. Metaðsókn var og mikið stuð. Félagar skemmtu sér við leiklestur, tónlist og spjall í góða veðrinu. Síðdegis var svo slegið upp í grillveislu.
|
||||
8. júní 2009 |
Haladagur í Krika |
Laugardaginn 18. júlí frá kl. 14.00 |
Haladagur verður laugardaginn 18. júlí í Krika við Elliðavatn frá kl. 14.00 og fram eftir nóttu ef svo ber undir. Dagskrá verður mjög óformleg nema einhver leikstjóri stigi á svið og stjórni okkur, hver veit. Hugmyndin er að koma saman til að hittast og hafa gaman hvort að öðru. Á staðnum verða einhver handrit og söngblöð. Ef þið lumið á skúffuhandritum þá er þetta kjörið tækifæri til að láta leik lesa þau. Hver veit hvað úr því verður. Allir leikir, glens og grín eru sérlega velkomnir. Ekki er verra ef fólk mætir í búningum með hljóðfæri :-) Hugsunin er svo að tendra grillið seinni partinn. Þeir sem vilja koma með á grillið og grilla sjálfir, einnig verður hægt að kaupa sér pylsu og pylsubrauð á staðnum til að grilla. Í Krika er selt gos, kaffi, íspinnar, pylsur og sitthvað fleira, en velkomið er líka að taka með sér drykki og söngolíu. Flugdrekar, sápukúlur og hvert annað skemmtiefni velkomið og annað það sem hægt er að skemmta sér og öðrum við. Það er ekki posi í Krika. Endilega fjölmennið og leyfið leiknum að sleppa lausum hala. Kriki er sumarhús sem Sjálfsbjörg á höfuðborgarsvæðinu á og stendur við Elliðavatn. Það stendur við Elliðahvammsveg. Þegar keyrt er upp Breiðholtsbrautina er farið fram hjá Fellahverfinu og áfram og beygt inn á Vatnsendaveg hjá Hestar og menn,þar er keyrt eftir honum eins og hann liggur í hlykkjum og þegar komið er að hringtorgi no. 3, þessu með stuðlabergssteinunum er beygt þar sem stendur Elliðahvammur. Sá vegur er keyrður eins langt og malbikið nær og aðeins lengra, þá birtist hvítt hús með sólpalli í kring. Þá ertu komin í Krikann. Strætó nr. 28 stoppar við hringtorgið, það er um 700 m. labb þaðan. Á www.kriki.bloggar.is má sjá nánari leiðarlýsingu og ýmislegt um Krika. Allir velkomnir og takið með ykkur gesti. |
8. júní 2009 |
||
Ný stjórn var kosin á aðalfundi 28. maí sl. hana skipa: Ása Hildur Guðjónsdóttir formaður, Höskuldur Höskuldsson varaformaður, Kristín M. Bjarnadóttir gjaldkeri, Anna Sigurðardóttir ritari, Stefanía Björk Björnsdóttir meðstjórnandi. Í varastjórn eru: Guðríður Ólafsdóttir, Elísa Ósk Halldórsdóttir og Einar Andrésson. 18. júlí verður Haladagur í Krika. Óljóst er hvort við gerum eitthvað í haust, það ræðast af fjárhag og dugnaði félagsmanna. Allar hugmyndir eru vel þegnar. Í nóvember hefjast æfingar á Svartfugli eftir Gunnar Gunnarson í nýrri leikgerð og leikstjórn Ágústu Skúladóttur. Geta má þess að hægt er að hlusta á Svartfugl á vef ríkisútvarpsins http://ruv.is/podcast/ |
||
Innheimta félagsgjalda: Á aðalfundi Halaleikhópsins 28. maí sl. var samþykkt að hafa árgjaldið óbreytt 1800 kr. og hafa sama fyrirkomulag og á síðasta ári. Þe. að senda út greiðsluseðla 1. ágúst nk. Ákveðið var jafnframt að veita 300 kr. afslátt til þeirra sem greiða fyrir þann tíma. Sem sagt ef þú greiðir með því að millifæra fyrir 1. ágúst er árgjaldið 1500 kr. Reiknisnúmer okkar er 1175- 26 – 9976 og kennitalan 421192-2279. Vinsamlega setjið ykkar kennitölu í skýringareitinn. |
||
22. maí 2009 | ||
Kaffileikhús - Aukasýning |
||
Mánudaginn annan í Hvítasunnu 1. júní nk. kl. 17.00 | ||
Líf og fjör hefur verið í Halanum undanfarnar vikur. Innanfélagsmenn hafa tekið höndum saman og æft stíft, bæði stuttverk og tónlist. Nokkrar húsmæður tóku sig til og gerðu helling af brauðtertum, skúffukökum og kleinum. Sem rann ljúft í gesti Kaffileikhússins 21. maí sl. Sýnd voru þrjú stuttverk: Miðvikudagur í Helvíti, eftir Ármann Guðmundsson, leikstjóri Gunnar Gunnarsson, Gunsó Bara Tjilla, eftir Jónínu Leósdóttur, leikstjóri Gunnar Gunnarsson, Gunsó Einleikur fyrir höfund og leikara, eftir Benóný Ægisson, leikstjóri Gunnar Gunnarsson, Gunsó HJÓLASTÓLASVEITIN flutti nýtt rúllandi uppistand sem þau kalla KÓKOSBOLLU HÓ Ó PÓNÓ, Fjórar hljómsveitir fluttu okkur tónlist: Nafla - Jón, Lister, og Tobias og Daníel og Dúó Gísla blikk |
||
Það var uppselt og fólk varð frá að hverfa á fimmtudaginn 21. maí, svo ákveðið hefur verið að skella upp aukasýningu á annan í Hvítasunnu 1. júní kl. 17.00 |
||
22. maí 2009 |
Aðalfundur |
Fimmtudaginn 28. maí nk. kl. 20.00 |
Dagskrá aðalfundar skv. lögum félagsins: 1. Kosning fundarstjóra og fundarritara. Ath. aðeins skuldlausir félagar hafa atkvæðisrétt á aðalfundi.
|
Núverandi stjórn : Formaður: Ása Hildur Guðjónsdóttir kosin til tveggja ára 2008, Varamaður 1: Guðríður Ólafsdóttir kosin til tveggja ára 2008. Skoðunarmenn reikninga: Grétar Pétur Geirsson kosinn til tveggja ára 2007, gefur kost á sér áfram Því er auglýst eftir framboðum í eftirfarandi embætti: Skv. lögum félagsins geta allir fullgildir félagsmenn gefið kost á sér í þessi embætti á fundinum. Enn vantar sem sagt framboð til ritara og tvo varamenn í stjórn. Lög félagsins má finna á vefnum okkar www.halaleikhopurinn.is/log.htm |
18. maí 2009 | ||
Kaffileikhús |
||
Fimmtudaginn 21. maí nk. kl. 17.00 Ath. aðeins þessi eina sýning |
||
Líf og fjör hefur verið í Halanum undanfarnar vikur. Innanfélagsmenn hafa tekið höndum saman og æft stíft, bæði stuttverk og tónlist. Nokkrar húsmæður eru í startholum í bakstri og allt að verða tilbúið. Sýnd verða þrjú stuttverk: Miðvikudagur í Helvíti, eftir Ármann Guðmundsson, leikstjóri Gunnar Gunnarsson, Gunsó Bara Tjilla, eftir Jónínu Leósdóttur, leikstjóri Gunnar Gunnarsson, Gunsó Einleikur fyrir höfund og leikara, eftir Benóný Ægisson, leikstjóri Gunnar Gunnarsson, Gunsó
|
||
HJÓLASTÓLASVEITIN mun flytja nýtt rúllandi uppistand sem þau kalla Fjórar hljómsveitir munu flytja okkur tónlist: Nafla - Jón, Lister, og Tobias og Daníel og Dúó Gísla blikk |
||
Miðaverð er aðeins 1000 kr. kaffi og kökur innifalin. Miðasala í síma 862-4576 |
||
6. maíl 2009 | |||
ÁLYKTUN frá aðalfundi BÍL |
|||
Aðalfundur Bandalags Íslenskra leikfélaga, haldinn að Hlíð í Ölfusi 1. maí 2009 samþykkti svohljóðandi ályktun. |
|
||
sjálfstraust þátttakenda og treysta þá í trú á gildi skapandi samvinnu. Nú sem aldrei fyrr þurfum við að rækta samlíðan okkar og hæfileika til að setja okkur í annarra spor. Skilja sálirnar og samfélagið og sannfærast um möguleika okkar til nýsköpunar og endurreisnar. Til þessa er leikhúsið eitt sterkasta tækið. Bandalag íslenskra leikfélaga skorar á stjórnvöld að standa vörð um fjárhagsgrundvöll starfsemi áhugaleikfélaganna. Á móti heita leikfélögin því að halda áfram sínu metnaðarfulla starfi, landi og þjóð til gleði og hagsbóta |
|||
16. apríl 2009 | |||
KAFFILEIKHÚS - Undirbúningur |
|||
Laugardaginn 18. apríl kl. 17.00 verður smá hittingur með þeim sem ætla að taka þátt í Kaffileikhúsinu og Margt smátt í Halanum. Þá förum við yfir það sem komið er og leik-lesum nokkur stuttverk sem Gunsó hefur valið. Á laugardaginn ræðst það svo af ykkur félagar góðir hvort af þessu verður eða ekki. Fáir hafa enn sem er gefið formlega kost á sér en þó er Gunsó tilbúinn til að leikstýra, nokkrir leikarar hafa gefið kost á sér og vonandi leikskáld líka. Einar er með tónlistaratriði. Svo þetta smá týnist til. Allir eru velkomnir |
|
||
Ef þú kemst ekki en vilt taka þátt þá eru tengiliðir: Gunsó This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. gsm 867-6603, eða Ása Hildur This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it., gsm 862-4276 | |||
6. apríl 2009 | |||
KAFFILEIKHÚS Í MAÍ |
|||
Gunsó í hlutverki Malvólíó í Sjeikspírs Karnivalinu |
26. mars sl. var haldinn vel lukkaður félagsfundur þar sem ýmis brýn mál voru rædd. Þar var m.a. ákveðið að halda Kaffileikhús í maí. Hugmyndin er að félagsmenn hefðu þar tækifæri til að spreyta sig í nýjum hlutverkum. T.d. sem leikstjórar, handritshöfundar, leikarar, búninga- og leikmyndahönnuðir, ljósamenn, hljóðmenn, framkvæmdastjórar eða í raun í öll hlutverk sem þarf við að koma Kaffileikhúsi á laggirnar.
Strax á fundinum kom í ljós að einn félaganna langar að spreyta sig við leikstjórn, nokkrir vildu leika, tveir voru með handrit og fleiri vildu leggja lið á einn eða annan hátt. Á fundinum var Gunnari Gunnarssyni, Gunsó, falið að halda utan um þetta. Hugmyndin er að sýna kannski 3 stuttverk og hafa svo tónlistaratriði, uppistand, gjörning eða hvað annað sem félagar vilja koma á framfæri á milli. Byrjað verður að æfa á fullu strax eftir páska. Þar sem við vitum að Halafélögum er ýmislegt til lista lagt þá auglýsum við nú eftir fleirum til að taka þátt. Langar þig til að spreyta þig við ? : |
||
Leikstjórn, áttu handrit sem kominn er tími til að viðra, langar þig til að leika, lýsa sýningu, vinna hljóðmynd, gera leikmynd, hanna búninga, vera fjölmiðlafulltrúi, sjá um miðasölu, baka kökur , sjá um kaffisölu, skipuleggja, koma salnum í réttan búning, finna props, gera veggspjöld og auglýsingar, vera ritari, hvísla, áttu tónlistaratriði sem þú vilt koma á framfæri, ljóð eða gjörning ? Eða eitthvað fleira sem við höfum gleymt að telja upp hér? Endilega hafið samband sem fyrst við Gunsó eða Ásu Hildi, svo við vitum úr hverju við höfum að moða. Þau munu svo hafa samband við þá sem skrá sig til að ákveða nánari dagsetningar. En nú þarf að vinna hratt, það er ljóst. Tengiliðir: Gunsó This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. gsm 867-6603, eða Ása Hildur This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it., gsm 862-4276 |
|||
SVARTFUGL |
|||
Á félagsfundinum var líka ákveðið að taka fyrir næsta vetur Svartfugl, eftir Gunnar Gunnarsson. Ágústa Skúladóttir leikstjóri mun gera eigin leikgerð við söguna og vinna hana út frá sögumanni. Sögulegur bakgrunnur Svartfugls er eitthvert frægasta morðmál Íslandssögunnar, svokölluð Sjöundármorð. Í bókinni er dregin upp skörp mynd af íslensku samfélagi um aldamótin 1800, stéttskiptingu þess, blindri réttvísi kirkju, kóngs og embættismanna og harðneskjunni sem einkenndi aðstæður alþýðu manna. Svartfugl hefur verið kölluð „fyrsta alvöru glæpasaga á Íslandi“ og hefur í sér alla þessa hefðbundnu glæpasögudrætti; dularfullt mannshvarf, morð, forboðna ást, „leynilöggu“ (prestinn í þessu tilviki) sem hefur ekki alveg hreina samvisku í eigin ástamálum og rotið réttarkerfi. Svartfugl er ástarsaga í aðra röndina og í henni er að finna hinn sígilda ástarþríhyrning og það fleiri en einn. Svartfugl er sannsöguleg þ.e. lýsir atburðum, sem áttu sér stað í raun og veru.
|
27. mars 2009 | ||
Ávarp Alþjóða leiklistardagsins, 27. mars 2009 |
||
Leiklistarsamband Íslands hefur ávallt fengið íslenskan leikhúslistamann til að semja sérstakt ávarp í tilefni Alþjóða leiklistardagsins. Hefur sú hefð skapast að það hafi verið flutt af höfundi í útvarpi þann dag, sem og af stóra sviði Þjóðleikhússins fyrir sýningu. Þá hafa leikhúslistamenn um allt land stigið fram fyrir tjald leikhúsa sinna og flutt ávarpið íslenska þetta kvöld. Ávarpið semur að þessu sinni Sigrún Edda Björnsdóttir leikkona. Frá árinu 1962 hefur Alþjóða leiklistardagurinn verið haldinn hátíðlegur um allan heim. Þá hefur heimskunnur leikhúslistamaður verið fenginn til að semja ávarp í tilefni dagsins af Alþjóða leiklistarstofnuninni, ITI, sem hefur aðsetur í Unesco-byggingunni í París. Að þessu sinni er það brasilíski leikhúslistamaðurinn Augusto Boal sem semur alþjóðaávarpið í tilefni dagsins. |
||
Ágætu leikhúsunnendur. |
||
Sigrún Edda Björnsdóttir | ||
Það fallegasta sem sagt hefur verið um leiklistina og hægt er að taka undir af heilum hug er að löngun mannsins til að leika, sé sprottin af þörf hans til tengjast því sem býr innra með öllum mönnum, þessu innra ljósi sem við búum öll yfir og finnum svo sterkt fyrir. Það er vegna þessarar tengingar, þessarar samkenndar sem við getum skapað nýjan veruleika. Veruleika leikhússins. Fátt er eins dýrmætt fyrir leikara og að finna þessa tengingu og taka þátt í leiksýningu sem á erindi við áhorfandann og hreyfir við honum, hvort sem er í gleði eða sorg. Við mannfólkið erum þelið sem draumar spinnast úr, þessir dýrmætu draumar sem eru eins og gullþráður í því margbrotna mynstri sem tilvist okkar mótast af. Þessi þráður kemur fram í skáldskapnum, myndmálinu, tónlistinni og hreyfingunni. Ekkert er leiklistinni óviðkomandi. Hún á að endurspegla tilvist okkar, sameina upplifun okkar og stuðla að samkennd og skilningi meðal manna. Sigrún Edda Björnsdóttir |
||
Augusto Boal:Ávarp á alþjóða leiklistardaginn 27. mars 2009 |
||
|
||
Augusto Boal | ||
Brúðkaup og jarðarfarir eru sýningar, en einnig hversdagslegir siðir sem við þekkjum svo vel, að við áttum okkur ekki á því að þeir eru sýningar. Stórar hátíðarsamkomur eru sýningar og athafnir okkar við morgunverðinn eru það einnig. Að skiptast á kveðjum, óframfærin og varfærnisleg fæðing ástarinnar, eldheitar orrustur tilfinninganna, fundir Alþingis og samkomur stjórnarerindreka, - allt eru þetta sýningar. Eitt höfuðhlutverk listar okkar er að benda á hinar hversdagslegu sýningar þar sem leikararnir eru jafnframt eigin áhorfendur, þar sem leiksvið og áhorfendasalur eru eitt. Öll erum við leikarar. Með því að leika lærum við að sjá það sem blasir við okkur hvern einasta dag en sjáum samt ekki þar sem við erum ekki vön að skoða það. Allt sem við þekkjum svo vel verður ósýnilegt - en að leika er að varpa ljósi á sviðið sem er okkar daglega líf. Í september síðast liðnum urðum við óvænt vitni að leikrænni opinberun: Við sem héldum að við byggjum í tryggum heimi, þrátt fyrir stríð og þjóðarmorð, þrátt fyrir fjöldamorð og pyntingar, - í fjarlægum löndum. Okkur, sem lifðum í öryggi og vorum fullviss um að fjármunir okkar væru í öruggum höndum virtra bankastofnana eða heiðvirðra verðbréfamiðlara, var nú sagt að þessir eignir okkar væru alls ekki lengur til, væru sýndarveruleiki, ömurlegur uppspuni einhverra viðskiptafræðinga sem hvorki voru sýndarveruleiki, áreiðanlegir né heiðvirðir. Allt var bara léleg sýning með sorglegum söguþræði, þar sem nokkrir græddu mikið og margir töpuðu öllu. Stjórnmálamenn ríku landanna funduðu fyrir luktum dyrum og komu með töfralausnir. Og við, fórnarlömb ákvarðana þeirra, sitjum enn á aftasta bekk áhorfendasalarins. Fyrir tuttugu árum síðan setti ég „Fedru“ eftir Jean Racine á svið í Ríó de Janeiró. Sviðsmyndin var fátækleg: Kálfskinn á gólfi og bambus allt um kring. Fyrir hverja sýningu sagði ég við leikarana: „Sögunni sem við höfum skáldað frá degi til dags lýkur þegar þið gangið inn fyrir bambusvegginn, inn á sviðið, og þá hefur ekkert ykkar leyfi til að ljúga. Sýningin er hinn faldi sannleikur.“ Þegar við virðum heiminn fyrir okkur handan við það sem við höfum fyrir augum okkar, sjáum við kúgara og hina kúguðu, alls staðar, í öllum samfélögum, hjá öllum þjóðflokkum, í öllum þjóðfélagsstéttum og hópum. Við sjáum óréttlátan og grimman heim. Við verðum að búa til annan heim, vegna þess að við vitum að hann er hugsanlegur. Það er undir okkur komið að byggja af eigin rammleik upp slíkan heim með því að ganga á svið, bæði á svið leikhússins og lífsins. Takið þátt í sýningunni sem nú er að hefjast og þegar þið komið heim til ykkar leikið þá með vinum ykkar eigin leikrit og skoðið það sem þið gátuð aldrei áður séð: Það sem er augljóst. Leikhús er ekki einungis viðburður, það er lífsmáti Við erum öll leikarar. Að vera þegn er ekki einungis að búa í samfélagi. Þegn er sá sem breytir því! Þýðandi Hafliði Arngrímsson. |
||
Augusto Boal er fæddur í Rio de Janeiro í Brasilíu 1931. Hann starfar sem leikstjóri, leikskáld og leikhúshugsuður og er einn fremsti leikhúsfrömuður heims. Hann þróaði leiklistaraðferðir á fimmta áratug síðustu aldar sem hann nefndi „Leikhús hinna kúguðu“ og breiddist út um alla latnesku Ameríku. Síðar þróaði hann „Ósýnilega leikhúsið“ og loks „Löggjafarleikhúsið“. Hann var tilnefndur til Friðarverðlauna Nóbels 2008. | ||
14. mars 2009 |
Félagsfundur |
Fimmtudaginn 26. mars nk. kl. 20.00 verður félagsfundur í Halanum. DAGSKRÁ:
|
LjósaveislaLaugardaginn 28. mars frá kl. 16.00 og fram eftir kvöldi, eftir því sem áhugi er fyrir hendi. Mun Magnús Addi ljósameistari hafa opið hús þar sem hann kynnir fyrir félögum möguleika ljósaborðsins og tæknibúnaðar Halaleikhópsins. Alltaf vantar tæknimenn og þetta er kjörið tækifæri til að fá að fikta í tökkunum og sjá hvort þetta er eitthvað sem ykkur finnst spennandi að vinna að með leikhópnum |
Aðalfundur Halaleikhópsins 2009Verður haldinn fimmtudaginn 28. maí. dagskrá hefðbundin aðalfundarstörf. Í ár á að kjósa um varaformann, gjaldkera, tvo varamenn, og tvo skoðunarmenn reikninga. Nú er kjörið tækifæri fyrir nýtt fólk að gefa kost á sér í stjórn. Nánar auglýst síðar. |
2. mars 2009 |
||
Leikstjóri ráðinn til að leikstýra Halaleikhópnumleikárið 2009 - 2010 |
||
Ágústa Skúladóttir leikstjóri hefur verið ráðinn til að leikstýra leikstýra Halaleikhópnum leikárið 2009 til 2010. Verið er að leita að verki og ýmsar spennandi hugmyndir uppi. Hér sést þegar Ása Hildur Guðjónsdóttir formaður handsalar samninginn við Ágústu. Áætlað er að halda félagsfund seinnipartinn í mars þar sem hugmyndir verða reifaðar. Ágústa er Halaleikhópnum vel kunnug, hún var með leiklistarnámskeið haustið 2007 sem nefndist Sólóstund leikarans. Hún stjórnaði Kaffileikhúsi í tengslum við 15 ára afmæli Halaleikhópsins en uppúr því starfi varð Hjólastólasveitin til. En sú sveit starfar nú sjálfstætt og hefur gert garðinn frægan. |
||
Ágústa Skúladóttir leikstjóri hefur unnið með einleikjaformið með góðum árángri og leikstýrði hún m.a. verðlaunaeinleikjunum Háaloft eftir Völu Þórsdóttur og Sellófón eftir Björk Jakobsdóttur. Hún var uppistandari í London fyrir nokkrum árum og leikstýrði hér heima |
||
19. jan. 2009 |
Fréttatilkynning: |
Þann 31. janúar n.k. mun Halaleikhópurinn frumsýna leikritið Sjeikspírs Karnival í leikgerð Þrastar Guðbjartssonar, sem einnig leikstýrir sýningunni. Unnið upp úr þremur verkum Shakespears: ,Þrettándakvöldi, Draumi á Jónsmessunótt og Hinriki IV. Þetta er ærslafullur gamanleikur, sem gerist á einum degi í Illiríu á Karnivali hjá Orsínó greifa. Hann er dapur og því koma vinir hans og leika fyrir hann alls kyns gamanleiki, til að létta honum lífið. Við sögu koma margar af þekktustu gamanleikjapersónum Shakespears, eins og t.d. Malvólíó, Tóbías Búlki, Andrés Agahlýr o.fl. Þetta er sem fyrr segir, eitt allsherjar grín frá upphafi til enda. 18 leikarar taka þátt í sýningunni og annar eins hópur stendur að baki þeim, við hin ýmsu störf. Halaleikhópurinn var stofnaður 27. september 1992 með það að markmiði að ,,iðka leiklist fyrir alla” og hefur starfað óslitið síðan. Á þessum árum sem liðin eru frá stofnun Halaleikhópsins, hafa verið settar upp sýningar á hverju ári og stundum fleiri en ein og hafa þær jafnan vakið mikla athygli. Það má segja að Halaleikhópurinn hafi opnað nýja ,,vídd” í starfi leikhópa hér á landi, þar sem fengist er við leiklist á forsendum hvers og eins. Sýnt er í Halanum, Hátúni 12 105 Reykjavík. Nánari upplýsingar er að finna á vef Halaleikhópsins www.halaleikhopurinn.is Ef þið skylduð hafa áhuga á að fá frekari upplýsingar jafnvel fá viðtöl þá er hægt að hafa samband við Þröst Guðbjartsson leikstjóra í síma: 862 - 4767 Stjórn Halaleikhópsins |
7. janúar 2009 |
Sjeikspírs Karnival |
Halaleikhópurinn æfir stíft þessa dagana Sjeikspírs Karnival eftir William Shakespears í leikgerð og leikstjórn Þrastar Guðbjartssonar. Leikmynd er á lokastigi, tónlist nánast tilbúin, saumakonur sitja sveittar, ljósamenn hanga í rjáfrum, hönnuðir naga blýanta, fólk er á þönum með títuprjóna, skrúfjárn, fatapoka, gardínuhjól, penna, konfekt, sverð, trúðanef, sokkabuxur, málningarpensla og alls kyns undarlega pappíra svo fátt eitt sé nefnt. Æfingar ganga vel og miklar hlátursrokur glymja um húsið milli stresskasta. Stefnt er að frumsýningu 31. janúar nk. |
Sjeikspírs Karnival er leikgerð Þrastar Guðbjartssonar unnin upp úr þrem verkum Shakespears Þrettándakvöldi, Draumi á Jónsmessunótt og Hinriki IV. Þetta er ærslafullur gamanleikur sem gerist á einum degi í Illiríu á Karnivali hjá Orsínó greifa. Hann er dapur og því koma vinir hans og leika fyrir hann alls kyns gamanleiki til að létta honum lífið. Við sögu koma margar af þekktustu gamanleikjapersónum Shakespears, eins og td. Malvólíó, Tóbías Búlka, Andrés Agahlýr ofl. Leikritið fjallar í stórum dráttum um ástir, vonbiðla, misskilning og hrekkjabrögð. Tvíburar piltur og stúlka verða viðskila í hafvillu og brotsjó, þeim er bjargað sitt í hvoru lagi, og telja því hvort annað dáið. Stúlkan, Víola villir á sér heimildir með því að klæðast karlmannsfötum og gerast sendiboði Orsínó hertoga. Hann sendir hana (hann) með bónorð til Ólivíu greifaynju, sem hann þráir að eiga, og í stuttu máli fara hjólin að sjúast og Víola (Sesaríó) lendir í einum alsherjar misskilning og leysist ekki úr honum fyrr en í lokaatriðinu þegar bróðir hannar birtist. Þetta er sem fyrr segir eitt allsherjar grín frá upphafi til enda. 19 leikarar taka þátt í sýningunni, og annar eins hópur stendur að baki þeim, við hin ýmsu störf. |
Halaleikhópurinn sendir ykkur sínar bestu óskir um Gleðileg jól og farsælt komandi ár. Við þökkum samstarfið og hlýjuna á liðnu ári. Og hlökkum til að sjá ykkur á nýárinu í Halanum. Við stefnum að frumsýningu á Sjeikspírs Karnivali í lok janúar. Leikgerð og leikstjórn Þröstur Guðbjartsson.
|