Kæru félagar.

Nú fer að líða að hausti og vonandi eru allir hressir og kátir eftir sumarið. Vonandi allir tilbúnir að takast á við skemmtilegt starf í Halaleikhópnum í haust og vetur.

Nánar ...

Við hittumst og höfum það kósý saman. Það verður samt sem áður smá dagskrá sem byrjar kl. 14.00.

Við byrjum með mikilli leikgleði undir stjórn Margretar Guttormsdóttur. Allir sem vetlingi geta valdið taka þátt. Svo kemur Jón Eiríksson með gítarinn og startar fjöldasöng. Ef einhver óskalög eru þá skal ritari reyna að finna texta og koma með. Það má láta vita á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Ása Hildur ætlar að baka vöfflur sem seldar verða til styrktar Krikanum.

Nánar ...