Kæru félagar.
Nú fer að líða að hausti og vonandi eru allir hressir og kátir eftir sumarið. Vonandi allir tilbúnir að takast á við skemmtilegt starf í Halaleikhópnum í haust og vetur.
Kæru félagar.
Nú fer að líða að hausti og vonandi eru allir hressir og kátir eftir sumarið. Vonandi allir tilbúnir að takast á við skemmtilegt starf í Halaleikhópnum í haust og vetur.
Við hittumst og höfum það kósý saman. Það verður samt sem áður smá dagskrá sem byrjar kl. 14.00.
Við byrjum með mikilli leikgleði undir stjórn Margretar Guttormsdóttur. Allir sem vetlingi geta valdið taka þátt. Svo kemur Jón Eiríksson með gítarinn og startar fjöldasöng. Ef einhver óskalög eru þá skal ritari reyna að finna texta og koma með. Það má láta vita á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Ása Hildur ætlar að baka vöfflur sem seldar verða til styrktar Krikanum.
Framhaldsaðalfundur Halaleikhópsins 2015 verður haldinn í Halanum þriðjudaginn 9. júní kl. 20.00
Á dagskrá verður:
Afgreiddir endurskoðaðir reikningar félagsins.
Aðalfundur Halaleikhópsins 2015
Verður haldinn í Halanum, Hátúni 12, 105 Reykjavík. Mánudaginn 18. maí kl. 20.00
Ágætu félagar
Fimmtudaginn 9. apríl boðar stjórn til félagsfundar kl. 20.00 í Halanum Hátúni 12, 105 Reykjavík.
Við þurfum að ræða stöðu Halaleikhópsins og framtíðarplön.
Í dag 27. mars er alþjóðlegur dagur leiklistarinnar
Halaleikhópurinn óskar öllu leiklistarfólki til hamingju með daginn
Sýningum á 10 litlum strandglópum er lokið. Við þökkum fyrir móttökurnar.
Nánari upplýsingar um sýninguna má finna HÉR
Gagnrýni um sýninguna má finna á vefnum leiklist.is: Tíu litlir strandaglópar