Halaleikhópurinn býður upp á vinnustofu í sagnalist nú á vordögum. Þetta er sjálfstætt framhald námskeiðs sem haldið var árið 2014. Þá var unnið með þjóðsögur og ævintýri en að þessu sinni verður viðfangsefnið persónulegar sögur. Leiðbeinandi verður sem áður, Ólöf I. Davíðsdóttir, en hún nam sagnalist í Bandaríkjunum. Vinnustofan í ár er öllum opin, jafnt félagsfólki sem öðrum, og þarf fólk ekki að hafa verið á fyrra námskeiðinu. Farið verður stuttlega yfir helstu leiðbeiningar frá fyrra námskeiði, gerðar æfingar og á milli funda vinna þátttakendur áfram með sína sögu heima.
Fréttir

Spilakvöld 6. apríl
Þann 6. apríl ætlum við að halda annað spilakvöld. Nóg af borðspilum verða á staðnum, en ef einhver er með uppáhalds spil má sá hinn sami koma með það með sér.
Við byrjum að spila klukkan 20:00, eða átta.
Bestu kveðjur
Nefndin

Halaleikhópurinn sýnir leikritið Stræti
Halaleikhópurinn frumsýnir 29 janúar, leikritið Stræti eftir Jim Cartwright í leiksjórn og leikgerð Guðjóns Sigvaldasonar. Stræti er átakasaga með kómísku ívafi og fjallar um fólk sem býr við sömu götu. Aðstæður þeirra markast af efnislegri óvissu, firringu og brotnum samskiptum. Þar eiga allir sína drauma sem halda mörgum á floti þegar viljinn dugar ekki í erfiðum kringumstæðum. Samskiptin eru oft hrjúf og óvægin með óþvegnu og grófu orðfari sem er ekki fyrir viðkvæma. Áhorfandinn fylgist með fólki gera sig klárt til að skreppa á pöbbinn, skemmta sér þar misvel og halda síðan aftur heim til sín eða annarra þar sem ýmislegt getur gerst.

Hátíðarkveðja
Halaleikhópurinn sendir ykkur sínar bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár.

Innlit í Stræti
Innlit í Stræti sýningarplan: | ||||
---|---|---|---|---|
Eintöl | föstudaginn | 20. nóv. | kl. 20.00 | miðaverð 1000 kr. |
Sagan af Joey og Clark | föstudaginn | 4. des. | kl. 20.00 | miðaverð 1500 kr. |
Sagan af Joey og Clark | laugardaginn | 5. des. | kl. 20.00 | miðaverð 1500 kr. |

Halafréttir sept. 2015
Kæru félagar.
Nú fer að líða að hausti og vonandi eru allir hressir og kátir eftir sumarið. Vonandi allir tilbúnir að takast á við skemmtilegt starf í Halaleikhópnum í haust og vetur.

Haladagur í Krika laugardaginn 18. júlí kl. 14.00
Við hittumst og höfum það kósý saman. Það verður samt sem áður smá dagskrá sem byrjar kl. 14.00.
Við byrjum með mikilli leikgleði undir stjórn Margretar Guttormsdóttur. Allir sem vetlingi geta valdið taka þátt. Svo kemur Jón Eiríksson með gítarinn og startar fjöldasöng. Ef einhver óskalög eru þá skal ritari reyna að finna texta og koma með. Það má láta vita á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Ása Hildur ætlar að baka vöfflur sem seldar verða til styrktar Krikanum.

Framhaldsaðalfundur Halaleikhópsins 2015
Framhaldsaðalfundur Halaleikhópsins 2015 verður haldinn í Halanum þriðjudaginn 9. júní kl. 20.00
Á dagskrá verður:
Afgreiddir endurskoðaðir reikningar félagsins.

Aðalfundur Halaleikhópsins 2015
Aðalfundur Halaleikhópsins 2015
Verður haldinn í Halanum, Hátúni 12, 105 Reykjavík. Mánudaginn 18. maí kl. 20.00

Félagsfundur fimmtudaginn 9. apríl kl. 20.00
Ágætu félagar
Fimmtudaginn 9. apríl boðar stjórn til félagsfundar kl. 20.00 í Halanum Hátúni 12, 105 Reykjavík.
Við þurfum að ræða stöðu Halaleikhópsins og framtíðarplön.