Aðalfundur Halaleikhópsins verður 15. maí

Hala-Fréttir maí 2017

Aðalfundur Halaleikhópsins verður haldinn mánudaginn 15. maí kl. 20.00 í Halanum Hátúni 12.

Einnig kemur tilvonandi leikstjóri og kynnir aðalverkefni leikársins og skrifar undir ráðningarsamning.

 Dagskrá aðalfundar:

  1. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
  2. Inntaka nýrra félaga.
  3. Skýrsla stjórnar.
  4. Ársreikningar lagðir fram.
  5. Afgreiðsla tillagna sem borist hafa fundinum, svo sem lagabreytinga.
  6. Starfsemi næsta leikárs.
  7. Kosning stjórnarmanna, varamanna í stjórn og tveggja skoðunarmanna reikninga.
  8. Önnur mál.
    • Kynning á leikstjóra og leikriti.

Aðalfundur

Stjórn:

Formaður: Unnar Helgi Halldórsson var kosinn til tveggja ára 2016 á því ár eftir.

Varaformaður: Stefanía Björk Björnsdóttir var kosin til tveggja ára 2015 þarf því að kjósa um það embætti. Hún gefur ekki kost á sér áfram.

Gjaldkeri: Ólöf  I. Davíðsdóttir var kosin til tveggja ára 2015 því þarf að kjósa í það embætti.  Gefur ekki kost á sér áfram.

Ritari: Ása Hildur Guðjónsdóttir var kosin til tveggja ára 2016 á því ár eftir.

Meðstjórnandi: Margret Guttormsdóttir var kosin til tveggja ára 2015 því þarf að kjósa í það embætti. Hún gefur ekki kost á sér áfram.

Varastjórn: Jón Eiríksson kosinn til tveggja ára 2015 því þarf að kjósa í það sæti.

Hanna Margrét Kristleifsdóttir og Leifur Leifsson voru kosin til tveggja ára 2016 og eiga því bæði ár eftir. Hanna Margrét gefur kost á sér í aðalstjórn.

Vilhjálmur Jón Guðjónsson og Guðríður Ólafsdóttir voru kosin skoðunarmenn reikninga 2016 til tveggja ára eiga því ár eftir.

Því þarf að kjósa í eftirtalin embætti: Varaformaður, gjaldkeri, meðstjórnandi og tvo menn í varastjórn. Allir félagsmenn geta gefið kost á sér í þessi embætti en aðeins skuldlausir félagsmenn geta greitt atkvæði skv. lögum félagsins.

Við vekjum athygli á því að einungis skuldlausir félagar geta kosið. Minnum á að þeir sem eru ekki búnir að greiða geta greitt greiðsluseðilinn í heimabankanum en einnig er hægt að greiða félagsgjöldin á fundinum en við verðum ekki með posa.

Kaffi og kruðerí verður á fundinum og nýjir félagar velkomnir.

Kveðja stjórnin

aðalfundur