Hala-Fréttir maí 2017
Aðalfundur Halaleikhópsins verður haldinn mánudaginn 15. maí kl. 20.00 í Halanum Hátúni 12.
Einnig kemur tilvonandi leikstjóri og kynnir aðalverkefni leikársins og skrifar undir ráðningarsamning.
Dagskrá aðalfundar:
- Kosning fundarstjóra og fundarritara.
- Inntaka nýrra félaga.
- Skýrsla stjórnar.
- Ársreikningar lagðir fram.
- Afgreiðsla tillagna sem borist hafa fundinum, svo sem lagabreytinga.
- Starfsemi næsta leikárs.
- Kosning stjórnarmanna, varamanna í stjórn og tveggja skoðunarmanna reikninga.
- Önnur mál.
- Kynning á leikstjóra og leikriti.
Stjórn:
Formaður: Unnar Helgi Halldórsson var kosinn til tveggja ára 2016 á því ár eftir.
Varaformaður: Stefanía Björk Björnsdóttir var kosin til tveggja ára 2015 þarf því að kjósa um það embætti. Hún gefur ekki kost á sér áfram.
Gjaldkeri: Ólöf I. Davíðsdóttir var kosin til tveggja ára 2015 því þarf að kjósa í það embætti. Gefur ekki kost á sér áfram.
Ritari: Ása Hildur Guðjónsdóttir var kosin til tveggja ára 2016 á því ár eftir.
Meðstjórnandi: Margret Guttormsdóttir var kosin til tveggja ára 2015 því þarf að kjósa í það embætti. Hún gefur ekki kost á sér áfram.
Varastjórn: Jón Eiríksson kosinn til tveggja ára 2015 því þarf að kjósa í það sæti.
Hanna Margrét Kristleifsdóttir og Leifur Leifsson voru kosin til tveggja ára 2016 og eiga því bæði ár eftir. Hanna Margrét gefur kost á sér í aðalstjórn.
Vilhjálmur Jón Guðjónsson og Guðríður Ólafsdóttir voru kosin skoðunarmenn reikninga 2016 til tveggja ára eiga því ár eftir.
Því þarf að kjósa í eftirtalin embætti: Varaformaður, gjaldkeri, meðstjórnandi og tvo menn í varastjórn. Allir félagsmenn geta gefið kost á sér í þessi embætti en aðeins skuldlausir félagsmenn geta greitt atkvæði skv. lögum félagsins.
Við vekjum athygli á því að einungis skuldlausir félagar geta kosið. Minnum á að þeir sem eru ekki búnir að greiða geta greitt greiðsluseðilinn í heimabankanum en einnig er hægt að greiða félagsgjöldin á fundinum en við verðum ekki með posa.
Kaffi og kruðerí verður á fundinum og nýjir félagar velkomnir.
Kveðja stjórnin