Stefnt er að frumsýningu Obbosí, eldgos! 10. febrúar nk.

Halaleikhópurinn er kominn á fullt á nýju ári við æfingar á Obbosí, eldgos! sem Sigrún Valbergsdóttir skrifaði og leikstýrir. Obbosí, eldgos! er bráðskemmtilegur farsi sem gerist á heimili ferðaþjónustubónda. Ýmsar skemmtilegar persónur koma við sögu og eins og í öllum góðum försum er alls kyns misskilningur í gangi sem leiðir leikritið í allar áttir.

Persónugalleríið er fjölbreytt. Heimasæta, línudansari, spákona, draumráðningarkona, leikfimikennari, árunuddari, sjáandi, fótanuddari, grasafræðingur, dýralæknir og starfsfólk almannavarna.  Mikið glens og gaman.

Stefnt er að frumsýningu 10 febrúar nk.