Halaleikhópurinn sýnir um helgina leiklesturssýninguna Kokteil eftir Guðjón Sigvaldason sem einnig leikstýrir. Sex sprækir Halar leika / leiklesa sumir eru splunkunýir á sviðinu aðrir reynslunni ríkari.
Sýningar verða laugardaginn 1. mars 2025 kl. 20.00, sunnudaginn 2. mars kl.17.00 og sunnudaginn 9. mars kl.17.00.
Miðasala í síma 8975007 og á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Guðjón Sigvaldason leikstjóri er jafnframt höfundur þessa Kokteils sem verður á borðum fyrir ykkur áhorfendur á fjölum Halaleikhópsins.
Á aðalfundi Halans síðasta ár kom fram vilji félaganna að gera eitthvað annarskonar á komandi leikári, og var því ákveðið að reyna að setja upp röð leiklestra á nýjum, og eða eldri verkum. Tók Guðjón að sér að koma þessu verkefni af stað. Svolítið brösulega gekk til að byrja með vegna innbrots í húsnæði félagsins og þá tiltekt sem þurfti til að gera húsnæðið aðgengilegra fyrir leikhópinn. Félagið auglýsti eftir handritum til flutnings í samvinnu við höfunda, en fátt varð um svör, það var ekki fyrr en leitað var til ákveðinna höfunda að verk bárust. Því miður voru þau verk sem bárust, ekki áhugaverð fyrir þann hóp sem bauð sig fram til að takast á við þetta. En það gekk líka brösulega að komast af stað, því þegar handrit voru komin í hús, var desembermánuður gengin í garð, og öll jólaösin að byrja. Svo úr varð að seinka dæminu þar til á þessa árs.
Eitt af markmiðunum með þessum leiklestra dæmum, var fyrir félagið að nýta sér þá aðila sem vildu taka þátt, þannig að gefa fleiri félögum tækifæri á að spreyta sig. Verkefnin sem bárust voru tveggja til fjögura manna verk eða mjög fjölmenn verk, og mat leikstjóri að þau hentuðu ekki til að byrja þetta dæmi, því aldursskali persóna í verkunum var fyrir ofan eða neðan þann aldur sem viljugir þátttakendur voru. Leikstjórinn dró þá fram 3 eldri stuttverk eftir sjálfan sig, sem flutt hafa verið áður, en voru skrifuð fyrir 6 til 9 ára leikara, en höfundi langaði að prófa að vinna þau með eldri leikurum, sem tilraun. Höfundur samdi síðan tvö ný verk auk eintala fyrir hópinn til að setja þetta saman sem Kokteil þann sem þér er til boða núna.
Höfundurinn Guðjón Sigvaldason hefur skrifað yfir fjórða tug leikverka á ferlinum.
Leikstjórinn aftur á móti hefur leikstýrt yfir 140 verkum á ferlinum, allt frá einleikjum til 400 manna götusýningu og allt þar á milli. Hér hjá Halaleikhópnum hefur hann unnið, m.a. Fílamanninn, Kirsuberjagarðinn, Stræti, 10 litlir Strandaglópar og Gaukshreiðrið sem var valin athygliverðasta áhugaleiksýningin árið 2008.