Aðalfundur Halaleikhópsins 2024

Aðalfundur Halaleikhópsins 2024 verður haldinn mánudaginn 15 apríl kl. 19.00 í Halanum Hátúni 12.
Boðið verður uppá Gullassúpu og brauð í upphafi fundar.

Dagskrá aðalfundar:
1.    Kosning fundarstjóra og fundarritara.
2.    Inntaka nýrra félaga.
3.    Skýrsla stjórnar.
4.    Ársreikningar lagðir fram.
5.    Afgreiðsla tillagna sem borist hafa fundinum, svo sem lagabreytinga.
6.    Starfsemi næsta leikárs.  
7.    Kosning stjórnarmanna, varamanna í stjórn og tveggja skoðunarmanna reikninga.
8.   Framtíð Halaleikhópsins
9.   Önnur mál.

Kosningar:

  • Kjósa þarf formann til 2 ára
  • Varaformann til 1 árs
  • Gjaldkera til 1 árs
  • Ritara til 2 ára
  • Kjósa þarf tvo varamenn til 2 ára
  • Kjósa þarf einnig tvo skoðunarmenn reikninga

Við viljum hvetja félaga til að gefa kost á sér í þau störf sem þarf að kjósa um. Þannig geta félagsmenn fengið betri innsýn í starfsemina.

Einnig vekjum við athygli á því að einungis skuldlausir félagar geta kosið.

Nýjir félagar og gestir velkomnir.