Kirkjugarðsklúbburinn - miðar komnir í sölu

8. mars frumsýnir Halaleikhópurinn gamanleikritið Kirkjugarðsklúbbinn eftir Ivan Menchell, leikstjóri er Pétur Eggerz.

Leikritið fjallar af einstakri næmni og kímni um þrjár miskátar ekkjur sem komnar eru á efri ár. Þær hafa verið vinkonur árum saman og hafa nú misst lífsförunauta sína. Hver og ein þeirra hefur fundið sína leið til þess að takast á við sorgina. Lífið heldur áfram þrátt fyrir allt. Einu sinni í mánuði fara vinkonurnar saman í kirkjugarðinn að vitja leiða eiginmannanna. Dag nokkum hitta þær fullorðinn ekkil í garðinum og þar með lenda vinkonurnar í óvæntri krísu. Nær tryggðaheit hjónabandsins út yfir gröf og dauða?

Nánar um leikverkið hér: Kirkjugarðsklúbburinn.

Miðasala í síma 897 5007 og This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Miðaverð 3500 kr.

Sýnt er í Halanum leikhúsi Halaleikhússins í Sjálfsbjargarhúsinu Hátúni 12. Inngangur að norðanverðu no. 3.