Skemmtidagskrá í tilefni sumarkomu 2002

Jón Stefánsson og Árni Salomonson í hlutverkum sínum

Jón Stefánsson og Árni Salomonsson

Vorið 2002 tók Halaleikhópurinn þátt í hátíð sem var á Hátúnstorfunni og nefndist „Í Túnfætinum“. Leikhópurinn setti á svið fjölda af einþáttungum, flesta eftir Kjartan Árnason og sýndi vítt og breytt á Hátúnstorfunni auk þess að vera með skemmtun í Halaleikhúsinu. Þetta var samstarfsverkefni Sjálfsbjargar lsf., Sjálfsbjargar á höfuðborgarsvæðinu, Sjálfsbjargarheimilisins, Öryrkjabandalags Íslands, Hringsjá, Múlalundar, Íþróttafélags fatlaðra o.fl. stofnana og félaga sem tilheyra Hátúnstorfunni þ.e. Hátún 10, 10a, 10b, 12 og 14.