Gamalt og nýtt með kaffinu

Gamalt og nýtt með kaffinu

Skemmtidagskrá með ljóðum og leikþætti
Frumsýnt 19. feb. 1994 Heimsókn í Sólheima í Grímsnesi

Leikþáttur:

"Ævintýri á gönguför í Þórsmörk" eftir Guðrúnu Ásmundsdóttur, með leikatriðum og söngvum úr "Ævintýri á gönguför" eftir Hostrup í leikstjórn Guðrúnar Ásmundsdóttur

Æfintýri á gönguför í Þórsmörk
Frá Sólheimaheimsókninni

Höfundur ljóða:

Kolbrún Dögg Kristjánsdóttir,
Oddný Óttarsdóttir
og Davíð Stefánsson frá Fagraskógi.

Verkstjórn og kynnir:

Guðmundur Magnússon.

Upphaf þessa verks var að Halaleikhópurinn hafði samband við Guðrúnu Ásmundsdóttur og réð hana til að vera með leiklistarverkefni til að hafa á boðstólnum vegna málþings um listsköpun fatlaðra í Gerðubergi 19. feb. 1994.

Fjölgaði nú töluvert virkum félögum og eru nú nær 20 leikendur í sýningunni "Ævintýri á gönguför í Þórsmörk" eftir Guðrúnu og leikhópurinn með leikatriði og söngvum úr 1. þætti "Ævintýris á gönguför" eftir Hostrup.

Jónatan, Valerie og Helga
Guðmundur leggur hópnum línurnar

Það þarf varla að taka fram að 19. febrúar var hreint brjálað veður um morguninn þegar Halaleikhópurinn sýndi sitt! Það var komið hið fræga Halaveður, en það gerir næstum ávallt vitlaust veður þegar hópurinn frumsýnir.

Þar sem við eigum nú hið fallegasta leikhús þótti okkur synd að gefa ekki okkar dyggu áhorfendum tækifæri til að sjá þáttinn. Þátturinn er um 35. mín í flutningi, en með því að bæta við ljóðalestri og smá sprelli er komið heilt kvöld prógramm.

Heimsókn í Sólheima í Grímsnesi

Ljóðalestur:

  • Kolbrún Dögg Kristjánsdóttir les eigin frumsamin ljóð.
  • Oddný Óttarsdóttir les eigin frumsamin ljóð.
  • Ómar Bragi Walderhaug les ljóðið "Messalína" eftir Davíð Stefánsson frá Fagraskógi.
  • Hulda Guðnadóttir og Jón Eiríksson flytja ljóðið "Karl faðir minn" eftir Jóhannes úr Kötlum
  • Ingólfur Örn Birgisson flytur "Heilsukvæði" eftir ókunnan höfund

Hópurinn í fullri action

Leikendur og hlutverk þeirra:

Allir eru tré nema Hulda, sem er blóm, en auk þess er:

Baldvin Jón Sigurðsson Ebjæk, ímynd hins ástfangna
Elín Jónsdóttir Silla, eiginkona Guðmundar
Guðbjörg Halla Björnsdóttir Magga, heitmey Sigurðar Rúnarssonar
Helga Bergmann Fjórða eiginkona Jósteins Guðbrandssonar
Hrafn Ragnarsson Ferðalangur og sörfugl
Hulda Guðnadóttir Hress pía í Þórsmörk
Ingólfur Örn Birgisson Herlöf, léttlyndur glaumgosi.
Jón Eiríksson Sigurður Runólfsson, unnusti Möggu
Karl Oluf Bang Guðmundur, eiginmaður Sillu
Kolbrún Dögg Kristjánsdóttir Túlkur og hress ölvuð pía
Kristinn Guðmundsson Danskur kynnir og rúðubílstjóri
María Kristjánsdóttir Frú Aðalheiður og spói
Oddný Óttarsdóttir Hvíslari
Ómar Bragi Walderhaug Jósteinn Guðbrandsson og geirfugl
Sara Marteinsdóttir Stella, gljápíka í Þórsmörk
Sigríður Geirsdóttir Lauslát stúlka í læknum
Sigurður Björnsson Hæna í gömlu perutré
Valerie Harris Pétur og dóttir Jósteins af öðru hjónabandi

Þakkir:

Halaleikhópurinn þakkar öllum, sem lagt hafa honum lið við að koma upp þessarri sýningu.

Einkum viljum við þakka: Hótel Sögu fyrir lán á ljósabúnaði og Grensásbakarí fyrir kökur og hlýjan hug.

Um sýninguna af vef mbl.is sjá HÉR