Kaffileikhús 21. maí og 1. júní 2009

Kaffileikhús - Aukasýning

Mánudaginn annan í Hvítasunnu 1. júní nk. kl. 17.00 Líf og fjör hefur verið í Halanum undanfarnar vikur. Innanfélagsmenn hafa tekið höndum saman og æft stíft, bæði stuttverk og tónlist. Nokkrar húsmæður tóku sig til og gerðu helling af brauðtertum, skúffukökum og kleinum. Sem rann ljúft í gesti Kaffileikhússins 21. maí sl.

Það var uppselt og fólk varð frá að hverfa á fimmtudaginn 21. maí, svo ákveðið hefur
verið að skella upp aukasýningu á annan í Hvítasunnu 1. júní kl. 17.00

Miðaverð er aðeins 1000 kr. kaffi og kökur innifalin.
Léttir drykkir verða seldir í sjoppunni.

Miðasala í síma 862-4276 Ath. að vissara er að panta miða.

Sýnd voru þrjú stuttverk, uppistand og 4 tónlistaratriði:

Fyrstir á svið voru Tobias og Daníel með frumsamin lög.
Þeir eru Daníel Þórhallsson og Tobias Hausner

HJÓLASTÓLASVEITIN flutti nýtt frumsamið rúllandi uppistand sem þau kalla KÓKOSBOLLU HÓ Ó PÓNÓ, leikstjóri Ágústa Skúladóttir

Hjólastólasveitina skipaði að þessu sinni:
Guðríður Ólafsdóttir
Kolbrún Dögg Kristjánsdóttir
Leifur Leifsson
Ása Hildur Guðjónsdóttir var hljóðmaður

Tvíleikur fyrir höfund og leikara, eftir Benóný Ægisson, leikstjóri Gunnar Gunnarsson, Gunsó

Leikarar:   
     
Höfundur   Gunnar Ingi Gunnarsson
Leikari   Daníel Þórhallsson

 

Nafla - Jón flutti nokkur lög
Einar Andrésson og Hlynur Þór Agnarsson

Bara Tjilla, eftir Jónínu Leósdóttur, leikstjóri Gunnar Gunnarsson, Gunsó

Leikarar:

Jakobína   Guðríður Ólafsdóttir
Soffía   Auður Birgisdóttir
Embla Sif   Sóley Björk Axelsdóttir

Hljómsveitin Lister flutti nokkur lög og tók inngang í næsta verk:

Jón Guð(ni), Björn Kr., Gísli Freyr, Skarphéðinn og Eyþór.

Miðvikudagur í Helvíti, eftir Ármann Guðmundsson, leikstjóri Gunnar Gunnarsson, Gunsó

Leikarar:

Lögfræðingur   Kristinn Sveinn Axelsson
Yfirpúki   Gunnar Freyr Árnason
Púki   Magnús Addi Ólafsson

 

Dúó Gísla blikk

spilaði svo meðan áhorfendur yfirgáfu salinn

 

Aðrir starfsmenn sýningarinnar:

Ása Hildur Guðjónsdóttir   Allt í öllu
William Valgeir Wiley   Ljósa og tæknimaður
Magnús Addi Ólafsson   Ljósa og tæknimaður
Hanna Margrét Kristleifsdóttir   Förðun
Elísa Ósk Halldórsdóttir   Leikskrá, Auglýsing, förðun og margt fleira
Einar Jörgensen   Smíðar
Friðfinnur Árni Kjærnested   Smíðar
Kristín M. Bjarnadóttir   Búningar, bakstur ofl.
Einar Andrésson   Leikmynd
Stefanía Björk Björnsdóttir   Aðstoð á æfingum og förðun
Kristín R. Magnúsdóttir   Ýmislegt stúss
Andri Valgeirsson   Upptaka
Þröstur Steinþórsson   Upptaka
Sólberg R. Haraldsson   Sviðsmaður, aðstoð á æfingum
Tobias Hausner   Sviðsmaður
Arnar Ágúst Klemensson   Aðstoð á æfingum
Gunnar Freyr Árnason   Vinna við leikmynd
Friederike Andrea Hellelmann   Skiltagerð

 

Sérstakar þakkir fá:

Sjálfsbjörg lsf.
Sjálfsbjargarheimilið
Guðjón Sigvaldason
Jonni töframaður
Sigrún Ósk Arnardóttir
Ingimar Atli Arnarson
Sjálfsbjörg á höfurborgarsvæðinu
Öryrkjabandalag Íslands
Reykjavíkurborg