Höfundur Þorsteinn Guðmundsson
Frumsýnt 19. nóv. 1993

Leikritið var samið nú í sumar, sérstaklega fyrir Halaleikhópinn, en inn í það fléttast nokkur atriði úr „Rómeó og Júlíu“ eftir Shakespeare í þýðingu Helga Hálfdánarsonar. Leikritið fjallar um leikhóp sem er að setja upp sýningu og segir frá samskiptum og uppákomum innan hópsins í tengslum við verkefnið.

Nánar ...

Aurasálin eftir Moliére í þýðingu Sveins Einarssonar var fyrsta verk Halaleikhópsins.
Frumsýnt 16. janúar 1993
Leikstjórar voru þeir Guðmundur Magnússon og Þorsteinn Guðmundsson.

Aurasálin er klassíkur franskur gamanleikur frá 18. öld sem fjallar um aurasálina Harpagon. Hann á tvö börn sem eru farin að hugsa til giftingar. Ýmislegt verður þó til að koma í veg fyrir þær áætlanir og koma þar peningar mikið við sögu, því að mati föðurins er það lélegur maki sem lítinn hefur heimanmundinn. Svo vill hann líka sjálfur fara að gifta sig. En allt fer þó vel að lokum.

Nánari upplýsingar