Höfundur Þorsteinn Guðmundsson
Frumsýnt 19. nóv. 1993
Leikritið var samið nú í sumar, sérstaklega fyrir Halaleikhópinn, en inn í það fléttast nokkur atriði úr „Rómeó og Júlíu“ eftir Shakespeare í þýðingu Helga Hálfdánarsonar. Leikritið fjallar um leikhóp sem er að setja upp sýningu og segir frá samskiptum og uppákomum innan hópsins í tengslum við verkefnið.