Kirkjugarðsklúbburinn
Höfundur Ivan Menchell. Leikstjóri Pétur Eggerz.
Frumsýning 8. mars 2024.
Halaleikhópurinn sýnir bandaríska gamanleikritið Kirkjugarðsklúbbinn eftir Ivan Menchell, leikstjóri er Pétur Eggertz, þýðandi er Elísabet Snorradóttir.
Leikritið fjallar af einstakri næmni og kímni um þrjár miskátar ekkjur sem hafa verið vinkonur árum saman og hafa nú misst lífsförunauta sína. Hver og ein þeirra hefur fundið sína leið til þess að takast á við sorgina. Lífið heldur áfram þrátt fyrir allt. Einu sinni í mánuði fara vinkonurnar saman í kirkjugarðinn að vitja leiða eiginmannanna. Dag nokkum hitta þær fullorðinn ekkil í garðinum og þar með lenda vinkonurnar í óvæntri krísu. Nær tryggðaheit hjónabandsins út yfir gröf og dauða?
Vinkonumar þrjár eru leiknar af þeim Hönnu Margréti Kristleifsdóttur, Sóleyju B. Axelsdóttur og Stefaníu B. Björnsdóttur. Ekkilinn leikur Jón Gunnar Axelsson og kunningjakonu þeirra leikur Margrét Eiríksdóttir.
Sýningar verða í Halanum Hátúni 12. Miðasala í síma 8975007 og á netfanginu This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.