Tíu litlir strandaglópar. Höfundur Agatha Christie. Leikstjóri Guðjón Sigvaldason.
Upphaflegur þýðandi Hildur Kalman
Frumsýnt 30. jan. 2015
Leikritið segir sögu af tíu einstaklingum sem boðið er af dularfullum hjónum í helgarferð á
klettaeyju. Gestirnir eru ekki fyrr komnir á staðinn en einn þeirra deyr á grunsamlegan hátt.
Öll eru þau strand á eyjunni og komast hvergi. Gestgjafinn, sem hvergi sést, ásakar hvert og eitt þeirra í hljóðupptöku um að hafa sloppið undan réttvísinni vegna brota sem þau eiga að hafa framið.
Strandaglóparnir byrja að opna sig fyrir hópnum... þar til þau taka að týna lífinu hvert á fætur öðru. Hver deyr næst og hver er morðinginn?