Höfundur og leikstjóri: Edda V. Guðmundsdóttir
Frumsýnt 11. mars 2000
Jónatan býr í Hátúni og er á leið þaðan og ætlar að fara að búa sjálfstætt. Er orðinn nokkuð hress eftir slys sem olli því að nú er hann í hjólastól og lamaður upp að mitti. Hann hefur verið lengi að ná þeirri heilsu sem hann býr nú að og hefur verið langt niðri, vonlaus og reiður og það var ekki fyrr en nýlega að aðeins tók að birta.
Hann fékk óvænt verkefni, en það var að þýða vissan málaflokk en hann er mikill tungumálamaður. Fram að þessu þótti honum hann einskis nýtur. En þetta verkefni vekur honum von, hann getur ennþá ýmislegt og þar með líklega spjarað sig í lífinu.
Leikritið fjallar um það hvernig Jónatan eina kvöldstund reynir að taka þátt í lífinu fyrir utan hvernig hann kemur sér á milli staða og hvað verður á vegi hans hvað hann sér og hvað hann upplifir.