Fílamaðurinn eftir Bernard Pomerance
Leikstjóri Guðjón Sigvaldason
Frumsýnt 27. feb. 2004

„Fílamaðurinn“ fjallar um þekkta persónu, John Merrick, sem uppi var á Englandi í lok nítjándu aldar. Hann var svo afskræmdur af ákveðnum beinasjúkdómi að hann gekk undir nafninu Fílamaðurinn.

Leikhópurinn kýs í þessari uppfærslu sinni að snúa við gildunum, allir eru fatlaðir nema Fílamaðurinn, og fær áhorfandinn þannig aðra sýn á verkið en hefur verið í fyrri uppfærslum hérlendis.

John kemst undir læknishendur og fjallar leikritið að mestu um samskipti hans og læknis hans dr. Frederic Treves eftir komu hans á Lundúnaspítala. Á spítalanum dvaldi hann síðustu æviárin. Meðan á dvöl hans þar stóð varð hann þekktur meðal heldra fólksins í London, en áður hafði hann verið hafður til sýnis á ýmsum markaðssýningum.

Nánar ...

Höfundur leikrits og söngtexta: Unnur María Sólmundardóttir
Frumsýnt 8. febrúar 2003

Á fjölum félagsins fjallar um fyrirlestur frú Þorgerðar Kvaran leikhússpekúlants um það hvernig ber að standa að (eða kannski öllu heldur hvernig ætti ekki að standa að) stofnun áhugaleikhópa. Hún rekur feril Félagsins, frá stofnfundi fyrstu félagsmannanna til stjórnarskiptanna í lok fyrsta starfsársins og styðst við myndskeið úr einkasafni sínu, en af eigin frumkvæði gerðist hún persónulegur verndari þessa hóps.

Þorgerður fjallar um sorgir og sigra félagsmanna, fjáraflanir, leikritaval, ráðningu leikstjóra, leikhúsrómantíkina og sex vikna æfingatímabilið sem einkennist af fyrirsjáanlegum uppákomum s.s. leikstjórakastið, áfalli í leikarahópnum o.fl. Þorgerður nýtur aðstoðar nemenda í salnum sem sjálfviljugir greiddu fyrir fyrirlesturinn auk þess sem hún, líkt og góðum fyrirlesara sæmir, kryddar lestur sinn með söng og öðrum uppákomum.

 

Nánar ...

Höfundur og leikstjóri: Edda V. Guðmundsdóttir
Frumsýnt 11. mars 2000

Jónatan býr í Hátúni og er á leið þaðan og ætlar að fara að búa sjálfstætt. Er orðinn nokkuð hress eftir slys sem olli því að nú er hann í hjólastól og lamaður upp að mitti. Hann hefur verið lengi að ná þeirri heilsu sem hann býr nú að og hefur verið langt niðri, vonlaus og reiður og það var ekki fyrr en nýlega að aðeins tók að birta.

Hann fékk óvænt verkefni, en það var að þýða vissan málaflokk en hann er mikill tungumálamaður. Fram að þessu þótti honum hann einskis nýtur. En þetta verkefni vekur honum von, hann getur ennþá ýmislegt og þar með líklega spjarað sig í lífinu.

Leikritið fjallar um það hvernig Jónatan eina kvöldstund reynir að taka þátt í lífinu fyrir utan hvernig hann kemur sér á milli staða og hvað verður á vegi hans hvað hann sér og hvað hann upplifir.

Nánar ...

Nakinn Maður og annar í kjólfötum eftir Dario Fo
Í leikstjórn Eddu V. Guðmundsdóttur
Frumsýnt 20. janúar 2001

Halaleikhópurinn sýnir að þessu sinni aðeins Nakinn maður og annar í kjólfötum sem var eitt verka í þríleiknum Þjófar, lík og falar konur.

Höfundurinn Dario Fo er ítalskur, fæddur 1926 og hefur skrifað fjölda leikrita sem sýnd hafa verið um víða veröld við miklar vinsældir.

Nánar ...

Trúðaskólinn eftir Friedrich Karl Waechter í þýðingu Gísla Rúnars Jónssonar
Frumsýnt 17. apríl 1999

Sýning Halaleikhópsins á Trúðaskólanum var flutt í útfærslu enska leikhúsmannsins Ken Cambell á þessu vinsæla barnaleikriti. Campbell fæddist í Ilford á Englandi árið 1941 og er leikari að mennt. Hann hefur starfað jöfnum höndum sem leikari, leikstjóri og höfundur. Einleikir hans hafa vakið mikla athygli, James Vu heitir einn þeirra sem fékk m.a. Evening standard verðlaunin fyrir gamanleik og hlaut tvær tilnefningar til Oliver verðlaunanna. Nýjasti einleikur hans er Violin Time, sem notið hefur mikilla vinsælda. Barnaleikrit Campbells eru m.a. Old King Cole, Skungpoomery, Peef and Frank ´n´ Stein og Trúðar í skólaferð.

Nánar ...