Kirsuberjagarðurinn
Gamanleikur í fjórum þáttum eftir Anton Pavlovitsj Tsjekhov
Leikstjóri: Guðjón Sigvaldason
Frumsýnt var 4. mars 2005
Kirsuberjagarðurinn er leikrit um fjölskyldu, sem er að missa ættaróðalið, vegna skulda.
Óðalsfrúin heldur sínu striki og lifir hátt, eyðir í ferðalög og alls kyns óþarfa. Heldur þjónustufólk, sem er duglegt að borða, þótt fæðið sé dýrt t.d. á veitingahúsum.
Kirsuberjatrén eru orðin gömul og berin þroskast seint og illa, sem kemur kannski ekki að sök, því enginn kaupir þau.
Allt húsið er í niðurníðslu, því engir peningar eru til að halda því við.