Nakinn Maður og annar í kjólfötum eftir Dario Fo
Í leikstjórn Eddu V. Guðmundsdóttur
Frumsýnt 20. janúar 2001

Halaleikhópurinn sýnir að þessu sinni aðeins Nakinn maður og annar í kjólfötum sem var eitt verka í þríleiknum Þjófar, lík og falar konur.

Höfundurinn Dario Fo er ítalskur, fæddur 1926 og hefur skrifað fjölda leikrita sem sýnd hafa verið um víða veröld við miklar vinsældir.

Nánar ...

Höfundur og leikstjóri: Edda V. Guðmundsdóttir
Frumsýnt 11. mars 2000

Jónatan býr í Hátúni og er á leið þaðan og ætlar að fara að búa sjálfstætt. Er orðinn nokkuð hress eftir slys sem olli því að nú er hann í hjólastól og lamaður upp að mitti. Hann hefur verið lengi að ná þeirri heilsu sem hann býr nú að og hefur verið langt niðri, vonlaus og reiður og það var ekki fyrr en nýlega að aðeins tók að birta.

Hann fékk óvænt verkefni, en það var að þýða vissan málaflokk en hann er mikill tungumálamaður. Fram að þessu þótti honum hann einskis nýtur. En þetta verkefni vekur honum von, hann getur ennþá ýmislegt og þar með líklega spjarað sig í lífinu.

Leikritið fjallar um það hvernig Jónatan eina kvöldstund reynir að taka þátt í lífinu fyrir utan hvernig hann kemur sér á milli staða og hvað verður á vegi hans hvað hann sér og hvað hann upplifir.

Nánar ...

Búktalarinn eftir Þorstein Guðmundsson
Frumsýnt 16. jan. 1998

Búktalarinn gerist baksviðs á íslenskum skemmtistað fyrir u.þ.b. þrjátíu árum. Búktalarinn, sem kominn er á miðjan aldur, rifjar upp þann tíma sem hann var að byrja að skemmta. Hann minnist félaga sinna sem allir voru skemmtikraftar, töframenn, söngvarar eða fimleikafólk svo dæmi sé tekið.

Nánar ...

Trúðaskólinn eftir Friedrich Karl Waechter í þýðingu Gísla Rúnars Jónssonar
Frumsýnt 17. apríl 1999

Sýning Halaleikhópsins á Trúðaskólanum var flutt í útfærslu enska leikhúsmannsins Ken Cambell á þessu vinsæla barnaleikriti. Campbell fæddist í Ilford á Englandi árið 1941 og er leikari að mennt. Hann hefur starfað jöfnum höndum sem leikari, leikstjóri og höfundur. Einleikir hans hafa vakið mikla athygli, James Vu heitir einn þeirra sem fékk m.a. Evening standard verðlaunin fyrir gamanleik og hlaut tvær tilnefningar til Oliver verðlaunanna. Nýjasti einleikur hans er Violin Time, sem notið hefur mikilla vinsælda. Barnaleikrit Campbells eru m.a. Old King Cole, Skungpoomery, Peef and Frank ´n´ Stein og Trúðar í skólaferð.

Nánar ...

Höfundur Davíð Stefánsson frá Fagraskógi
Leikstjóri Edda V. Guðmundsdóttir
Frumsýnt 16. nóv. 1996

Davíð Stefánsson skrifaði leikritið Gullna hliðið upp úr alkunnri þjóðsögu, Sálinni hans Jóns míns, en áður hafði hann ort ódauðlegt kvæði um sama efni. Þjóðsagan er einstök í sinni röð að efni og framsetningu.

Hún var prentuð í síðara bindi Íslenskra þjóðsagna og ævintýra árið 1864, en Matthías Jochumsson, sem þá var við nám í Prestaskólanum skrásetti hana. Sagan er ekki til í annarri gerð, svo að vitað sé, og gæti það bent til þess að hún sé ekki mjög gömul.

Nánar ...