Stræti eftir Jim Cartwright
Leikstjóri: Guðjón Sigvaldason
Sýningin Sagan af Joey og Clark var frumsýnd 4. desember 2015

Í sögunni af Joey og Clark er litið inn á eitt heimilið við Strætið. Þetta er sjálfstætt verk úr strætinu sem ekki verður með í heildarverkinu sem við sýnum eftir áramót. Það er sýnt sem sjálfstætt stuttverk (ca 50 mín) . Sagan fjallar um ást samkynhneigðra, ungra manna, leit þeirra að lausn í hverfulum heimi og örlög þeirra á tímum kreppu og atvinnuleysis.

Orðfæri persónanna getur verið gróft og ekki fyrir viðkvæma.

Nánar ...

Stræti eftir Jim Cartwright
Leikstjóri: Guðjón Sigvaldason
Sýningin Innlit í Stræti var frumsýnd 4. nóvember 2015

Í Innlit í Stræti eru flutt „Eintöl“ þar sem við fáum nasaþef af persónuflóru verksins gegnum eintöl nokkurra íbúa strætisins.

Við hittum Skinnið sem er bulla með ofbeldisfulla fortíð en hefur nú snúist til dharma. Prófessorinn, misheppnaður rithöfundur, fjallar um bókina sem aldrei varð til. Þarna býr Valerie, einstæð móðir sem býr við kúgun og heimilisofbeldi og drýgir tekjurnar með betli. Þá birtist Mollý, dragdrottningarmóðir transgender heimsins og líf hennar í dag. Jerry, smámunasamur fyrrverandi hermaður sem dagaði uppi einhversstaðar kemur fram. Scullery er svo sögumaðurinn sem tengir alla þessa einstaklinga. Allt þetta fólk er að undirbúa sig til að fara á krána að skemmta sér.

Orðfæri persónanna getur verið gróft og ekki fyrir viðkvæma.

Nánar ...

Eftir Tom Griffin í þýðingu Odds Bjarna Þorkelssonar
Leikstjóri: Oddur Bjarni Þorkelsson
Frumsýnt 25. jan. 2014

Verkið fjallar um 4 menn sem eru misjafnlega staddir í andlegum þroska og búa saman í íbúð. Þeir sjá um sig að nokkru leyti sjálfir, en umsjónarmaðurinn Þór lítur til með þeim og sér um að allt gangi vel. Við fáum að fylgjast með þeim tækla hið daglega líf, sem getur reynst ansi snúið og niðurstaðan æði oft sprenghlægileg eða grátbrosleg. Rottuveiðar, partíhald og ástamál koma við sögu – og auðvitað er ekki hjá því komist að hið opinbera blandist í málin, þar sem að fatlaðir einstaklingar eiga aðild að málum.

Nánar ...

Tíu litlir strandaglópar
Upphaflegur þýðandi Hildur Kalman
Frumsýnt 30. jan. 2015

Leikritið segir sögu af tíu einstaklingum sem boðið er af dularfullum hjónum í helgarferð á

klettaeyju.  Gestirnir eru ekki fyrr komnir á staðinn en einn þeirra deyr á grunsamlegan hátt.

Öll eru þau strand á eyjunni og komast hvergi.  Gestgjafinn, sem hvergi sést, ásakar hvert og eitt þeirra í hljóðupptöku um að hafa sloppið undan réttvísinni vegna brota sem þau eiga að hafa framið.  

Strandaglóparnir byrja að opna sig fyrir hópnum... þar til þau taka að týna lífinu hvert á fætur öðru.  Hver deyr næst og hver er morðinginn?

Nánar ...

Rympa á ruslahaugnum eftir Herdísi Egilsdóttur
Leikstjóri er Herdís Ragna Þorgeirsdóttir
Frumsýnt 10. febrúar 2013

Leikritið fjallar um Rympu sem lifir og býr á Ruslahaugnum. Hún er frekar ófyrirleitin og hagar lífi sínu ekki alltaf eftir lögum og reglu. Undir harðsoðnu yfirborðinu býr reynsla frá æsku. Hún er svolítið einmana með tuskukarlinum sínum og því er það mjög kærkomið þegar hún fær heimsókn tveggja afskiptra barna. Tekur hún þau í sína umsjá og kennir þeim ljótar listir. Inn í söguna koma leitarkona, möppudýr. kerfiskarl sem vill helst geyma börn og gamalmenni í búrum og gömul amma sem er yfirgefin og gleymd á elliheimili. En allt fer vel að lokum.

Nánar ...