Félagsfundur 26. mars 2009

Félagsfundur Halaleikhópsins

26. mars 2009

í Halanum, Hátúni 12 kl. 20.00

Formaður Ása Hildur Guðjónsdóttir setti fundinn.

Guðríður Ólafsdóttir kosin fundarstjóri og Magnús Addi Ólafsson kosinn fundaritari.

DAGSKRÁ:

  • Kaffileikhús i vor ?
  • Margt smátt 23. maí 2009
  • Nýráðinn leikstjóri kynntur og hugmynd að verkefni fyrir næsta leikár.
  • Framtíð Halaleikhópsins
  • Önnur mál

Fundur settur.

Kveðju var skilað frá Stefaníu Björk Björnsdóttur.

Guðríður Ólafsdóttir kosin fundarstjóri. Magnús Addi Ólafsson kosinn ritari.

Ása Hildur talaði um þá hugmynd að halda Kaffileikhús , til þess að styrkja fjárhagsstöðu Halaleikhópsins! Minnt var á styrk frá BÍL upp á ca. 500.000 kr. fyrir síðasta Kaffileikhús.
Ásu þakkað fyrir og orðið gefið út í sal.
Daníel Þórhallsson segist hafa áhuga á að leika og Gunnar Gunnarsson (Gunsó) segist alveg vilja leikstýra. Höskuldur Höskuldsson segist vilja fá Gunsó til að leikstýra og að fá Daníel til að leika í frumsömdu leikverki hans og Leifs Leifssonar.
Ása Hildur minnti fundargesti á að Halaleikhópurinn ætti helling af stuttverkum og segir frá Margt Smátt hátíðinni, sem fyrirhuguð er 23. maí n.k.

Krístín R. Magnúsdóttir biður fólk um að tala hærra.

Gunsó spyr hvort að Kaffileikhúsið verði sýnt í sal Halans eða á kaffihúsi ?

Höskuldur stingur upp á Kaffi Hljómalind en það er ekki samþykkt, sökum aðgengismála.

Gunsó tekur undir hugmynd um að halda Kaffileikhúsið á kaffihúsi.

Allir fundargestir taka vel í hugmynd um Kaffileikhús.

Ása Hildur útskýrir hvernig Kaffileikhús gengur fyrir sig.

Gunsó er ekki laus fyrr en eftir páska.

Möguleikar ræddir um Margt smátt, hvaða verk væri hægt að sýna þar og hvort við ættum að sýna á hátíðinni. Og hvort við fengjum borgað fyrir það?

Guðríður kynnir Ágústu Skúladóttur, nýráðinn leikstóra Halaleikhópsins. Segir frá námi hennar, hvernig hlutverk hún hefur leikið og hvaða verk hún hefur sett upp á Íslandi s.s. í Þjóðleikhúsinu, Íslenku Óperunni og svo hjá hinum ýmsu áhugaleikhópum. Ágústa hefur áðursett upp Kaffileikhús hjá Halanum, verið með námskeið og er formaður Hjólastólasveitarinnar.

Ása Hildur fær orðið og segir frá verkinu, sem hefur verið í umræðu hjá stjórn. Verkið heitir Svartfugl og er eftir Gunnar Gunnarsson, það er morðsaga og mjög dramatísk. Ása Hildur segir frá söguþræðinum.

Gunsó sýnir þessu mikinn áhuga.
Fundargestir taka þessu með áhuga og “gleði”

Samþykkt er að taka fyrir Svartfugl, næsta leikár.

Framtíð Halaleikhópsins rædd:
Ása Hildur fær orðið. Segir frá List án landamæra, sem heldur málþing í haust . Hátíðin er haldin í samvinnu við norrænu ráðherranefndina og leikhópum frá Norðurlöndunum, sem hafa farið um allan heim. Norskir og danskir leikhópar ásamt lúðrasveit. Málþing verður haldið í september.

Spáð í stefnu Halaleikhópsins. Upp voru taldir Leikhópar fatlaðra á Íslandi.

Orðið gefið út í sal:
Fólk ánægt með Halaleikhópinn. Talað um sérstöðu Halaleikhópsins. Þurfum að sýna sérstöðu okkar til hins “venjulega manns”.

Talað um auglýsingastefnu Halaleikhópsins. Spáð í að nota nútíma auglýsingar, að kveikja þörf hjá fólki til að koma í leikhús.

Önnur mál:

Magnús talar um ljósaveisluna.

Kristín R. M. talar um upptökur á leikritum til sölu og biður um að félagar komi með flöskur og dósir.

Ásu Hildi formanni gefið orðið og hún þakkar fyrir fundinn og bendir á hrúgur af leikritum.

Býður fundargestum kaffi og veitingar og slítur fundi með fundarhamri.

Fundarritari : Magnús Addi Ólafsson