Félagsfundur 17. okt. 2002

Félagsfundur Halaleikhópsins

17. okt. 2002

Félagsfundur nr. 2. var haldinn í Halaleikhópnum í Hátúni 12.

Fimmtudaginn 17 október 2002 og hófst hann kl. 20.15

Það voru 15 félagsmenn sem sóttu fundinn. Örn Sigurðsson varaformaður setti fundinn, Edda Guðmundsdóttir var fundarstjóri og Stefánía Björnsdóttir var fundarritari.

Dagskrá fundarins er:

Lesa stjórnarskýrslu árið 2001.

  1. Lesa fundargerð árið 2001
  2. Kjósa í skemmtinefnd.
  3. Kjósa í fjáröflunarnefnd.
  4. Önnur mál.

1 . Stjórnarskýrsla 2001 var lesin af Stefaníu og var hún samþykkt af fundinum.

2 . Fundargerð var lesin af Árna Salómonssyni og var hún samþykkt af fundaraðilum.

3 – 4. Það var samþykkt af fundaraðilum að kjósa í skemmtinefnd og fjáröflunarnefnd á næsta fundi. Fundi sem verður haldinn þann 2. nóvember 2002 kl. 16.00 í Hátúni 12.

Önnur mál það var ákveðið að fara í Reykjadal aðra helgina í janúar og vera yfir eina nótt þeir sem vilja. Það á að kynna leikritið á næsta félagsfundi sem verður 2. nóvember 2002.

Stjórnin verður að taka að sér að skoða þrifamálin.

Gugga og Sigga sjá um kaffið og ganga frá eftir fundinn.

Félagsmenn komi saman í desember og föndra og hafa gaman af.

Fundi var slitið kl. 21.30.

Fundarritari Stefánía

 

Félagsfundur 23. sept. 2006

Félagsfundur Halaleikhópsins

23. september 2006, kl. 17:00.

 

Fundur settur.

Ásdís Úlfarsdóttir bauð fundarmenn velkomna og setti fundinn.

Uppástunga kom um Vilhjálm Hjálmarsson sem fundarstjóra. Samþykkt samhljóða. Fundarstjóri þakkaði traustið og bar upp uppástungu um Önnu Guðrúnu Sigurðardóttur sem ritara, samþykkt samhljóða. Fundarstjóri las nú upp óformlega dagskrá fundarins.

  • Fundargerð síðasta fundar lesin og borin upp til samþykktar.

Kristín Magnúsdóttir las upp fundargerð síðasta félagsfundar.

Samþykkt samhljóða.

  • Ármann Guðmundsson kynnir leikrit vetrarins 2006-2007.

Ármann sagði frá því að leikritið muni vera gamanleikrit. Fjallar um sjómann sem verður fyrir óhappi í vinnunni en rekja má slysið til hans sjálfs. Þá tekur hann upp á því ráði að verða öryrki en sér síðan eftir því og vill komast til baka til fyrra lífs/starfa.

Nú voru Vilhjálmur og Gunnar beðnir um að leiklesa eitt atriði úr leikritinu.

Ármann kynnir fyrirhugað leiklistarnámskeið í október.

Markmiðið er að námskeiðið verði til þess að fólk læri að gera hluti fyndna sem ekki eru endilega fyndnir. Yfirskriftin verður „Hvað er svona fyndið við það?”.

Fundarmenn voru beðnir um að skrá sig á blað ef vilji væri fyrir því að taka þátt í námskeiðinu. Verð er 1000 kr. fyrir skuldlausa félaga og 3600 kr. fyrir þá sem skulda eða eru utanfélags.

Kaffileikhús

María Jónsdóttir kynnti. Hugmyndin er að búa til Kaffileikhús,t.d. eftir leiklistarnámskeiðið og að eiga stuttverk t.d. í tilefni af afmælinu árið 2007.

Afmælisnefndin

Helga Jónsdóttir kynnti og hvatti fólk til að taka þátt í að undirbúa afmælisárið árið 2007. Skráningarblað í nefndina lá frammi á fundinum.

Haustfundur BÍL

Ása Hildur Guðjónsdóttir kynnti haustfund BÍL sem haldinn verður 29. september til 1. október n.k. Fjórir stjórnar meðlimir fara og einn sem er ekki í stjórn.

Hugmynd kom fram frá Hjördísi Vilhjálmsdóttir um að Halafélagar myndu mæta og ekki segja neitt og mótmæla slæmu aðgengi á þann hátt.

Fundarstjóri bar upp ályktun vegna slæms aðgengis þar sem hátíðarkvöldverður verður.

“Ályktun:

Félagsfundur í Halaleikhópnum 23. september 2006, beinir þeim tilmælum til Leiklistarskóla Bandalags íslenskra leikfélaga að námskeið á vegum skólans verði ávallt haldin á stöðum, sem eru aðgengilegir öllum. “

Ályktun var samþykkt samhljóða og verður athent Stjórn Leiklistarskóla BÍL. á málþingi um leiklistarskólann á Selfossi í tengslum við haustfund BÍL:

Önnur mál

Einleikhúsið
Ásdís Úlfarsdóttir kynnti. Listi lá frammi til að fólk gæti skráð sig sem vilja taka þátt í verkefninu.

Klifur
Kristín Magnúsdóttir hvatti fundarmenn til að taka eintök af Klifri og dreifa því sem víðast þar sem landssambandið lætur Halaleikhópinn hafa afnot af aðstöðu sinni endurgjaldslaust og er það þakkarvert.

Jón Þór Ólafsson kynnti að það ætti að vera til verk sem búið var til árið 1992. Hanna Margrét kynnti einnig að það væru til 2 frumsamin verk hjá Unni Maríu Sólmundardóttur.

Fundarstjóri hvatti stjórn félagsins að safna saman þeim leikverkum sem vitað er um að séu til.

Fundi var nú slitið kl. 18:15.

Fundarritari; AGS.

 

Aðalfundur 2007

Aðalfundur Halaleikhópsins leikárið 2006-2007
19. maí 2007.

Dagskrá:

  1. Kosning fundarstjóra og fundarritari.
  2. Inntaka nýrra félaga.
  3. Skýrsla formanns.
  4. Afgreiddir endurskoðaðir reikningar félagsins.
  5. Afgreiðsla tillagna sem borist hafa fundinum s.s. lagabreytingar.
  6. Starfsemi næsta leikárs.
  7. Kosning stjórnar, varastjórnar og 2 skoðunarmenn reikninga.
  8. Árgjald ákveðið.
  9. Afmælisnefnd kynnir þær hugmyndir sem fram eru komnar.
  10. Önnur mál.

Mættir 28 félagsmenn með stjórn.

Formaður setur fund kl. 16:05.

  1. Jón Eiríksson var kosinn fundarstjóri og Hanna Margrét Kristleifsdóttir var kosin fundarritari.
  2. 7 nýjir félagar óskuðu eftir inngöngu í félagið og voru samþykktir með lófaklappi. Engin sagði sig úr félaginu og engir látist.
  3. Ásdís las skýrslu formanns og var hún samþykkt með einni athugasemd. Hún var: Sýning Halaleikhópsins var ein af 6 ekki ein af 5, sem komu til greina í kjöri á Athyglisverðustu áhugaleiksýningu ársins.
  4. Kristín fer yfir reikninga félagsins. Fundarstjóri bendir á prentvillu að reikningsárið sé frá 1. apríl 2006 – 31. mars 2007 ekki 1. apríl 2005 – 31. mars 2007 eins og er ritað á bls. 4. Tillaga var borin upp varðandi reikninganna sem er: Skammtímaskuldir 2006, krafa European City Guide verði færð í afskriftir í næsta ársreikningi. Þessi tillaga var samþykkt.
    Umræður sköpuðust um miðasölu, aukningu tekna og fundargerðir á netinu. Spurning kom um ástæðu þess að hýsingin á vef Halans hækkaði. Svarið var að við byrjuðum ekki að borga fyrr en í desember. Reikningarnir voru samþykktir samhljóða.
  5. Ása Hildur Kynnir og ræðir tillögur stjórnar til lagabreytingar. Umræður sköpuðust um þessa tillögu. Tillagan borin fram til atkvæðagreiðslu og samþykkt samhljóða.
  6. María kynnti hugmyndir um starfsemi næsta leikárs. Stjórnin er búin er að gera munnlegan samning við Guðjón Sigvaldason um að setja upp Gaukshreiðrið í hans leikstjórn.Miklar og heitar umræður sköpuðust. Þeir sem tóku til máls voru: Árni Salomonsson, Ása Hildur Guðjónsd., Jón Eiríkss., Jón Þór Ólafss. Kristín Magnúsd., Kristinn Sigurjónss., María Jónsd., Leifur Leifss. og Örn Sigurðss.


    Hlé var gert kl. 17:26.
  7. Kosning stjórnar.

    Kjósa skal í eftirfarandi embætti:
    Varaformann til 2 ára - María Jónsdóttir gefur kost á sér.
    Gjaldkera til 2 ára – Kristín R. Magnúsdóttir gefur kost á sér.
    Meðstjórnandi til 1 árs vegna þess að Helga Jónsd. ætlar að stíga niður – Hanna M. Kristleifsd. Og Kristinn Sigurjónss. gefa kost á sér.
    2 í varastjórn – Helga Jónsd., Stefanía B. Björnsd. Kristinn Guðjónss. og Kristinn Sigurjónss. gefa kost á sér.
    2 skoðunarmenn reikninga - Grétar Pétur Geirss. Og Ragnar Gunnar Þórhallss. gefa kost á sér.

    Kosin voru:
    María Jónsd. Varaformaður
    Kristín R. Magnúsd. Gjaldkeri
    Hanna M. Kristleifsd. Meðstjórnandi
    Stefanía B. Björnsd. 2. Varamaður
    Kristinn Guðjónss. 3. Varamaður
    Ragnar Gunnar Þórhallss. og Grétar Pétur Geirss. Skoðunarmenn reikninga.
  8. Árgjaldið ákveðið. Óbreytt 1500 kr.
  9. Jón Þór kynnti þær hugmyndir sem Afmælisnefndin er komin með. Umræður spunnustu um hugmyndirnar. Þeir sem tóku til máls voru Hanna M. Kristleifsdóttir, Kristinn Sigurjónss. Ása Hildur Guðjónsd. og Jón Eiríkss.
  10. Önnur mál.
    • Ása Hildur las skýrslu um aðalfund BÍL.
    • Lesið var heillaóskaskeyti sem Halaleikhópnum barst frá Sif Ingólfsdóttur.
    • Kristinn Sigurjónss. Leggur fram tillögu til umhugsunar hún er: Hvort ekki sé rétt að haldinn verði félagsfundur framvegis áður en gengið er til samninga við leikstjóra um aðalsýningu hvers árs þar sem félagsmenn geti tekið þátt í umræðu um val hvers árs. Tillagan vísað til stjórnar.
    • Leifur tók til máls og segir frá því að Hann og Höskuldur séu að skrifa leikrit og langar að vita hvort Halaleikhópurinn hafi áhuga á samstarfi á einn eða annan hátt. Til dæmis húsnæði og leikara með Ný-ungar fólki líka. Hann var beðinn um að koma þessarri hugmyndir til stjórnar.
    • Árni tók til máls og sagðist vilja hafa fund þar sem rætt er framtíð félagsins. Farið í þankarok um hvað við eigum að gera, stórt leikrit, stuttverk o.s.frv. Svótgreiningu. Hugmynd kom um að hafa þetta á einum degi í afmælisvikunni.
    • Ása Hildur nefndi að DVD/Videó spólur af Batandi manni eru tilbúnar til afhendingar.
    • Vilhjálmur Hjálmarss. Er að vinna að nýjum eintökum af Pókók.
    • Guðríður segir frá aðalfundi Kvennahreyfingarinnar og að þar hafi verið samþykkt að koma að Halaleikhópnum á einhvern hátt. Vilhjálmur segir frá svipaðri starfsemi á Austurlandi.
    • Tillaga var borin upp: að birta fundargerðir aðalfundar og félagsfundar á vef félagsins. Samþykkt samhljóða.
    • Ása Hildur talaði um hugmynd um málþing, pallborðsumræður um stöðu fatlaðra í samfélaginu - vísað til afmælisnefndar.

Fundi slitið kl. 18:58.

Fundarritari: Hanna Margrét Kristleifsdóttir.

*Tillögur eru skáletraðar.

Aðalfundur 2006

Aðalfundur Halaleikhópsins
sunnudaginn 28. maí 2006

Hanna M. Kristleifsdóttir formaður félagsins, bauð fundarmenn velkomna.

  1. Kosning fundarstjóra
    Grétar Pétur Geirsson, var kosinn fundarstjóri. Anna G. Sigurðardóttir var kosinn fundarritari. Grétar Pétur þakkaði traustið sem honum var sýnt með því að vera kosinn fundarstjóri en hann las síðan yfir dagskrá fundarins.

  2. Inntaka nýrra félaga
    Ása Hildur Guðjónsdóttir, las upp nöfn nýrra félaga. 89 félagar eru í félaginu. Nýjir félagar voru samþykktir með lófaklappi og með því voru félagarnir orðnir 104 talsins.

  3. Skýrsla stjórnar
    Hanna Margrét Kristleifsdóttir, formaður Halaleikhópsins las upp skýrslu stjórnar. 22 stjórnarfundir voru haldnir á tímabilinu. Annan hvern miðvikudag. 1 félagsfundur var haldinn. Nú var orðið gefið laust um skýrslu stjórnar. Árni Salómonsson tilkynnti að 330 manns sáu Pókók. Vel gekk að safna styrktarlínum í leikskrána.

  4. Afgreiddir endurskoðaðir reikningar félagsins
    Reikningarnir eru ekki tilbúnir. Samþykkt var að halda framhalds aðalfund 12. júní n.k. þar sem reikningarnir verða lagðir fram.

  5. Afgreiðslna tillagna, sem borist hafa fundinum, svo sem lagabreytingar
    Ása Hildur Guðjónsdóttir og Árni Salómonsson kynntu.
    Lagabreyting á 5. málsgrein 3. greinar var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.
    Lagabreyting á 4. málslið 4. greinar var samþykkt með 18 greiddum atkvæðum, 1 vará móti
    Lagabreyting á 6 málslið 4 greinar var samþykkt samhljóða.
    Lagabreyting á 8 málslið 4 greinar var samþykkt samhljóða. Lagabreyting á 7 málslið 5 greinar var samþykkt samhljóða.
    Lagabreyting á 8. málslið 5. greinar var samþykkt með 14 atkvæðum tveir á móti.
    Lagabreyting á 1. málslið 12. greinar var samþykkt með 16 atkvæðum.

    Lögin voru samþykkt í heild sinni með 18 greiddum atkvæðum, 1 á móti.

  6. Starfsemi næsta leikárs Hanna M. Kristleifsdóttir kynnti. Ármann Guðmundsson hefur verið ráðinn til að skrifa leikrit fyrir Halann vegna næsta leikárs en stórafmæli er á næsta ári.

  7. Kosning; formaður, ritari, meðstjórnandi og 1 varamaður til 2ja ára og 2 skoðunarmenn samkvæmt lögum félagsins

    Í formannskjörinu komu uppástungur um Helgu Jónsdóttur. Einnig kom uppástunga um Ásdísi Úlfarsdóttir.

    Kosið var á milli Helgu og Ásdísar. Ásdís fékk 9 atkvæði og Helga 8 atkvæði. Ásdís er því réttkjörin formaður Halaleikhópsins næstu 2 árin. 1 seðill var auður.

    Helga gaf kost á sér sem varaformaður og uppástunga kom um Maríu Jónsdóttur. Kosið var á milli Maríu og Helgu. Jafnt var á milli þeirra í fyrstu atrennu – hvor þeirra fékk 18 atkvæði. Kosið var aftur – Helga fékk í það skiptið 8 atkvæði en María fékk 10. María er því réttkjörinn varaformaður Halans til 1 árs.

    Ása Hildur Guðjónsdóttir gaf kost á sér sem ritari og var það samþykkt samhljóða og verður hún ritari í 2 ár.

    Sóley B. Axelsdóttir gaf kost á sér sem meðstjórnandi til 2ja ára. Uppástunga kom um Helgu sem meðstjórnanda. Helga hlaut 14 atkvæði en Sóley 4 atkvæði. Helga er því réttkjörinn meðstjórnandi.

    Guðríður Ólafsdóttir var kosin í varastjórn til 2ja ára.

    Ragnar Gunnar Þórhallsson gaf kost á sér áfram sem skoðunarmaður, Unnur M. Sólmundardóttir gaf ekki kost á sér. Uppástunga kom um Grétar Pétur Geirsson og var það samþykkt samhljóða.

  8. Árgjald ákveðið
    Stjórn félagsins leggur til að árgjaldið verði 1500 kr. Samþykkt samhljóða.

  9. Önnur mál
    Þröstur Steinþórsson lagði til að fráfarandi formaður fengi mikið og gott klapp vegna góðra starfa.

    Hanna skýrði frá því að Haladagar yrðu í Krika í sumar. 3 dagar hafa verið ákveðnir – 18. júní – 22. júlí og 12. ágúst.

    Ása Hildur Guðjónsdóttir las upp skýrslu Sóleyjar Axelsdóttur, en hún er ein þeirra fulltrúa sem sóttu aðalfund BÍL.

    María Jónsdóttir sagði frá því að sigurleikverkið í samkeppninni um áhugaverðustu sýninguna yrði sýnt í “Kassanum” við Þjóðleikhúsið, föstudagskvöldið 2. júní n.k.

    Ásdís þakkaði það traust sem henni var sýnt með því að vera kjörin formaður.

    Grétar Pétur þakkaði fyrir góðan fund og óskaði nýrri stjórn til hamingju og þakkaði fráfarandi stjórn fyrir góð störf.

Fundarritari; Anna Guðrún Sigurðardóttir.

Félagsfundur 23. águst 2007

Félagsfundur hjá Halaleikhópnum. 23. ágúst 2007. Kl. 20.00 í Halanum, Hátúni 12.

Formaður setur fundinn.

Kristinn Þorbergur Sigurjónsson kosinn fundarstjóri.

Ása Hildur Guðjónsdóttir, fundarritari.

 

1. Ágústa Skúladóttir kynnti fyrirhugað uppistandsnámskeið.


Námskeiðið stendur yfir frá 1. sept. nk. og fram að afmælis hátíð 29. sept. nk. Það mun ganga mikið út á sóló leik (einleik) á sviðinu, þar sem nemendur verða þjálfaðir í að ná sambandi við áhorfendur. Uppistand, þar sem lögð verður áhersla á eigin texta. Karakterar skoðaðir. Möguleiki að vinna út frá smásögu eða ljóði. Nemendur þjálfaðir í að vera öruggir í því sem þeir taka sér fyrir hendur.
Námskeiðskostnaður er 2000 kr. fyrir skuldlausa félagsmenn og þeir ganga einnig fyrir, ef fyllist á námskeiðið. Hjá öðrum bætast ógreidd félagsgjöld við.
Tímaplan verður unnið í samvinnu við þá, sem skrá sig á námskeiðið. En líklega verður það tvö kvöld í viku og um miðjan dag annan hvorn helgardaginn.

 

2. 15. ára afmæli Halaleikhópsins.

Ásdís Úlfarsdóttir formaður, kynnti fyrirhugaða dagskrá.

Afmælið verður tvískipt. Annars vegar verður vegleg afmælisveisla 29. sept. kl. 15.00. Þar munu upphafsmenn Halaleikhópsins verða gerðir að heiðursfélögum og ljósaborðið vígt, og vonandi verður hljómsveit, óskað er eftir hljómlistaratriðum frá félagsmönnum. Einnig verður afrakstur námskeiðsins fluttur.
Hins vegar verða nokkur kaffihúsakvöld, þar sem við ætlum að sýna nokkur stuttverk og afrakstur námskeiðsins. Óskað er eftir leikurum í það.

Þegar er vitað að Vilhjálmur Hjálmarsson er með stuttverk eða þátt, sem hann mun æfa upp með tveimur leikurum og sjá alveg um.

Ármann Guðmundsson er að skrifa fyrir okkur 10 mín stuttverk, fyrir tvo til þrjá leikara. Við ætlum að reyna að fá Eddu V. Guðmundsdóttur til að leikstýra því.

Kristinn Þ. Sigurjónsson er með hugmyndir að tveimur atriðum, annars vegar atriði úr Barpari og hins vegar atriði um tvo drengi sem eru að koma úr landafræðiprófi. Hann hefur hug á að leikstýra því sjálfur og er að leita að höfundi seinna stykkisins. Afla þarf sýningaleyfa ef af verður.

Þá er fyrirhugað að sýna upptökur af eldri verkum félagsins, nokkur kvöld í október.

 

Önnur mál:

Ása Hildur greindi frá því að Guðjón Sigvaldason kæmi í bæinn undir mánaðarmót og vildi gjarnan hitta þann hóp, sem hefur áhuga á að fara í hugarflug varðandi Gaukshreiðrið. Æfingar munu svo hefjast í byrjun nóvember í mánuð, þá verður tekið æfingarhlé fram yfir áramót. Fyrirhuguð frumsýning er svo um mánaðarmótin janúar – febrúar. Hann biður fyrir kveðju til hópsins.

Kristín R. Magnúsdóttir minnti félagsmenn á ógreidd félagsgjöld og ósóttar pantanir á DVD á Batnandi manni.

Ásdís greindi frá því að stjórn hefði sent Guðmundi Magnússyni heillaóskaskeyti vegna 60 ára afmælis hans í sumar.

Ása Hildur skilaði kveðju frá Jóni Frey Finnssyni sem er á sjúkrahúsi, og Vilhjálmi Hjálmarssyni sem er staddur í Mjóafirði.

Fundi slitið kl. 20.37 og boðið upp á kaffiveitingar eftir fundinn.

 

 

Fundarritari: Ása Hildur Guðjónsdóttir

 

Samþykkt á stjórnarfundi 8. nóv. 2007