Félagsfundur Halaleikhópsins leikárið 2007-2008.
8. nóvember kl. 20:00.
Dagskrá:
- Kosning fundarstjóra og fundarritara.
- Síðasta félagsfundargerð lesin.
- Skipulagsskrá.
- Gaukshreiðrið.
- Önnur mál.
Mættir voru 21 félagsmaður með stjórn.
Varaformaður María Jónsdóttir setur fundinn kl. 20:09.
- Guðríður Ólafsdóttir var kosin fundarstjóri og Hanna Margrét Kristleifsdóttir fundarritari.
- Ása Hildur Guðjónsdóttir las síðustu félagsfundargerð. Hún var samþykkt án athugasemda.
- María Jónsdóttir kynnti skipulagsskrána og sagði að hún yrði sett á heimasíðu Halaleikhópsins. Hún væri til lesningar fyrir þá sem hefðu áhuga eftir fundinn. Umræður sköpuðust um hana. Þeir sem tóku til máls voru Ása Hildur Guðjónsdóttir, Guðjón Sigvaldason og Vilhjálmur Hjálmarsson. Guðjón og Vilhjálmur hrósuðu þessu framtaki.
- Guðjón Sigvaldason kynnti næsta verk Halaleikhópsins ,,Gaukshreiðrið”. Umræður sköpuðust og Hanna Margrét Kristleifsdóttir nefnir að hjá þeim liggi blað þar sem hægt væri að skrá sig ef fólk hefði áhuga að taka þátt í verkinu. Stefanía Björk Björnsdóttir spurði hvenær fyrsti samlestur væri og svarið var sem fyrst. Sigríður Geirsdóttir ræddi handritið og kvikmyndina. Ákveðið var að hafa fyrsta samlestur sunnudaginn 10. nóvember kl. 16:00, 2. samlestur mánudaginn 11. nóvember kl. 20:00 og 3. samlestur 13. nóvember kl. 20:00 með þeim fyrirvara að meirihluti þeirra sem skráðir voru kæmust, annars fundinn betri tími.
- Önnur mál:
- Guðríður Ólafsdóttir nefndi að hægt væri að fá ,,Batnandi mann” afhent eftir fundinn einnig að skrifa sig á pöntunarlista um DVD/VHS af ,,Kaffileikhúskvöldi”.
- Guðríður minnti félagsmenn á að láta ritara stjórnar, Ásu Hildi Guðjónsdóttur vita um breytta hagi eins og heimilisfang, síma og eða tölvupóst og minnir á ógreidd félagsgjöld.
- Hanna Margrét Kristleifsdóttir kynnti bíókvöldin og viðburði í tengslum við alþjóðadag fatlaðra 3. desember. Viðburðirnir verða í Kringlunni helgina 24. og 25. nóvember. Það verður fundur laugardaginn 17. nóvember. Nánar auglýst síðar.
- Örn Sigurðsson sagði frá því að þau 4 sem voru á uppistandsnámskeiðinu og voru í Margt smátt eru búin að skrá sig 3. desember á alþjóðadag fatlaðra í Þjóðmenningarhúsinu þar sem hvatningarverðlaun verða veitt og verða með uppistand. Það er jafnvel fyrirhugað að fara til Akureyrar í sumar með uppistand og Kvennahreyfingin hefur beðið þau að koma fram á fundi hjá þeim.
- Vilhjálmur Hjálmarsson lét vita að ,,Pókók” diskurinn væri í lagfæringu og ljósin væru á leiðinni.
Fundi slitið kl. 20:54.
Fundarritari Hanna Margrét Kristleifsdóttir.