Félagsfundur 11. sept. 2008

Félagsfundur Halaleikhópsins

11. sept. 2008

Haldinn í húsnæði Halaleikhópsins fimmtudaginn 11. September klukkan 20.

Mættir: 21 félagi

Dagskrá:

1. Kosning fundarstjóra og fundarritara

2. Kynning á nýráðnum leikstjóra, Þresti Guðbjartssyni

3. Verkefni leikársins kynnt

4. Námskeið í Október

5. Önnur mál

Formaður býður fundarmenn velkomna og setur fundinn.

  1. Kolbrún Stefánsdóttir kosin fundarstjóri og tekur við fundarstjórn. Sóley Björk Axels kosin fundarritari.
  2. Leikstjóri leikársins, Þröstur Guðbjartsson, kynnir sig og fer yfir helstu verkefni sem hann hefur fengist við á leikstjóraferli sínum.
  3. Þröstur leikstjóri kynnir verkið sem fyrirhugað er að setja upp í vetur. Hann kallar það Shakespear – Karnival. Hann gerir grein fyrir söguþræði verksins ofl. Líflegar umræður.
  4. Ása skýrir frá því að ákveðið hafi verið að halda leiklistarnámskeið áður en æfingar byrja á leikverki vetrarins og mun Þröstur kenna á því. Það mun kosta kr. 3.000.- fyrir skuldlausa félaga en kr. 5.000.- fyrir aðra. Þröstur gerði síðan grein fyrir fyrirkomulagi námskeiðsins í stuttu máli. Listi settur fram svo áhugasamir geti skráð sig.
  5. Önnur mál:
    1. Ása skýrir frá því að áhugi sé hjá stjórn að fá Ágústu Skúladóttur til að leikstýra okkur á næsta leikári og þar sem Ágústa er mikið bókuð fram í tímann ber hún fram tillögu stjórnar um að stjórn fái heimild frá fundinum til að gera samning við hana um að leikstýra hjá okkur leikárið 2009 – 2010. Samþykkt samhljóða.
    2. Einar Andrésson stakk upp á að haldið yrði Halapartý í október til að hrista hópinn saman fyrir verkefni vetrarins. Samþykkt og vísað til stjórnar að ákveða nánari dagsetningu.

Fundarstjóri kveður og formaður slítur fundi kl.20:45

Fundarritari: Sóley Björk Axelsdóttir.