Félagsfundur Halaleikhópsins
11. sept. 2008
Haldinn í húsnæði Halaleikhópsins fimmtudaginn 11. September klukkan 20.
Mættir: 21 félagi
Dagskrá:
1. Kosning fundarstjóra og fundarritara
2. Kynning á nýráðnum leikstjóra, Þresti Guðbjartssyni
3. Verkefni leikársins kynnt
4. Námskeið í Október
5. Önnur mál
Formaður býður fundarmenn velkomna og setur fundinn.
- Kolbrún Stefánsdóttir kosin fundarstjóri og tekur við fundarstjórn. Sóley Björk Axels kosin fundarritari.
- Leikstjóri leikársins, Þröstur Guðbjartsson, kynnir sig og fer yfir helstu verkefni sem hann hefur fengist við á leikstjóraferli sínum.
- Þröstur leikstjóri kynnir verkið sem fyrirhugað er að setja upp í vetur. Hann kallar það Shakespear – Karnival. Hann gerir grein fyrir söguþræði verksins ofl. Líflegar umræður.
- Ása skýrir frá því að ákveðið hafi verið að halda leiklistarnámskeið áður en æfingar byrja á leikverki vetrarins og mun Þröstur kenna á því. Það mun kosta kr. 3.000.- fyrir skuldlausa félaga en kr. 5.000.- fyrir aðra. Þröstur gerði síðan grein fyrir fyrirkomulagi námskeiðsins í stuttu máli. Listi settur fram svo áhugasamir geti skráð sig.
- Önnur mál:
- Ása skýrir frá því að áhugi sé hjá stjórn að fá Ágústu Skúladóttur til að leikstýra okkur á næsta leikári og þar sem Ágústa er mikið bókuð fram í tímann ber hún fram tillögu stjórnar um að stjórn fái heimild frá fundinum til að gera samning við hana um að leikstýra hjá okkur leikárið 2009 – 2010. Samþykkt samhljóða.
- Einar Andrésson stakk upp á að haldið yrði Halapartý í október til að hrista hópinn saman fyrir verkefni vetrarins. Samþykkt og vísað til stjórnar að ákveða nánari dagsetningu.
Fundarstjóri kveður og formaður slítur fundi kl.20:45
Fundarritari: Sóley Björk Axelsdóttir.