Félagsfundur 23. águst 2007

Félagsfundur hjá Halaleikhópnum. 23. ágúst 2007. Kl. 20.00 í Halanum, Hátúni 12.

Formaður setur fundinn.

Kristinn Þorbergur Sigurjónsson kosinn fundarstjóri.

Ása Hildur Guðjónsdóttir, fundarritari.

 

1. Ágústa Skúladóttir kynnti fyrirhugað uppistandsnámskeið.


Námskeiðið stendur yfir frá 1. sept. nk. og fram að afmælis hátíð 29. sept. nk. Það mun ganga mikið út á sóló leik (einleik) á sviðinu, þar sem nemendur verða þjálfaðir í að ná sambandi við áhorfendur. Uppistand, þar sem lögð verður áhersla á eigin texta. Karakterar skoðaðir. Möguleiki að vinna út frá smásögu eða ljóði. Nemendur þjálfaðir í að vera öruggir í því sem þeir taka sér fyrir hendur.
Námskeiðskostnaður er 2000 kr. fyrir skuldlausa félagsmenn og þeir ganga einnig fyrir, ef fyllist á námskeiðið. Hjá öðrum bætast ógreidd félagsgjöld við.
Tímaplan verður unnið í samvinnu við þá, sem skrá sig á námskeiðið. En líklega verður það tvö kvöld í viku og um miðjan dag annan hvorn helgardaginn.

 

2. 15. ára afmæli Halaleikhópsins.

Ásdís Úlfarsdóttir formaður, kynnti fyrirhugaða dagskrá.

Afmælið verður tvískipt. Annars vegar verður vegleg afmælisveisla 29. sept. kl. 15.00. Þar munu upphafsmenn Halaleikhópsins verða gerðir að heiðursfélögum og ljósaborðið vígt, og vonandi verður hljómsveit, óskað er eftir hljómlistaratriðum frá félagsmönnum. Einnig verður afrakstur námskeiðsins fluttur.
Hins vegar verða nokkur kaffihúsakvöld, þar sem við ætlum að sýna nokkur stuttverk og afrakstur námskeiðsins. Óskað er eftir leikurum í það.

Þegar er vitað að Vilhjálmur Hjálmarsson er með stuttverk eða þátt, sem hann mun æfa upp með tveimur leikurum og sjá alveg um.

Ármann Guðmundsson er að skrifa fyrir okkur 10 mín stuttverk, fyrir tvo til þrjá leikara. Við ætlum að reyna að fá Eddu V. Guðmundsdóttur til að leikstýra því.

Kristinn Þ. Sigurjónsson er með hugmyndir að tveimur atriðum, annars vegar atriði úr Barpari og hins vegar atriði um tvo drengi sem eru að koma úr landafræðiprófi. Hann hefur hug á að leikstýra því sjálfur og er að leita að höfundi seinna stykkisins. Afla þarf sýningaleyfa ef af verður.

Þá er fyrirhugað að sýna upptökur af eldri verkum félagsins, nokkur kvöld í október.

 

Önnur mál:

Ása Hildur greindi frá því að Guðjón Sigvaldason kæmi í bæinn undir mánaðarmót og vildi gjarnan hitta þann hóp, sem hefur áhuga á að fara í hugarflug varðandi Gaukshreiðrið. Æfingar munu svo hefjast í byrjun nóvember í mánuð, þá verður tekið æfingarhlé fram yfir áramót. Fyrirhuguð frumsýning er svo um mánaðarmótin janúar – febrúar. Hann biður fyrir kveðju til hópsins.

Kristín R. Magnúsdóttir minnti félagsmenn á ógreidd félagsgjöld og ósóttar pantanir á DVD á Batnandi manni.

Ásdís greindi frá því að stjórn hefði sent Guðmundi Magnússyni heillaóskaskeyti vegna 60 ára afmælis hans í sumar.

Ása Hildur skilaði kveðju frá Jóni Frey Finnssyni sem er á sjúkrahúsi, og Vilhjálmi Hjálmarssyni sem er staddur í Mjóafirði.

Fundi slitið kl. 20.37 og boðið upp á kaffiveitingar eftir fundinn.

 

 

Fundarritari: Ása Hildur Guðjónsdóttir

 

Samþykkt á stjórnarfundi 8. nóv. 2007