Aðalfundur 2007

Aðalfundur Halaleikhópsins leikárið 2006-2007
19. maí 2007.

Dagskrá:

  1. Kosning fundarstjóra og fundarritari.
  2. Inntaka nýrra félaga.
  3. Skýrsla formanns.
  4. Afgreiddir endurskoðaðir reikningar félagsins.
  5. Afgreiðsla tillagna sem borist hafa fundinum s.s. lagabreytingar.
  6. Starfsemi næsta leikárs.
  7. Kosning stjórnar, varastjórnar og 2 skoðunarmenn reikninga.
  8. Árgjald ákveðið.
  9. Afmælisnefnd kynnir þær hugmyndir sem fram eru komnar.
  10. Önnur mál.

Mættir 28 félagsmenn með stjórn.

Formaður setur fund kl. 16:05.

  1. Jón Eiríksson var kosinn fundarstjóri og Hanna Margrét Kristleifsdóttir var kosin fundarritari.
  2. 7 nýjir félagar óskuðu eftir inngöngu í félagið og voru samþykktir með lófaklappi. Engin sagði sig úr félaginu og engir látist.
  3. Ásdís las skýrslu formanns og var hún samþykkt með einni athugasemd. Hún var: Sýning Halaleikhópsins var ein af 6 ekki ein af 5, sem komu til greina í kjöri á Athyglisverðustu áhugaleiksýningu ársins.
  4. Kristín fer yfir reikninga félagsins. Fundarstjóri bendir á prentvillu að reikningsárið sé frá 1. apríl 2006 – 31. mars 2007 ekki 1. apríl 2005 – 31. mars 2007 eins og er ritað á bls. 4. Tillaga var borin upp varðandi reikninganna sem er: Skammtímaskuldir 2006, krafa European City Guide verði færð í afskriftir í næsta ársreikningi. Þessi tillaga var samþykkt.
    Umræður sköpuðust um miðasölu, aukningu tekna og fundargerðir á netinu. Spurning kom um ástæðu þess að hýsingin á vef Halans hækkaði. Svarið var að við byrjuðum ekki að borga fyrr en í desember. Reikningarnir voru samþykktir samhljóða.
  5. Ása Hildur Kynnir og ræðir tillögur stjórnar til lagabreytingar. Umræður sköpuðust um þessa tillögu. Tillagan borin fram til atkvæðagreiðslu og samþykkt samhljóða.
  6. María kynnti hugmyndir um starfsemi næsta leikárs. Stjórnin er búin er að gera munnlegan samning við Guðjón Sigvaldason um að setja upp Gaukshreiðrið í hans leikstjórn.Miklar og heitar umræður sköpuðust. Þeir sem tóku til máls voru: Árni Salomonsson, Ása Hildur Guðjónsd., Jón Eiríkss., Jón Þór Ólafss. Kristín Magnúsd., Kristinn Sigurjónss., María Jónsd., Leifur Leifss. og Örn Sigurðss.


    Hlé var gert kl. 17:26.
  7. Kosning stjórnar.

    Kjósa skal í eftirfarandi embætti:
    Varaformann til 2 ára - María Jónsdóttir gefur kost á sér.
    Gjaldkera til 2 ára – Kristín R. Magnúsdóttir gefur kost á sér.
    Meðstjórnandi til 1 árs vegna þess að Helga Jónsd. ætlar að stíga niður – Hanna M. Kristleifsd. Og Kristinn Sigurjónss. gefa kost á sér.
    2 í varastjórn – Helga Jónsd., Stefanía B. Björnsd. Kristinn Guðjónss. og Kristinn Sigurjónss. gefa kost á sér.
    2 skoðunarmenn reikninga - Grétar Pétur Geirss. Og Ragnar Gunnar Þórhallss. gefa kost á sér.

    Kosin voru:
    María Jónsd. Varaformaður
    Kristín R. Magnúsd. Gjaldkeri
    Hanna M. Kristleifsd. Meðstjórnandi
    Stefanía B. Björnsd. 2. Varamaður
    Kristinn Guðjónss. 3. Varamaður
    Ragnar Gunnar Þórhallss. og Grétar Pétur Geirss. Skoðunarmenn reikninga.
  8. Árgjaldið ákveðið. Óbreytt 1500 kr.
  9. Jón Þór kynnti þær hugmyndir sem Afmælisnefndin er komin með. Umræður spunnustu um hugmyndirnar. Þeir sem tóku til máls voru Hanna M. Kristleifsdóttir, Kristinn Sigurjónss. Ása Hildur Guðjónsd. og Jón Eiríkss.
  10. Önnur mál.
    • Ása Hildur las skýrslu um aðalfund BÍL.
    • Lesið var heillaóskaskeyti sem Halaleikhópnum barst frá Sif Ingólfsdóttur.
    • Kristinn Sigurjónss. Leggur fram tillögu til umhugsunar hún er: Hvort ekki sé rétt að haldinn verði félagsfundur framvegis áður en gengið er til samninga við leikstjóra um aðalsýningu hvers árs þar sem félagsmenn geti tekið þátt í umræðu um val hvers árs. Tillagan vísað til stjórnar.
    • Leifur tók til máls og segir frá því að Hann og Höskuldur séu að skrifa leikrit og langar að vita hvort Halaleikhópurinn hafi áhuga á samstarfi á einn eða annan hátt. Til dæmis húsnæði og leikara með Ný-ungar fólki líka. Hann var beðinn um að koma þessarri hugmyndir til stjórnar.
    • Árni tók til máls og sagðist vilja hafa fund þar sem rætt er framtíð félagsins. Farið í þankarok um hvað við eigum að gera, stórt leikrit, stuttverk o.s.frv. Svótgreiningu. Hugmynd kom um að hafa þetta á einum degi í afmælisvikunni.
    • Ása Hildur nefndi að DVD/Videó spólur af Batandi manni eru tilbúnar til afhendingar.
    • Vilhjálmur Hjálmarss. Er að vinna að nýjum eintökum af Pókók.
    • Guðríður segir frá aðalfundi Kvennahreyfingarinnar og að þar hafi verið samþykkt að koma að Halaleikhópnum á einhvern hátt. Vilhjálmur segir frá svipaðri starfsemi á Austurlandi.
    • Tillaga var borin upp: að birta fundargerðir aðalfundar og félagsfundar á vef félagsins. Samþykkt samhljóða.
    • Ása Hildur talaði um hugmynd um málþing, pallborðsumræður um stöðu fatlaðra í samfélaginu - vísað til afmælisnefndar.

Fundi slitið kl. 18:58.

Fundarritari: Hanna Margrét Kristleifsdóttir.

*Tillögur eru skáletraðar.