Aðalfundur 2006

Aðalfundur Halaleikhópsins
sunnudaginn 28. maí 2006

Hanna M. Kristleifsdóttir formaður félagsins, bauð fundarmenn velkomna.

  1. Kosning fundarstjóra
    Grétar Pétur Geirsson, var kosinn fundarstjóri. Anna G. Sigurðardóttir var kosinn fundarritari. Grétar Pétur þakkaði traustið sem honum var sýnt með því að vera kosinn fundarstjóri en hann las síðan yfir dagskrá fundarins.

  2. Inntaka nýrra félaga
    Ása Hildur Guðjónsdóttir, las upp nöfn nýrra félaga. 89 félagar eru í félaginu. Nýjir félagar voru samþykktir með lófaklappi og með því voru félagarnir orðnir 104 talsins.

  3. Skýrsla stjórnar
    Hanna Margrét Kristleifsdóttir, formaður Halaleikhópsins las upp skýrslu stjórnar. 22 stjórnarfundir voru haldnir á tímabilinu. Annan hvern miðvikudag. 1 félagsfundur var haldinn. Nú var orðið gefið laust um skýrslu stjórnar. Árni Salómonsson tilkynnti að 330 manns sáu Pókók. Vel gekk að safna styrktarlínum í leikskrána.

  4. Afgreiddir endurskoðaðir reikningar félagsins
    Reikningarnir eru ekki tilbúnir. Samþykkt var að halda framhalds aðalfund 12. júní n.k. þar sem reikningarnir verða lagðir fram.

  5. Afgreiðslna tillagna, sem borist hafa fundinum, svo sem lagabreytingar
    Ása Hildur Guðjónsdóttir og Árni Salómonsson kynntu.
    Lagabreyting á 5. málsgrein 3. greinar var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.
    Lagabreyting á 4. málslið 4. greinar var samþykkt með 18 greiddum atkvæðum, 1 vará móti
    Lagabreyting á 6 málslið 4 greinar var samþykkt samhljóða.
    Lagabreyting á 8 málslið 4 greinar var samþykkt samhljóða. Lagabreyting á 7 málslið 5 greinar var samþykkt samhljóða.
    Lagabreyting á 8. málslið 5. greinar var samþykkt með 14 atkvæðum tveir á móti.
    Lagabreyting á 1. málslið 12. greinar var samþykkt með 16 atkvæðum.

    Lögin voru samþykkt í heild sinni með 18 greiddum atkvæðum, 1 á móti.

  6. Starfsemi næsta leikárs Hanna M. Kristleifsdóttir kynnti. Ármann Guðmundsson hefur verið ráðinn til að skrifa leikrit fyrir Halann vegna næsta leikárs en stórafmæli er á næsta ári.

  7. Kosning; formaður, ritari, meðstjórnandi og 1 varamaður til 2ja ára og 2 skoðunarmenn samkvæmt lögum félagsins

    Í formannskjörinu komu uppástungur um Helgu Jónsdóttur. Einnig kom uppástunga um Ásdísi Úlfarsdóttir.

    Kosið var á milli Helgu og Ásdísar. Ásdís fékk 9 atkvæði og Helga 8 atkvæði. Ásdís er því réttkjörin formaður Halaleikhópsins næstu 2 árin. 1 seðill var auður.

    Helga gaf kost á sér sem varaformaður og uppástunga kom um Maríu Jónsdóttur. Kosið var á milli Maríu og Helgu. Jafnt var á milli þeirra í fyrstu atrennu – hvor þeirra fékk 18 atkvæði. Kosið var aftur – Helga fékk í það skiptið 8 atkvæði en María fékk 10. María er því réttkjörinn varaformaður Halans til 1 árs.

    Ása Hildur Guðjónsdóttir gaf kost á sér sem ritari og var það samþykkt samhljóða og verður hún ritari í 2 ár.

    Sóley B. Axelsdóttir gaf kost á sér sem meðstjórnandi til 2ja ára. Uppástunga kom um Helgu sem meðstjórnanda. Helga hlaut 14 atkvæði en Sóley 4 atkvæði. Helga er því réttkjörinn meðstjórnandi.

    Guðríður Ólafsdóttir var kosin í varastjórn til 2ja ára.

    Ragnar Gunnar Þórhallsson gaf kost á sér áfram sem skoðunarmaður, Unnur M. Sólmundardóttir gaf ekki kost á sér. Uppástunga kom um Grétar Pétur Geirsson og var það samþykkt samhljóða.

  8. Árgjald ákveðið
    Stjórn félagsins leggur til að árgjaldið verði 1500 kr. Samþykkt samhljóða.

  9. Önnur mál
    Þröstur Steinþórsson lagði til að fráfarandi formaður fengi mikið og gott klapp vegna góðra starfa.

    Hanna skýrði frá því að Haladagar yrðu í Krika í sumar. 3 dagar hafa verið ákveðnir – 18. júní – 22. júlí og 12. ágúst.

    Ása Hildur Guðjónsdóttir las upp skýrslu Sóleyjar Axelsdóttur, en hún er ein þeirra fulltrúa sem sóttu aðalfund BÍL.

    María Jónsdóttir sagði frá því að sigurleikverkið í samkeppninni um áhugaverðustu sýninguna yrði sýnt í “Kassanum” við Þjóðleikhúsið, föstudagskvöldið 2. júní n.k.

    Ásdís þakkaði það traust sem henni var sýnt með því að vera kjörin formaður.

    Grétar Pétur þakkaði fyrir góðan fund og óskaði nýrri stjórn til hamingju og þakkaði fráfarandi stjórn fyrir góð störf.

Fundarritari; Anna Guðrún Sigurðardóttir.