Félagsfundur 23. sept. 2006

Félagsfundur Halaleikhópsins

23. september 2006, kl. 17:00.

 

Fundur settur.

Ásdís Úlfarsdóttir bauð fundarmenn velkomna og setti fundinn.

Uppástunga kom um Vilhjálm Hjálmarsson sem fundarstjóra. Samþykkt samhljóða. Fundarstjóri þakkaði traustið og bar upp uppástungu um Önnu Guðrúnu Sigurðardóttur sem ritara, samþykkt samhljóða. Fundarstjóri las nú upp óformlega dagskrá fundarins.

  • Fundargerð síðasta fundar lesin og borin upp til samþykktar.

Kristín Magnúsdóttir las upp fundargerð síðasta félagsfundar.

Samþykkt samhljóða.

  • Ármann Guðmundsson kynnir leikrit vetrarins 2006-2007.

Ármann sagði frá því að leikritið muni vera gamanleikrit. Fjallar um sjómann sem verður fyrir óhappi í vinnunni en rekja má slysið til hans sjálfs. Þá tekur hann upp á því ráði að verða öryrki en sér síðan eftir því og vill komast til baka til fyrra lífs/starfa.

Nú voru Vilhjálmur og Gunnar beðnir um að leiklesa eitt atriði úr leikritinu.

Ármann kynnir fyrirhugað leiklistarnámskeið í október.

Markmiðið er að námskeiðið verði til þess að fólk læri að gera hluti fyndna sem ekki eru endilega fyndnir. Yfirskriftin verður „Hvað er svona fyndið við það?”.

Fundarmenn voru beðnir um að skrá sig á blað ef vilji væri fyrir því að taka þátt í námskeiðinu. Verð er 1000 kr. fyrir skuldlausa félaga og 3600 kr. fyrir þá sem skulda eða eru utanfélags.

Kaffileikhús

María Jónsdóttir kynnti. Hugmyndin er að búa til Kaffileikhús,t.d. eftir leiklistarnámskeiðið og að eiga stuttverk t.d. í tilefni af afmælinu árið 2007.

Afmælisnefndin

Helga Jónsdóttir kynnti og hvatti fólk til að taka þátt í að undirbúa afmælisárið árið 2007. Skráningarblað í nefndina lá frammi á fundinum.

Haustfundur BÍL

Ása Hildur Guðjónsdóttir kynnti haustfund BÍL sem haldinn verður 29. september til 1. október n.k. Fjórir stjórnar meðlimir fara og einn sem er ekki í stjórn.

Hugmynd kom fram frá Hjördísi Vilhjálmsdóttir um að Halafélagar myndu mæta og ekki segja neitt og mótmæla slæmu aðgengi á þann hátt.

Fundarstjóri bar upp ályktun vegna slæms aðgengis þar sem hátíðarkvöldverður verður.

“Ályktun:

Félagsfundur í Halaleikhópnum 23. september 2006, beinir þeim tilmælum til Leiklistarskóla Bandalags íslenskra leikfélaga að námskeið á vegum skólans verði ávallt haldin á stöðum, sem eru aðgengilegir öllum. “

Ályktun var samþykkt samhljóða og verður athent Stjórn Leiklistarskóla BÍL. á málþingi um leiklistarskólann á Selfossi í tengslum við haustfund BÍL:

Önnur mál

Einleikhúsið
Ásdís Úlfarsdóttir kynnti. Listi lá frammi til að fólk gæti skráð sig sem vilja taka þátt í verkefninu.

Klifur
Kristín Magnúsdóttir hvatti fundarmenn til að taka eintök af Klifri og dreifa því sem víðast þar sem landssambandið lætur Halaleikhópinn hafa afnot af aðstöðu sinni endurgjaldslaust og er það þakkarvert.

Jón Þór Ólafsson kynnti að það ætti að vera til verk sem búið var til árið 1992. Hanna Margrét kynnti einnig að það væru til 2 frumsamin verk hjá Unni Maríu Sólmundardóttur.

Fundarstjóri hvatti stjórn félagsins að safna saman þeim leikverkum sem vitað er um að séu til.

Fundi var nú slitið kl. 18:15.

Fundarritari; AGS.