Félagsfundur 17. okt. 2002

Félagsfundur Halaleikhópsins

17. okt. 2002

Félagsfundur nr. 2. var haldinn í Halaleikhópnum í Hátúni 12.

Fimmtudaginn 17 október 2002 og hófst hann kl. 20.15

Það voru 15 félagsmenn sem sóttu fundinn. Örn Sigurðsson varaformaður setti fundinn, Edda Guðmundsdóttir var fundarstjóri og Stefánía Björnsdóttir var fundarritari.

Dagskrá fundarins er:

Lesa stjórnarskýrslu árið 2001.

  1. Lesa fundargerð árið 2001
  2. Kjósa í skemmtinefnd.
  3. Kjósa í fjáröflunarnefnd.
  4. Önnur mál.

1 . Stjórnarskýrsla 2001 var lesin af Stefaníu og var hún samþykkt af fundinum.

2 . Fundargerð var lesin af Árna Salómonssyni og var hún samþykkt af fundaraðilum.

3 – 4. Það var samþykkt af fundaraðilum að kjósa í skemmtinefnd og fjáröflunarnefnd á næsta fundi. Fundi sem verður haldinn þann 2. nóvember 2002 kl. 16.00 í Hátúni 12.

Önnur mál það var ákveðið að fara í Reykjadal aðra helgina í janúar og vera yfir eina nótt þeir sem vilja. Það á að kynna leikritið á næsta félagsfundi sem verður 2. nóvember 2002.

Stjórnin verður að taka að sér að skoða þrifamálin.

Gugga og Sigga sjá um kaffið og ganga frá eftir fundinn.

Félagsmenn komi saman í desember og föndra og hafa gaman af.

Fundi var slitið kl. 21.30.

Fundarritari Stefánía